Erlent

Merkel kom frjálslyndum viðhorfum til varnar í kveðjuræðu

Kjartan Kjartansson skrifar
Flokkssystkini Merkel héldu spjöldum á lofti sem á stóð Takk, stjóri.
Flokkssystkini Merkel héldu spjöldum á lofti sem á stóð Takk, stjóri. Vísir/EPA

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að verja yrði frjálslynd viðhorf innanlands og utan í ræðu þegar hún lét af formennsku Kristilegra demókrata í dag. Kosið verður um eftirmann Merkel á þingi flokksins í Hamborg dag.

Eftir átján ár í embætti leiðtoga Kristilegra demókrata ákvað Merkel að stíga til hliðar þar þó að hún haldi áfram sem kanslari. Varaði hún við erfiðum áskorunum sem blöstu við, þar á meðal loftslagsbreytingum, að viðhalda einingu Evrópu og afleiðingum útgöngu Bretar úr Evrópusambandinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Flokksmenn hylltu Merkel með sex mínútna standandi lófataki þegar hún lauk ræðu sinni.

Þrír frambjóðendur keppast um að taka við af Merkel, þau Annegret Kramp-Karrenbauer, forsætisráðherra Saarlands, Friedrich Merz, auðugur fyrirtækjalögmaður sem Merkel ýtti til hliðar innan flokksins, og Jens Spahn, heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Merkel.

Kramp-Karrenbauer er talin sigurstranglegust og ýjaði Merkel að því í ræðu sinni að hún myndi styðja hana.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.