Skútuþjófurinn erlendur og ljóst að hann kunni til verka Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. október 2018 12:10 Skútan við bryggju í Rifi. Vísir Maðurinn sem grunaður er um að hafa stolið skútunni Inook á Ísafirði í gær er erlendur. Þá er ljóst að hann hefur þekkingu á siglingum, að sögn lögreglu. Hafnarstjóri á Ísafirði, þar sem skútan lá við höfn, segir höfnina vel útbúna myndavélum. Hann furðar sig á því af hverju umrædd skúta varð fyrir valinu þar sem erfitt hafi verið að ná til hennar. Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar fann skútuna úr lofti í gærkvöldi. Bátnum var snúið við og honum siglt til Rifs á Snæfellsnesi þar sem lögreglan á Vesturlandi tók á móti henni. Skipstjórinn var handtekinn og er grunaður um að hafa tekið skútuna ófrjálsri hendi. Samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Erlendssyni upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar átti áhöfn þyrlunnar í samskiptum við skútuna í gegnum talstöð.Kanna hvort maðurinn tengist eigandanum Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum, segir í samtali við Vísi að maðurinn sem handtekinn var í gær og er grunaður um þjófnaðinn sé erlendur. Ekki er þó hægt að greina nánar frá þjóðerni hans að svo stöddu. Þá hafi hann verið einn um borð í bátnum en rannsókn málsins beinist nú m.a. að því að kanna hvort fleiri hafi verið að verki. Að sögn Hlyns skoðar lögregla jafnframt af hverju maðurinn valdi þessa tilteknu skútu, hvert förinni var heitið og hvort maðurinn tengist frönskum eiganda skútunnar. Hlynur vildi ekki tjá sig um það hvort þjófnaðurinn hefði náðst á upptökur öryggismyndavéla við höfnina. Ekki er heldur hægt að segja til um hvort lagt hafi verið hald á eitthvað um borð í skútunni en Hlynur segir lögreglu hafa innsiglað bátinn á Rifi. Allir möguleikar séu nú kannaðir. Aðspurður segir Hlynur að augljóst sé að maðurinn hafi þekkingu á siglingum þar sem hann hafi komið skútunni út úr höfninni og siglt henni út á Breiðafjörð. „Það er augljóst að það er enginn byrjandi sem siglir skútu.“ Yfirheyrslur yfir manninum stóðu enn yfir þegar Vísir náði tali af lögreglu um hádegisbil.Frá höfninni á Ísafirði. Skútunni var stolið þaðan aðfaranótt sunnudags.Vísir/Hafþór GunnarssonÞurfti að hafa fyrir því að stela nákvæmlega þessari skútu Guðmundur Magnús Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði, segir í samtali við Vísi að hafnarstarfsmenn hafi orðið varir við að bátinn vantaði í gærmorgun, en eins og áður segir var honum stolið þá um nóttina. Aðspurður segir Guðmundur málið hið dularfyllsta og að þjófurinn hafi þurft að hafa mjög fyrir því að stela einmitt þessari skútu. „Það hefur væntanlega verið brotist um borð í skútuna og vélar settar í gang. Seglin eru í geymslu hér hjá okkur. Það hefur þurft að hafa svolítið fyrir þessu því báturinn var bundinn hérna innan um aðra báta. Þess vegna vekur það furðu af hverju hann valdi þennan bát en ekki einhvern annan sem var auðveldara að stela.“ Inntur eftir því hvort myndavélar hafi mögulega náð þjófnaðinum á myndband segist Guðmundur bjartsýnn á að svo sé. „Við erum mjög vel myndavélavæddir á höfninni. Lögreglan vann í því í gær, tóku afrit af myndum.“ Þá hefur áður komið fram að eigandi Inook er franskur. Guðmundur segist hafa verið í sambandi við manninn í morgun en hann er jafnframt á leiðinni til Íslands að vitja skútunnar. Aðeins eru nokkrir dagar síðan eigandinn var síðast á Íslandi en hann hélt af landi brott daginn áður en skútunni var stolið. „Já, hann kvaddi mig hérna á föstudagsmorgun, eigandinn, og fór út til Frakklands á laugardaginn,“ segir Guðmundur. Lögreglumál Snæfellsbær Tengdar fréttir Skútan komin til hafnar í Rifi Skipstjóri skútunnar var handtekinn í Rifi en ekki liggur fyrir hvort hann hafi verið einn um borð. 14. október 2018 21:30 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Maðurinn sem grunaður er um að hafa stolið skútunni Inook á Ísafirði í gær er erlendur. Þá er ljóst að hann hefur þekkingu á siglingum, að sögn lögreglu. Hafnarstjóri á Ísafirði, þar sem skútan lá við höfn, segir höfnina vel útbúna myndavélum. Hann furðar sig á því af hverju umrædd skúta varð fyrir valinu þar sem erfitt hafi verið að ná til hennar. Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar fann skútuna úr lofti í gærkvöldi. Bátnum var snúið við og honum siglt til Rifs á Snæfellsnesi þar sem lögreglan á Vesturlandi tók á móti henni. Skipstjórinn var handtekinn og er grunaður um að hafa tekið skútuna ófrjálsri hendi. Samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Erlendssyni upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar átti áhöfn þyrlunnar í samskiptum við skútuna í gegnum talstöð.Kanna hvort maðurinn tengist eigandanum Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum, segir í samtali við Vísi að maðurinn sem handtekinn var í gær og er grunaður um þjófnaðinn sé erlendur. Ekki er þó hægt að greina nánar frá þjóðerni hans að svo stöddu. Þá hafi hann verið einn um borð í bátnum en rannsókn málsins beinist nú m.a. að því að kanna hvort fleiri hafi verið að verki. Að sögn Hlyns skoðar lögregla jafnframt af hverju maðurinn valdi þessa tilteknu skútu, hvert förinni var heitið og hvort maðurinn tengist frönskum eiganda skútunnar. Hlynur vildi ekki tjá sig um það hvort þjófnaðurinn hefði náðst á upptökur öryggismyndavéla við höfnina. Ekki er heldur hægt að segja til um hvort lagt hafi verið hald á eitthvað um borð í skútunni en Hlynur segir lögreglu hafa innsiglað bátinn á Rifi. Allir möguleikar séu nú kannaðir. Aðspurður segir Hlynur að augljóst sé að maðurinn hafi þekkingu á siglingum þar sem hann hafi komið skútunni út úr höfninni og siglt henni út á Breiðafjörð. „Það er augljóst að það er enginn byrjandi sem siglir skútu.“ Yfirheyrslur yfir manninum stóðu enn yfir þegar Vísir náði tali af lögreglu um hádegisbil.Frá höfninni á Ísafirði. Skútunni var stolið þaðan aðfaranótt sunnudags.Vísir/Hafþór GunnarssonÞurfti að hafa fyrir því að stela nákvæmlega þessari skútu Guðmundur Magnús Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði, segir í samtali við Vísi að hafnarstarfsmenn hafi orðið varir við að bátinn vantaði í gærmorgun, en eins og áður segir var honum stolið þá um nóttina. Aðspurður segir Guðmundur málið hið dularfyllsta og að þjófurinn hafi þurft að hafa mjög fyrir því að stela einmitt þessari skútu. „Það hefur væntanlega verið brotist um borð í skútuna og vélar settar í gang. Seglin eru í geymslu hér hjá okkur. Það hefur þurft að hafa svolítið fyrir þessu því báturinn var bundinn hérna innan um aðra báta. Þess vegna vekur það furðu af hverju hann valdi þennan bát en ekki einhvern annan sem var auðveldara að stela.“ Inntur eftir því hvort myndavélar hafi mögulega náð þjófnaðinum á myndband segist Guðmundur bjartsýnn á að svo sé. „Við erum mjög vel myndavélavæddir á höfninni. Lögreglan vann í því í gær, tóku afrit af myndum.“ Þá hefur áður komið fram að eigandi Inook er franskur. Guðmundur segist hafa verið í sambandi við manninn í morgun en hann er jafnframt á leiðinni til Íslands að vitja skútunnar. Aðeins eru nokkrir dagar síðan eigandinn var síðast á Íslandi en hann hélt af landi brott daginn áður en skútunni var stolið. „Já, hann kvaddi mig hérna á föstudagsmorgun, eigandinn, og fór út til Frakklands á laugardaginn,“ segir Guðmundur.
Lögreglumál Snæfellsbær Tengdar fréttir Skútan komin til hafnar í Rifi Skipstjóri skútunnar var handtekinn í Rifi en ekki liggur fyrir hvort hann hafi verið einn um borð. 14. október 2018 21:30 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Skútan komin til hafnar í Rifi Skipstjóri skútunnar var handtekinn í Rifi en ekki liggur fyrir hvort hann hafi verið einn um borð. 14. október 2018 21:30