Íslenski boltinn

FH úr Adidas í Nike

Anton Ingi Leifsson skrifar
Svona verður búningur FH á næstu leiktíð.
Svona verður búningur FH á næstu leiktíð. mynd/nike

Knattspyrnudeild FH hefur skrifað undir samning við íþróttaframleiðandann Nike um að spila í vörum þeirra næstu árin.

Í tæplega þrjá áratugi hefur FH spilað í búningum frá Adidas en samningurinn rann út eftir síðustu leiktíð. Nú hefur FH ákveðið að færa sig yfir til Nike og leika því risarnir FH og KR báðir í Nike næsta sumar.  

Nýi búningurinn var kynntur á fjölskylduhátíð í Krikanum í dag þar sem FH-ingarnir, tónlistarmennirnir og bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór tróðu meðal annars upp.

Búninginn má sjá á myndinni hér að ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.