Tók frekar Inook en sína eigin skútu sem einnig var í höfninni Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. desember 2018 20:07 Skútan Inook við höfn á Rifi, þar sem maðurinn var handtekinn þann 14. október. Vísir Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa stolið skútunni Inook í Ísafjarðarhöfn í október sagðist fyrir dómi að hann hefði ætlað að nota skútuna til að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur. Þá gaf hann fyrst upp nafn annars manns við áhöfn Landhelgisgæslunnar. Þetta kemur fram í frétt RÚV um aðalmeðferð í málinu sem fór fram í Héraðsdómi Ísafjarðar í dag. Maðurinn er á fimmtugsaldri og þá greinir RÚV jafnframt frá því að hann sé þýskur. Hann er ákærður fyrir þjófnað, en til vara fyrir nytjastuld, á skútunni. Þá er honum gefið að sök að hafa í auðgunarskyni og heimildarleysi siglt skútunni úr Ísafjarðarhöfn og inn á Breiðafjörð, á leið sinni til Skotlands eða Færeyja. Skútan er metin á 750 þúsund evrur eða um hundrað milljónir króna. Samkvæmt frétt RÚV fór verjandi mannsins fram á sýknun fyrir þjófnað en hæfilega refsingu fyrir nytjastuld. Þá sé ekki hægt að sanna að maðurinn hafi ætlað að taka skútuna í hagnaðarskyni.Inook eina skútan sem kom til greina Framburður mannsins er jafnframt rekinn í frétt RÚV en maðurinn játaði að hafa stolið skútunni í skjóli nætur. Hann sagðist þó ekki hafa ætlað að sigla henni til annarra landa eða auðgast á henni. Maðurinn bar því jafnframt fyrir sig að hugmyndin að því að taka skútuna Inook og sigla henni til Reykjavíkur hafi kviknað á nokkrum sekúndum. Þar hafi hann ætlað að stoppa í nokkra daga. Honum hugnaðist hins vegar ekki að taka sína eigin skútu, sem einnig lá við Ísafjarðarhöfn og hann býr í, heldur hafi Inook verið eina skútan sem honum fannst koma til greina að taka. Hann sagðist jafnframt ekki tengjast frönskum eiganda skútunnar. Svaraði ekki og gaf svo upp nafn annars manns Þá er greint frá frásögn stýrimanns Landhelgisgæslunnar fyrir dómi í dag. Hann sagði að áhöfn þyrlu Gæslunnar, sem sótti skútuna umrætt kvöld í október, hafa reynt í nokkrar mínútur að kalla í ákærða á skútunni þangað til hann svaraði. Þá hafi maðurinn gefið upp rangt nafn, sem var á persónuskilríkjum annars erlends manns sem ákærði hafði undir höndum. Kvaðst ákærði vera að flytja skútuna, kannski til Reykjavíkur. Kærastan með asperger og þurfti að vita af honum Einnig var maðurinn spurður út í skilaboð sem hann sendi kærustu sinni að morgni sunnudagsins 14. október. Maðurinn segir í skilaboðunum að hann sé á leið til Færeyja eða Skotlands með skútu í flutningi ásamt öðrum manni. Maðurinn sagði skilaboðin hvíta lygi og þau hafi verið ætluð til þess að halda kærustunni í rónni, þar sem hún sé með asperger-einhverfu og hann þurfi sífellt að láta vita af sér. Ákærði var úrskurðaður í farbann til 10. desember næstkomandi. Þá hefur dómari fjórar vikur til að kveða upp dóm.Frétt RÚV. Dómsmál Ísafjarðarbær Lögreglumál Snæfellsbær Tengdar fréttir Meintur skútuþjófur ekki búinn að vera lengi á Íslandi Rannsókn á skútuþjófnaðinum á Ísafirði miðar vel, að sögn lögreglu á Vestfjörðum. 16. október 2018 13:28 Meintur skútuþjófur í fjögurra vikna farbann Grunaður um að taka skútu ófrjálsri hendi á Ísafirði. 15. október 2018 22:28 Sér fyrir endann á rannsókn á skútuþjófnaði Erlendur karlmaður hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu. 2. nóvember 2018 11:24 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa stolið skútunni Inook í Ísafjarðarhöfn í október sagðist fyrir dómi að hann hefði ætlað að nota skútuna til að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur. Þá gaf hann fyrst upp nafn annars manns við áhöfn Landhelgisgæslunnar. Þetta kemur fram í frétt RÚV um aðalmeðferð í málinu sem fór fram í Héraðsdómi Ísafjarðar í dag. Maðurinn er á fimmtugsaldri og þá greinir RÚV jafnframt frá því að hann sé þýskur. Hann er ákærður fyrir þjófnað, en til vara fyrir nytjastuld, á skútunni. Þá er honum gefið að sök að hafa í auðgunarskyni og heimildarleysi siglt skútunni úr Ísafjarðarhöfn og inn á Breiðafjörð, á leið sinni til Skotlands eða Færeyja. Skútan er metin á 750 þúsund evrur eða um hundrað milljónir króna. Samkvæmt frétt RÚV fór verjandi mannsins fram á sýknun fyrir þjófnað en hæfilega refsingu fyrir nytjastuld. Þá sé ekki hægt að sanna að maðurinn hafi ætlað að taka skútuna í hagnaðarskyni.Inook eina skútan sem kom til greina Framburður mannsins er jafnframt rekinn í frétt RÚV en maðurinn játaði að hafa stolið skútunni í skjóli nætur. Hann sagðist þó ekki hafa ætlað að sigla henni til annarra landa eða auðgast á henni. Maðurinn bar því jafnframt fyrir sig að hugmyndin að því að taka skútuna Inook og sigla henni til Reykjavíkur hafi kviknað á nokkrum sekúndum. Þar hafi hann ætlað að stoppa í nokkra daga. Honum hugnaðist hins vegar ekki að taka sína eigin skútu, sem einnig lá við Ísafjarðarhöfn og hann býr í, heldur hafi Inook verið eina skútan sem honum fannst koma til greina að taka. Hann sagðist jafnframt ekki tengjast frönskum eiganda skútunnar. Svaraði ekki og gaf svo upp nafn annars manns Þá er greint frá frásögn stýrimanns Landhelgisgæslunnar fyrir dómi í dag. Hann sagði að áhöfn þyrlu Gæslunnar, sem sótti skútuna umrætt kvöld í október, hafa reynt í nokkrar mínútur að kalla í ákærða á skútunni þangað til hann svaraði. Þá hafi maðurinn gefið upp rangt nafn, sem var á persónuskilríkjum annars erlends manns sem ákærði hafði undir höndum. Kvaðst ákærði vera að flytja skútuna, kannski til Reykjavíkur. Kærastan með asperger og þurfti að vita af honum Einnig var maðurinn spurður út í skilaboð sem hann sendi kærustu sinni að morgni sunnudagsins 14. október. Maðurinn segir í skilaboðunum að hann sé á leið til Færeyja eða Skotlands með skútu í flutningi ásamt öðrum manni. Maðurinn sagði skilaboðin hvíta lygi og þau hafi verið ætluð til þess að halda kærustunni í rónni, þar sem hún sé með asperger-einhverfu og hann þurfi sífellt að láta vita af sér. Ákærði var úrskurðaður í farbann til 10. desember næstkomandi. Þá hefur dómari fjórar vikur til að kveða upp dóm.Frétt RÚV.
Dómsmál Ísafjarðarbær Lögreglumál Snæfellsbær Tengdar fréttir Meintur skútuþjófur ekki búinn að vera lengi á Íslandi Rannsókn á skútuþjófnaðinum á Ísafirði miðar vel, að sögn lögreglu á Vestfjörðum. 16. október 2018 13:28 Meintur skútuþjófur í fjögurra vikna farbann Grunaður um að taka skútu ófrjálsri hendi á Ísafirði. 15. október 2018 22:28 Sér fyrir endann á rannsókn á skútuþjófnaði Erlendur karlmaður hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu. 2. nóvember 2018 11:24 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Meintur skútuþjófur ekki búinn að vera lengi á Íslandi Rannsókn á skútuþjófnaðinum á Ísafirði miðar vel, að sögn lögreglu á Vestfjörðum. 16. október 2018 13:28
Meintur skútuþjófur í fjögurra vikna farbann Grunaður um að taka skútu ófrjálsri hendi á Ísafirði. 15. október 2018 22:28
Sér fyrir endann á rannsókn á skútuþjófnaði Erlendur karlmaður hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu. 2. nóvember 2018 11:24