Aldrei jafn spenntur að taka þátt í undirbúningstímabili Hjörvar Ólafsson skrifar 7. desember 2018 14:30 Matthías Vilhjálmsson á Valsvellinum með félögum sínum. fréttablaðið Matthías Vilhjálmsson er að klára sitt fjórða keppnistímabil með norska liðinu Rosenborg, en liðið hefur verið afar sigursælt þau ár sem Matthías hefur leikið með því. Hann hefur orðið norskur meistari öll fjögur árin sem hann hefur leikið með liðinu og þar að auki þrisvar sinnum bikarmeistari. Rosenborg varð tvöfaldur meistari á leiktíðinni sem er að ljúka í Noregi, en Matthías lék einungis sjö deildarleiki með liðinu. Þar áður hefur hann verið í mun stærra hlutverki hjá liðinu, en hann skoraði tvö deildarmörk í 12 leikjum árið 2015, fimm mörk í 29 deildarleikjum árið 2016 og sjö mörk í 18 leikjum í deildinni árið 2017. „Það var auðvitað öðruvísi tilfinning að landa þessum titlum en þeim fyrri þar sem ég var meiddur fyrri hluta tímabilsins og mikið á varamannabekknum á þeim seinni. Það var samt mjög gaman að tilheyra leikmannahópi sem vann tvöfalt og setti um leið met sem það lið sem vinnur flesta titla á jafn skömmum tíma og raun ber vitni,“ segir Matthías í samtali við Fréttablaðið. „Um það leyti sem ég er að koma til baka eftir krossbandslitið í ágúst voru þjálfaraskipti hjá liðinu. Sá sem tók við liðinu þekkti ekkert til mín og vissi ekkert um styrkleika mína sem leikmaður. Það var ekki óskastaða að vera ekki í mínu besta líkamlega ástandi að reyna að koma mér inn í lið sem var á sigurbraut. Ég hefði klárlega viljað spila meira og þarf að spila meira en ég gerði eftir að ég varð heill heilsu. Ég er að nálgast mitt fyrra form og mér finnst framfarirnar hjá mér síðasta mánuðinn hafa verið heilmiklar,“ segir hann um stöðu mála hjá sér. „Nú er ég bara með hugann við það að klára þetta keppnistímabil með sóma og ég held að það séu fáir leikmenn jafn spenntir fyrir undirbúningstímabili og ég. Mig sárvantar að komast í líkamlega krefjandi æfingar sem byggja upp líkamlegt form og styrk í hnénu. Fyrst um sinn var ég aðeins ragur við að beita hnénu af fullum krafti en nú er ég farinn að fara í tæklingar af fullum krafti og iða í skinninu að komast á æfingar og fá að spila meira,“ segir þessi öflugi leikmaður. „Sá sem stýrir liðinu þessa stundina var ráðinn út leiktíðina og það verður tekin ákvörðun um það í desember hver mun taka við liðinu til frambúðar. Ég mun bíða og sjá hver tekur við liðinu og hvaða hlutverk sá aðili ætlar mér á næstu leiktíð. Mér líður vel hér hjá Rosenborg og minn fyrsti kostur væri að koma mér inn í byrjunarliðið hér. Ef það tekst hins vegar ekki þarf ég að leita annað eftir meiri spiltíma. Það er hins vegar seinni tíma ákvörðun sem langt er í að ég þurfi að taka,“ segir hann. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Matthías Vilhjálmsson er að klára sitt fjórða keppnistímabil með norska liðinu Rosenborg, en liðið hefur verið afar sigursælt þau ár sem Matthías hefur leikið með því. Hann hefur orðið norskur meistari öll fjögur árin sem hann hefur leikið með liðinu og þar að auki þrisvar sinnum bikarmeistari. Rosenborg varð tvöfaldur meistari á leiktíðinni sem er að ljúka í Noregi, en Matthías lék einungis sjö deildarleiki með liðinu. Þar áður hefur hann verið í mun stærra hlutverki hjá liðinu, en hann skoraði tvö deildarmörk í 12 leikjum árið 2015, fimm mörk í 29 deildarleikjum árið 2016 og sjö mörk í 18 leikjum í deildinni árið 2017. „Það var auðvitað öðruvísi tilfinning að landa þessum titlum en þeim fyrri þar sem ég var meiddur fyrri hluta tímabilsins og mikið á varamannabekknum á þeim seinni. Það var samt mjög gaman að tilheyra leikmannahópi sem vann tvöfalt og setti um leið met sem það lið sem vinnur flesta titla á jafn skömmum tíma og raun ber vitni,“ segir Matthías í samtali við Fréttablaðið. „Um það leyti sem ég er að koma til baka eftir krossbandslitið í ágúst voru þjálfaraskipti hjá liðinu. Sá sem tók við liðinu þekkti ekkert til mín og vissi ekkert um styrkleika mína sem leikmaður. Það var ekki óskastaða að vera ekki í mínu besta líkamlega ástandi að reyna að koma mér inn í lið sem var á sigurbraut. Ég hefði klárlega viljað spila meira og þarf að spila meira en ég gerði eftir að ég varð heill heilsu. Ég er að nálgast mitt fyrra form og mér finnst framfarirnar hjá mér síðasta mánuðinn hafa verið heilmiklar,“ segir hann um stöðu mála hjá sér. „Nú er ég bara með hugann við það að klára þetta keppnistímabil með sóma og ég held að það séu fáir leikmenn jafn spenntir fyrir undirbúningstímabili og ég. Mig sárvantar að komast í líkamlega krefjandi æfingar sem byggja upp líkamlegt form og styrk í hnénu. Fyrst um sinn var ég aðeins ragur við að beita hnénu af fullum krafti en nú er ég farinn að fara í tæklingar af fullum krafti og iða í skinninu að komast á æfingar og fá að spila meira,“ segir þessi öflugi leikmaður. „Sá sem stýrir liðinu þessa stundina var ráðinn út leiktíðina og það verður tekin ákvörðun um það í desember hver mun taka við liðinu til frambúðar. Ég mun bíða og sjá hver tekur við liðinu og hvaða hlutverk sá aðili ætlar mér á næstu leiktíð. Mér líður vel hér hjá Rosenborg og minn fyrsti kostur væri að koma mér inn í byrjunarliðið hér. Ef það tekst hins vegar ekki þarf ég að leita annað eftir meiri spiltíma. Það er hins vegar seinni tíma ákvörðun sem langt er í að ég þurfi að taka,“ segir hann.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira