Langar að koma mér aftur í landsliðið Hjörvar Ólafsson skrifar 8. desember 2018 11:00 Arnór reyndist Lilleström afar dýrmætur á lokasprettinum. Lilleström Knattspyrnumaðurinn Arnór Smárason náði ferli sínum á gott flug á nýjan leik þegar hann gekk til liðs við norska liðið Lilleström frá sænska liðinu Hammarby um mánaðamótin júlí og ágúst. Á þeim tíma var Lilleström að ganga í gegnum þjálfaraskipti, en við liðinu tók Jörgen Lennartsson sem þekkti til Arnórs eftir að hafa leikið gegn honum í Svíþjóð. „Ég hafði verið að glíma við meiðsli hjá Hammarby og var dottinn út úr liðinu og það hentað mér bara vel að gera stuttan samning við Lilleström til þess að fá meiri spiltíma. Jörgen mundi eftir mér eftir að við mættumst fjölmörgum sinnum í Svíþjóð og hann lagði áherslu á að fá mig til liðsins. Það var þægileg tilfinning að vera kominn aftur í lið þar sem ég var í lykilhlutverki eftir erfiða tíma hjá Hammarby,“ segir Arnór í samtali við Fréttablaðið. Hann var settur í nýja stöðu. „Þarna var ég settur í hlutverk falskrar níu fyrir aftan framherja og var í nokkuð frjálsu hlutverki. Mér gekk vel persónulega og liðinu tókst að bjarga sér frá falli þannig að þetta gat bara ekki farið betur. Ég skoraði sjö mörk í 13 deildarleikjum og lagði upp nokkur mörk fyrir samherja mína og ég var bara mjög sáttur við eigin frammistöðu,“ segir hann enn fremur um tíma sinn hjá Lilleström. „Eftir tímabilið hef ég fundið fyrir þó nokkrum áhuga frá liðum á kröftum mínum. Það er góð tilfinning að vera kominn aftur á flug og að geta valið úr tilboðum. Ég verð samningslaus í desember og býst við að taka ákvörðun öðrum hvorum megin við næstu áramót um hvar ég mun spila í framhaldinu. Lilleström er búið að bjóða mér nýjan samning og svo er ég kominn með tilboð frá tveimur öðrum norskum liðum. Það eru svo einhverjar fyrirspurnir frá liðum annars staðar í Skandinavíu og einnig annars staðar en í Evrópu,“ segir hann um framtíðina hjá sér. „Nú er bara að vega og meta það sem mér býðst og taka góða ákvörðun fyrir mig. Ég þarf líka að passa upp á það að finna lið þar sem mér er ætlað stórt hlutverk. Mig langar mjög mikið að koma mér inn í landsliðshópinn á komandi ári og til þess að svo geti farið verð ég að spila reglulega og standa mig vel áfram. Ég býst við því að verða valinn í landsliðsverkefnið sem verður í janúar og er staðráðinn í að sýna mig og sanna þar,“ segir Skagamaðurinn enn fremur. – hó Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Arnór Smárason náði ferli sínum á gott flug á nýjan leik þegar hann gekk til liðs við norska liðið Lilleström frá sænska liðinu Hammarby um mánaðamótin júlí og ágúst. Á þeim tíma var Lilleström að ganga í gegnum þjálfaraskipti, en við liðinu tók Jörgen Lennartsson sem þekkti til Arnórs eftir að hafa leikið gegn honum í Svíþjóð. „Ég hafði verið að glíma við meiðsli hjá Hammarby og var dottinn út úr liðinu og það hentað mér bara vel að gera stuttan samning við Lilleström til þess að fá meiri spiltíma. Jörgen mundi eftir mér eftir að við mættumst fjölmörgum sinnum í Svíþjóð og hann lagði áherslu á að fá mig til liðsins. Það var þægileg tilfinning að vera kominn aftur í lið þar sem ég var í lykilhlutverki eftir erfiða tíma hjá Hammarby,“ segir Arnór í samtali við Fréttablaðið. Hann var settur í nýja stöðu. „Þarna var ég settur í hlutverk falskrar níu fyrir aftan framherja og var í nokkuð frjálsu hlutverki. Mér gekk vel persónulega og liðinu tókst að bjarga sér frá falli þannig að þetta gat bara ekki farið betur. Ég skoraði sjö mörk í 13 deildarleikjum og lagði upp nokkur mörk fyrir samherja mína og ég var bara mjög sáttur við eigin frammistöðu,“ segir hann enn fremur um tíma sinn hjá Lilleström. „Eftir tímabilið hef ég fundið fyrir þó nokkrum áhuga frá liðum á kröftum mínum. Það er góð tilfinning að vera kominn aftur á flug og að geta valið úr tilboðum. Ég verð samningslaus í desember og býst við að taka ákvörðun öðrum hvorum megin við næstu áramót um hvar ég mun spila í framhaldinu. Lilleström er búið að bjóða mér nýjan samning og svo er ég kominn með tilboð frá tveimur öðrum norskum liðum. Það eru svo einhverjar fyrirspurnir frá liðum annars staðar í Skandinavíu og einnig annars staðar en í Evrópu,“ segir hann um framtíðina hjá sér. „Nú er bara að vega og meta það sem mér býðst og taka góða ákvörðun fyrir mig. Ég þarf líka að passa upp á það að finna lið þar sem mér er ætlað stórt hlutverk. Mig langar mjög mikið að koma mér inn í landsliðshópinn á komandi ári og til þess að svo geti farið verð ég að spila reglulega og standa mig vel áfram. Ég býst við því að verða valinn í landsliðsverkefnið sem verður í janúar og er staðráðinn í að sýna mig og sanna þar,“ segir Skagamaðurinn enn fremur. – hó
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Sjá meira