Borgarlínan raungerist með fimm milljörðum næstu fimm árin Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2018 23:32 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Fréttablaðið/Ernir Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2019 og fimm ára áætlun til 2023 var samþykkt á fundi borgarstjórnar í kvöld. Áhersla er lögð á græn verkefni og velferð auk þess sem gert er ráð fyrir fimm milljarða króna fjármögnun Borgarlínunnar. Þá er búist við 3,6 milljarða króna afgangui af rekstrinum í fjárhagsáætlun næsta árs. Í tilkynningu frá borginni segir að á meðal þess sem samþykkt hefur verið séu sumaropnanir leikskóla, áframhaldandi gjaldfrjáls námsgögn í grunnskólum, fjölgun NPA-samninga, lengdur opnunartími Ylstrandarinnar í Nauthólsvík og aukin áhersla á snjalltækni í samgöngum. Þá var samþykkt að auka framlög vegna móttöku barna af erlendum uppruna og íslenskukennslu. Einnig var samþykkt að barnafjölskyldur greiði einungis námsgjald fyrir eitt barn, þvert á skólastig. Aukin framlög vegna hreinsunar borgarlandsins voru samþykkt en þeim er ætlað að minnka svifryk og gera borgina snyrtilegri. Í breytingatillögu við fimm ára áætlun er gert ráð fyrir lækkun fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði frá og með árinu 2021 en í samstarfssáttmála Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna er kveðið á um að fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði lækki úr 1,65 í 1,60 fyrir lok kjörtímabilsins. Lækkunin verður gerð í tveimur skrefum. 200 milljónir í Borgarlínuna á næsta ári Í fimm ára áætlun er jafnframt gert ráð fyrir fjármögnun Borgarlínunnar upp á fimm milljarða króna. Stærstu grænu verkefnin á næsta ári eru lagning hjólastíga fyrir 450 milljónir króna á ári, samgönguás Borgarlínu fyrir 200 milljónir króna og endurnýjun gönguleiða í eldri hverfum fyrir 300 milljónir króna. Einnig er gert ráð fyrir að Laugavegi verði breytt í göngugötu og fleiri götur í miðborginni verða gerðar upp sem vistgötur auk þess sem ný torg eru að verða til, Bæjartorg, Steinbryggjan og Naustatorg. Þá verður aðstaða í Fjölskyldu og húsdýragarðinum bætt. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að stóra myndin í rekstri borgarinnar sé afar jákvæð. Þjónusta við íbúa verði í forgrunni eins og áður og stefnufesta og skýr framtíðarsýn einkenni stjórn borgarinnar. „Við erum að bæta aðeins við ýmis mikilvæg verkefni milli umræðna. Stóru málin eru samt húsnæðismálin þar sem nýjar íbúðir eru að rísa út um allt. Árið í ár er okkar stærsta í húsnæðisuppbyggingu frá upphafi en aldrei áður hafa eins margar íbúðir verið í byggingu í Reykjavík. Á sama tíma sjáum við Borgarlínuna færast nær okkur og raungerast í áætlun upp á fimm milljarða króna á næstu árum. Fjárfestingar í innviðum hafa heldur aldrei verið meiri en ný hverfi með nýjum götum eru að rísa ásamt nýjum íþróttamannvirkjum í austurhluta borgarinnar fyrir krakkana og unga fólkið okkar. Þá er sett fjármagn í nýja leik- og grunnskóla til að mæta barnafjöldanum þegar við brúum bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla,” segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Borgarlína Borgarstjórn Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2019 og fimm ára áætlun til 2023 var samþykkt á fundi borgarstjórnar í kvöld. Áhersla er lögð á græn verkefni og velferð auk þess sem gert er ráð fyrir fimm milljarða króna fjármögnun Borgarlínunnar. Þá er búist við 3,6 milljarða króna afgangui af rekstrinum í fjárhagsáætlun næsta árs. Í tilkynningu frá borginni segir að á meðal þess sem samþykkt hefur verið séu sumaropnanir leikskóla, áframhaldandi gjaldfrjáls námsgögn í grunnskólum, fjölgun NPA-samninga, lengdur opnunartími Ylstrandarinnar í Nauthólsvík og aukin áhersla á snjalltækni í samgöngum. Þá var samþykkt að auka framlög vegna móttöku barna af erlendum uppruna og íslenskukennslu. Einnig var samþykkt að barnafjölskyldur greiði einungis námsgjald fyrir eitt barn, þvert á skólastig. Aukin framlög vegna hreinsunar borgarlandsins voru samþykkt en þeim er ætlað að minnka svifryk og gera borgina snyrtilegri. Í breytingatillögu við fimm ára áætlun er gert ráð fyrir lækkun fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði frá og með árinu 2021 en í samstarfssáttmála Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna er kveðið á um að fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði lækki úr 1,65 í 1,60 fyrir lok kjörtímabilsins. Lækkunin verður gerð í tveimur skrefum. 200 milljónir í Borgarlínuna á næsta ári Í fimm ára áætlun er jafnframt gert ráð fyrir fjármögnun Borgarlínunnar upp á fimm milljarða króna. Stærstu grænu verkefnin á næsta ári eru lagning hjólastíga fyrir 450 milljónir króna á ári, samgönguás Borgarlínu fyrir 200 milljónir króna og endurnýjun gönguleiða í eldri hverfum fyrir 300 milljónir króna. Einnig er gert ráð fyrir að Laugavegi verði breytt í göngugötu og fleiri götur í miðborginni verða gerðar upp sem vistgötur auk þess sem ný torg eru að verða til, Bæjartorg, Steinbryggjan og Naustatorg. Þá verður aðstaða í Fjölskyldu og húsdýragarðinum bætt. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að stóra myndin í rekstri borgarinnar sé afar jákvæð. Þjónusta við íbúa verði í forgrunni eins og áður og stefnufesta og skýr framtíðarsýn einkenni stjórn borgarinnar. „Við erum að bæta aðeins við ýmis mikilvæg verkefni milli umræðna. Stóru málin eru samt húsnæðismálin þar sem nýjar íbúðir eru að rísa út um allt. Árið í ár er okkar stærsta í húsnæðisuppbyggingu frá upphafi en aldrei áður hafa eins margar íbúðir verið í byggingu í Reykjavík. Á sama tíma sjáum við Borgarlínuna færast nær okkur og raungerast í áætlun upp á fimm milljarða króna á næstu árum. Fjárfestingar í innviðum hafa heldur aldrei verið meiri en ný hverfi með nýjum götum eru að rísa ásamt nýjum íþróttamannvirkjum í austurhluta borgarinnar fyrir krakkana og unga fólkið okkar. Þá er sett fjármagn í nýja leik- og grunnskóla til að mæta barnafjöldanum þegar við brúum bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla,” segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarlína Borgarstjórn Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira