Jón leiðir samgönguáætlun til lykta eftir brotthvarf Bergþórs Kristján Már Unnarsson skrifar 6. desember 2018 20:30 Jón Gunnarsson, starfandi formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, á nefndarfundinum í morgun. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Klaustursmálið hefur haft þær pólitísku afleiðingar að það kemur í hlut nýs þingnefndarformanns að leiða til lykta eitt stærsta mál þingsins, samgönguáætlun, og það strax í næstu viku. Breytingin gæti orðið til þess að skýr skilaboð verði gefin um veggjöld til að flýta framkvæmdum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Samgönguáætlun hefur verið aðalmál umhverfis- og samgöngunefndar á haustþingi en núna er það ekki lengur Miðflokksþingmaðurinn Bergþór Ólason sem situr í forsæti nefndarinnar heldur sjálfstæðismaðurinn Jón Gunnarsson, eftir að Bergþór fór í ótímabundið leyfi frá þingmennsku. En hefur þetta áhrif á áherslur í nefndinni? Samgönguáætlun var til umræðu á fundi þingnefndarinnar í morgun. Jón Gunnarsson situr í forsæti.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Jú, þessi uppákoma hefur eðlilega haft áhrif bara á störf þingsins almennt, - ekkert sérstaklega í okkar nefnd. En við höldum auðvitað bara áfram okkar vinnu. En þetta hefur haft áhrif á störfin svona í heild sinni,“ svarar Jón Gunnarsson. Svo vill til að Jón gegndi embætti samgönguráðherra um ellefu mánaða skeið á síðasta ári og kynnti þá hugmyndir um veggjöld til að flýta framkvæmdum, en hlaut fyrir gagnrýni, meðal annars frá Sigurði Inga Jóhannssyni, núverandi samgönguráðherra. -Muntu ná þínum hugmyndum í gegnum samgöngunefnd sem formaður núna? „Þetta er eitt af því sem hefur verið rætt mikið við gestakomur á nefndarfundum í haust um samgönguáætlun. Og það hafa auðvitað breyst mjög viðhorfin í samfélaginu gagnvart þessu.“Frá fundi umhverfis- og samgöngunefndar. Karl Gauti Hjaltason og Jón Gunnarsson.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Stefnt er að því nefndin afgreiði bæði fimm ára og fimmtán ára samgönguáætlun frá sér í næstu viku og vonast Jón til að ná samstöðu um skýr skilaboð um veggjöld. „Ég fagna því auðvitað að það er núna orðin þessi víðtækari sátt um þessa leið. Við erum svona að glíma við það í nefndinni núna hvort við getum unnið eitthvað með þær áherslur þannig að það megi koma svona skilaboð frá þinginu við afgreiðslu málsins; að það verði farið í það að reyna að flýta framkvæmdum, taka stærri og betri skref bara á næstu árum,“ segir Jón Gunnarsson, starfandi formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Vilja að 550 milljónir verði skornar af samgöngumálum 550 milljónir króna verða skornar niður af framlögum til samgöngumála á næsta ári, samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis. 16. nóvember 2018 21:00 Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15 Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Sjá meira
Klaustursmálið hefur haft þær pólitísku afleiðingar að það kemur í hlut nýs þingnefndarformanns að leiða til lykta eitt stærsta mál þingsins, samgönguáætlun, og það strax í næstu viku. Breytingin gæti orðið til þess að skýr skilaboð verði gefin um veggjöld til að flýta framkvæmdum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Samgönguáætlun hefur verið aðalmál umhverfis- og samgöngunefndar á haustþingi en núna er það ekki lengur Miðflokksþingmaðurinn Bergþór Ólason sem situr í forsæti nefndarinnar heldur sjálfstæðismaðurinn Jón Gunnarsson, eftir að Bergþór fór í ótímabundið leyfi frá þingmennsku. En hefur þetta áhrif á áherslur í nefndinni? Samgönguáætlun var til umræðu á fundi þingnefndarinnar í morgun. Jón Gunnarsson situr í forsæti.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Jú, þessi uppákoma hefur eðlilega haft áhrif bara á störf þingsins almennt, - ekkert sérstaklega í okkar nefnd. En við höldum auðvitað bara áfram okkar vinnu. En þetta hefur haft áhrif á störfin svona í heild sinni,“ svarar Jón Gunnarsson. Svo vill til að Jón gegndi embætti samgönguráðherra um ellefu mánaða skeið á síðasta ári og kynnti þá hugmyndir um veggjöld til að flýta framkvæmdum, en hlaut fyrir gagnrýni, meðal annars frá Sigurði Inga Jóhannssyni, núverandi samgönguráðherra. -Muntu ná þínum hugmyndum í gegnum samgöngunefnd sem formaður núna? „Þetta er eitt af því sem hefur verið rætt mikið við gestakomur á nefndarfundum í haust um samgönguáætlun. Og það hafa auðvitað breyst mjög viðhorfin í samfélaginu gagnvart þessu.“Frá fundi umhverfis- og samgöngunefndar. Karl Gauti Hjaltason og Jón Gunnarsson.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Stefnt er að því nefndin afgreiði bæði fimm ára og fimmtán ára samgönguáætlun frá sér í næstu viku og vonast Jón til að ná samstöðu um skýr skilaboð um veggjöld. „Ég fagna því auðvitað að það er núna orðin þessi víðtækari sátt um þessa leið. Við erum svona að glíma við það í nefndinni núna hvort við getum unnið eitthvað með þær áherslur þannig að það megi koma svona skilaboð frá þinginu við afgreiðslu málsins; að það verði farið í það að reyna að flýta framkvæmdum, taka stærri og betri skref bara á næstu árum,“ segir Jón Gunnarsson, starfandi formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Vilja að 550 milljónir verði skornar af samgöngumálum 550 milljónir króna verða skornar niður af framlögum til samgöngumála á næsta ári, samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis. 16. nóvember 2018 21:00 Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15 Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Sjá meira
Vilja að 550 milljónir verði skornar af samgöngumálum 550 milljónir króna verða skornar niður af framlögum til samgöngumála á næsta ári, samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis. 16. nóvember 2018 21:00
Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15
Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45