Innlent

Ákvörðun Ágústar Ólafs að fara í leyfi

Sighvatur Jónsson skrifar
Ágúst Ólafur var áminntur vegna málsins sem er næstefsta stig viðbragðs trúnaðarnefndarinnar af fjórum.
Ágúst Ólafur var áminntur vegna málsins sem er næstefsta stig viðbragðs trúnaðarnefndarinnar af fjórum.
Fulltrúi í trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar segir það ákvörðun Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, að taka sér launalaust leyfi frá þingstörfum í tvo mánuði vegna framkomu sinnar gagnvart konu sem hann sitti á bar síðastliðið sumar. Ágúst Ólafur var áminntur vegna málsins sem er næstefsta stig viðbragðs trúnaðarnefndarinnar.

Ágúst Ólafur tilkynnti ákvörðun sína í pistli á Facebook í gær. Þar greindi hann frá því að hann hefði hlotið áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar í síðustu viku. Hann skýrir frá málinu sem snýr að samskiptum hans við konu sem hann hitti á bar í miðbæ Reykavíkur kvöld eitt í byrjun sumars.

Ágúst Ólafur segist hafa rætt við konuna síðar og beðið hana afsökunar. Konan tilkynnti málið til trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar sem tók til starfa eftir aðalfund flokksins síðastliðið vor.

Fjórir skipa trúnaðarnefndina. Einn þeirra segir í samtali við fréttastofu að nánari upplýsingar verði ekki veittar um málið. Ágúst Ólafur hafi verið áminntur sem er næstefsta stig viðbragðs nefndarinnar af fjórum. Efsta stigið felur í sér lausn frá öllum ábyrgðarstörfum á vegum flokksins.

Ágúst Ólafur segir í pistli sínum að hann telji rétt að ganga lengra en trúnaðarnefndin leggi til og hafi því óskað eftir launalausu leyfi frá þingstörfum í tvo mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×