Innlent

Nýr dómari í máli Jóhanns

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
André Birotte Jr. dómari.
André Birotte Jr. dómari.

Nýr dómari hefur verið skipaður yfir höfundarréttarmál Jóhanns Helgasonar í Los Angeles í stað Dolly M. Gee sem sagði sig frá málinu í fyrrakvöld.

Nýi dómarinn er André Birotte Jr. Áður var Birotte saksóknari í Los Angeles og rannsakaði meðal annars mál hjólreiðamannsins Lance Armstrong en lét málið niður falla. Armstrong játaði síðar að hafa neytt ólöglegra lyfja í keppni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.