Langar að koma mér aftur í landsliðið Hjörvar Ólafsson skrifar 8. desember 2018 11:00 Arnór reyndist Lilleström afar dýrmætur á lokasprettinum. Lilleström Knattspyrnumaðurinn Arnór Smárason náði ferli sínum á gott flug á nýjan leik þegar hann gekk til liðs við norska liðið Lilleström frá sænska liðinu Hammarby um mánaðamótin júlí og ágúst. Á þeim tíma var Lilleström að ganga í gegnum þjálfaraskipti, en við liðinu tók Jörgen Lennartsson sem þekkti til Arnórs eftir að hafa leikið gegn honum í Svíþjóð. „Ég hafði verið að glíma við meiðsli hjá Hammarby og var dottinn út úr liðinu og það hentað mér bara vel að gera stuttan samning við Lilleström til þess að fá meiri spiltíma. Jörgen mundi eftir mér eftir að við mættumst fjölmörgum sinnum í Svíþjóð og hann lagði áherslu á að fá mig til liðsins. Það var þægileg tilfinning að vera kominn aftur í lið þar sem ég var í lykilhlutverki eftir erfiða tíma hjá Hammarby,“ segir Arnór í samtali við Fréttablaðið. Hann var settur í nýja stöðu. „Þarna var ég settur í hlutverk falskrar níu fyrir aftan framherja og var í nokkuð frjálsu hlutverki. Mér gekk vel persónulega og liðinu tókst að bjarga sér frá falli þannig að þetta gat bara ekki farið betur. Ég skoraði sjö mörk í 13 deildarleikjum og lagði upp nokkur mörk fyrir samherja mína og ég var bara mjög sáttur við eigin frammistöðu,“ segir hann enn fremur um tíma sinn hjá Lilleström. „Eftir tímabilið hef ég fundið fyrir þó nokkrum áhuga frá liðum á kröftum mínum. Það er góð tilfinning að vera kominn aftur á flug og að geta valið úr tilboðum. Ég verð samningslaus í desember og býst við að taka ákvörðun öðrum hvorum megin við næstu áramót um hvar ég mun spila í framhaldinu. Lilleström er búið að bjóða mér nýjan samning og svo er ég kominn með tilboð frá tveimur öðrum norskum liðum. Það eru svo einhverjar fyrirspurnir frá liðum annars staðar í Skandinavíu og einnig annars staðar en í Evrópu,“ segir hann um framtíðina hjá sér. „Nú er bara að vega og meta það sem mér býðst og taka góða ákvörðun fyrir mig. Ég þarf líka að passa upp á það að finna lið þar sem mér er ætlað stórt hlutverk. Mig langar mjög mikið að koma mér inn í landsliðshópinn á komandi ári og til þess að svo geti farið verð ég að spila reglulega og standa mig vel áfram. Ég býst við því að verða valinn í landsliðsverkefnið sem verður í janúar og er staðráðinn í að sýna mig og sanna þar,“ segir Skagamaðurinn enn fremur. – hó Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Arnór Smárason náði ferli sínum á gott flug á nýjan leik þegar hann gekk til liðs við norska liðið Lilleström frá sænska liðinu Hammarby um mánaðamótin júlí og ágúst. Á þeim tíma var Lilleström að ganga í gegnum þjálfaraskipti, en við liðinu tók Jörgen Lennartsson sem þekkti til Arnórs eftir að hafa leikið gegn honum í Svíþjóð. „Ég hafði verið að glíma við meiðsli hjá Hammarby og var dottinn út úr liðinu og það hentað mér bara vel að gera stuttan samning við Lilleström til þess að fá meiri spiltíma. Jörgen mundi eftir mér eftir að við mættumst fjölmörgum sinnum í Svíþjóð og hann lagði áherslu á að fá mig til liðsins. Það var þægileg tilfinning að vera kominn aftur í lið þar sem ég var í lykilhlutverki eftir erfiða tíma hjá Hammarby,“ segir Arnór í samtali við Fréttablaðið. Hann var settur í nýja stöðu. „Þarna var ég settur í hlutverk falskrar níu fyrir aftan framherja og var í nokkuð frjálsu hlutverki. Mér gekk vel persónulega og liðinu tókst að bjarga sér frá falli þannig að þetta gat bara ekki farið betur. Ég skoraði sjö mörk í 13 deildarleikjum og lagði upp nokkur mörk fyrir samherja mína og ég var bara mjög sáttur við eigin frammistöðu,“ segir hann enn fremur um tíma sinn hjá Lilleström. „Eftir tímabilið hef ég fundið fyrir þó nokkrum áhuga frá liðum á kröftum mínum. Það er góð tilfinning að vera kominn aftur á flug og að geta valið úr tilboðum. Ég verð samningslaus í desember og býst við að taka ákvörðun öðrum hvorum megin við næstu áramót um hvar ég mun spila í framhaldinu. Lilleström er búið að bjóða mér nýjan samning og svo er ég kominn með tilboð frá tveimur öðrum norskum liðum. Það eru svo einhverjar fyrirspurnir frá liðum annars staðar í Skandinavíu og einnig annars staðar en í Evrópu,“ segir hann um framtíðina hjá sér. „Nú er bara að vega og meta það sem mér býðst og taka góða ákvörðun fyrir mig. Ég þarf líka að passa upp á það að finna lið þar sem mér er ætlað stórt hlutverk. Mig langar mjög mikið að koma mér inn í landsliðshópinn á komandi ári og til þess að svo geti farið verð ég að spila reglulega og standa mig vel áfram. Ég býst við því að verða valinn í landsliðsverkefnið sem verður í janúar og er staðráðinn í að sýna mig og sanna þar,“ segir Skagamaðurinn enn fremur. – hó
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira