Úthrópaður af leikara í miðri sýningu fyrir að vera djúpt sokkinn í símann Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2018 21:49 Kanye West og Kim Kardashian sjást hér á leið á frumsýninguna í New York í gærkvöldi. Getty/Nancy Rivera Leikari í Broadway-söngleiknum The Cher Show úthrópaði tónlistarmanninn Kanye West fyrir að hafa verið djúpt sokkinn í síma sinn á meðan frumsýning á söngleiknum stóð yfir í gær. West baðst í kjölfarið afsökunar á dónaskapnum og sagðist aðeins hafa verið að skrifa niður minnispunkta. Söngleikurinn hverfist um ævi hinnar goðsagnakenndu söngkonu Cher og var West boðið á frumsýninguna í New York ásamt eiginkonu sinni, athafnakonunni Kim Kardashian West. Ef marka má ásakanir leikarans Jarrod Spector, sem fer með hlutverk Sonny, fyrrverandi eiginmanns Cher og eitt aðalhlutverka sýningarinnar, fylgdist West lítið með því sem fram fór. „Hei, Kanye West, mjög töff að þú sért hérna á Cher-söngleiknum! Ef þú lítur upp úr símanum þínum þá sæirðu að við erum að leika sýningu hérna uppi. Svolítið mikilvægt fyrir okkur. Takk kærlega fyrir,“ skrifaði Spector í nokkuð beittri færslu á Twitter á mánudagskvöld, á meðan sýningin stóð enn yfir.Hey @kanyewest so cool that you're here at @TheCherShow! If you look up from your cell phone you'll see we're doing a show up here. It's opening night. Kind of a big deal for us. Thanks so much.— Jarrod Spector (@jarrodspector) December 4, 2018 Talsmaður West tjáði dagblaðinu New York Times að hann hefði verið að punkta niður hjá sér atriði úr sýningunni og þess vegna hefði hann verið með nefið ofan í símanum. Þá hafi West hrifist mjög af söngleiknum. Þetta ítrekaði West svo sjálfur í svari við færslu Spectors. „Dýnamíkin í sambandi Cher og Sonny fékk okkur Kim til að haldast í hendur og syngja „I got you babe“. Gerið það, afsakið dónaskapinn í mér. Við kunnum svo vel að meta orkuna sem þið beittuð til að skapa þetta meistaraverk,“ skrifaði West á Twitter.the dynamics of Cher and Sonny's relationship made Kim and I grab each other's hand and sing “I got you babe” please pardon my lack of etiquette. We have so much appreciation for the energy you guys put into making this master piece.— ye (@kanyewest) December 4, 2018 The Cher Show hefur fengið góða dóma hjá gagnrýnendum vestanhafs og þá hefur téður Spector sérstaklega verið lofaður fyrir frammistöðu sína sem Sonny. Ekki hefur fengist úr því skorið hvort Kim Kardashian hafi látið símann vera á sýningunni en hún er sjálf mikill aðdáandi Cher, ef marka má hrekkjavökubúning hennar frá því í fyrra.Hér að neðan má sjá Cher sjálfa koma fram í uppklappinu á frumsýningu The Cher Show í gærkvöldi. Tónlist Tengdar fréttir Kanye West og Mark Zuckerberg tóku þetta lag saman í karaoke Rapparinn Kanye West og Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, skellti sér í vikunni saman í karaoke. 15. nóvember 2018 16:00 Innlit í einkaþotuna sem Kim og Kanye ferðast um í Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian sýndi fylgjendum sínum inn í einkaþotu sem hún ferðaðist í með Kanye West. 28. nóvember 2018 11:30 Kanye West kveðst hafa verið notaður til að dreifa pólitískum skilaboðum West hyggst draga sig í hlé í hinni pólitísku umræðu og þess í stað einbeita sér að listinni. 30. október 2018 22:38 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira
Leikari í Broadway-söngleiknum The Cher Show úthrópaði tónlistarmanninn Kanye West fyrir að hafa verið djúpt sokkinn í síma sinn á meðan frumsýning á söngleiknum stóð yfir í gær. West baðst í kjölfarið afsökunar á dónaskapnum og sagðist aðeins hafa verið að skrifa niður minnispunkta. Söngleikurinn hverfist um ævi hinnar goðsagnakenndu söngkonu Cher og var West boðið á frumsýninguna í New York ásamt eiginkonu sinni, athafnakonunni Kim Kardashian West. Ef marka má ásakanir leikarans Jarrod Spector, sem fer með hlutverk Sonny, fyrrverandi eiginmanns Cher og eitt aðalhlutverka sýningarinnar, fylgdist West lítið með því sem fram fór. „Hei, Kanye West, mjög töff að þú sért hérna á Cher-söngleiknum! Ef þú lítur upp úr símanum þínum þá sæirðu að við erum að leika sýningu hérna uppi. Svolítið mikilvægt fyrir okkur. Takk kærlega fyrir,“ skrifaði Spector í nokkuð beittri færslu á Twitter á mánudagskvöld, á meðan sýningin stóð enn yfir.Hey @kanyewest so cool that you're here at @TheCherShow! If you look up from your cell phone you'll see we're doing a show up here. It's opening night. Kind of a big deal for us. Thanks so much.— Jarrod Spector (@jarrodspector) December 4, 2018 Talsmaður West tjáði dagblaðinu New York Times að hann hefði verið að punkta niður hjá sér atriði úr sýningunni og þess vegna hefði hann verið með nefið ofan í símanum. Þá hafi West hrifist mjög af söngleiknum. Þetta ítrekaði West svo sjálfur í svari við færslu Spectors. „Dýnamíkin í sambandi Cher og Sonny fékk okkur Kim til að haldast í hendur og syngja „I got you babe“. Gerið það, afsakið dónaskapinn í mér. Við kunnum svo vel að meta orkuna sem þið beittuð til að skapa þetta meistaraverk,“ skrifaði West á Twitter.the dynamics of Cher and Sonny's relationship made Kim and I grab each other's hand and sing “I got you babe” please pardon my lack of etiquette. We have so much appreciation for the energy you guys put into making this master piece.— ye (@kanyewest) December 4, 2018 The Cher Show hefur fengið góða dóma hjá gagnrýnendum vestanhafs og þá hefur téður Spector sérstaklega verið lofaður fyrir frammistöðu sína sem Sonny. Ekki hefur fengist úr því skorið hvort Kim Kardashian hafi látið símann vera á sýningunni en hún er sjálf mikill aðdáandi Cher, ef marka má hrekkjavökubúning hennar frá því í fyrra.Hér að neðan má sjá Cher sjálfa koma fram í uppklappinu á frumsýningu The Cher Show í gærkvöldi.
Tónlist Tengdar fréttir Kanye West og Mark Zuckerberg tóku þetta lag saman í karaoke Rapparinn Kanye West og Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, skellti sér í vikunni saman í karaoke. 15. nóvember 2018 16:00 Innlit í einkaþotuna sem Kim og Kanye ferðast um í Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian sýndi fylgjendum sínum inn í einkaþotu sem hún ferðaðist í með Kanye West. 28. nóvember 2018 11:30 Kanye West kveðst hafa verið notaður til að dreifa pólitískum skilaboðum West hyggst draga sig í hlé í hinni pólitísku umræðu og þess í stað einbeita sér að listinni. 30. október 2018 22:38 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira
Kanye West og Mark Zuckerberg tóku þetta lag saman í karaoke Rapparinn Kanye West og Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, skellti sér í vikunni saman í karaoke. 15. nóvember 2018 16:00
Innlit í einkaþotuna sem Kim og Kanye ferðast um í Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian sýndi fylgjendum sínum inn í einkaþotu sem hún ferðaðist í með Kanye West. 28. nóvember 2018 11:30
Kanye West kveðst hafa verið notaður til að dreifa pólitískum skilaboðum West hyggst draga sig í hlé í hinni pólitísku umræðu og þess í stað einbeita sér að listinni. 30. október 2018 22:38