Erlent

Vilja slaka á móttökukröfum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Flóttamenn á báti í Miðjarðarhafinu undan ströndum Líbíu.
Flóttamenn á báti í Miðjarðarhafinu undan ströndum Líbíu. Vísir/Getty

Frakkar og Þjóðverjar leggja til að þau ríki Evrópusambandsins sem neita að taka á móti þeim fjölda flóttamanna sem kveðið er á um í samþykktum fái í staðinn að borga sig út úr samkomulaginu.

Með þessu vonast ríkin til þess að ljúka langvarandi deilu við stjórnvöld í Póllandi, Ungverjalandi og Tékklandi.

Reuters greindi frá málinu í gær. Í frétt miðilsins sagði að blaðamenn hefðu fengið að sjá minnisblað sem gengið hefur á milli innanríkisráðherra aðildarríkja.

Þá sögðu heimildarmenn að ríki sem ekki vildu taka við flóttamönnum myndu í staðinn þurfa að greiða annaðhvort aukalega í sjóði ESB eða í þróunarverkefni í Afríku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.