Innlent

Konan með símann að vopni á Klausturbarnum í Víglínunni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Það er óhætt að segja að klausturmálið svokallaða hafi valdið miklum pólitískum skjálfta.
Það er óhætt að segja að klausturmálið svokallaða hafi valdið miklum pólitískum skjálfta. Mynd/Samsett

Bára Halldórsdóttur sem tók upp samtöl sex þingmanna á Klausturbarnum á síma sinn og sendi fjölmiðlum mætir í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns í hádeginu í dag. Hún sendi upptökurnar undir dulnefninu Marvin en í gær var upplýst að hún stæði á bak við dulnefnið.

Það er óhætt að segja að klausturmálið svokallaða hafi valdið miklum pólitískum skjálfta, hneykslun og reiði í samfélaginu allt frá því að Stundin birti fyrst fjölmiðla endurrit úr símaupptökum Báru fyrir rúmri viku. Tveir þingmenn Miðflokksins eru farnir í ótímabundið leyfi frá þingstörfum og formaður flokksins á mjög í vök að verjast. Þá hafa tveir af fjórum þingmönnum Flokks fólksins verið reknir úr flokknum.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmann Vinstri grænna og Þorstein Víglundsson varaformaður Viðreisnar mæta einnig í Víglínuna til að ræða þessi mál málanna en Rósa Björk og flokksfélagi hennar, Andrés Ingi Jónsson, sátu einnig hjá þegar umdeilt veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar kom til atkvæðagreiðslu á Alþingi í vikunni.

Víglínuþátt helgarinnar má sjá í heild sinni hér að neðan.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.