Ríkisstjórnin fagnaði fyrsta árinu Heimir Már Pétursson skrifar 30. nóvember 2018 19:53 Forsætisráðherra blés á kerti í tilefni dagsins. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin kom saman til venjubundins fundar í Ráðherrabústaðnum í dag en í dag er eitt ár liði frá því hún var mynduð og í tilefni dagsins var boðið upp á skúffuköku og smákökur. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks hafi verið mynduð í kringum metnaðarfull og framsýn markmið um velferð, mannréttindi og loftslagsmál, eflingu Alþingis og aukið þverpólitískt samráð, stórsókn í uppbyggingu á innviðum um allt land og eflingu heilbrigðis- og menntakerfa. „Við erum auðvitað búin að gera mjög mikið af því sem við lögðum upp með og þá ekki síst að fara í það mikla átak sem við töldum þörf á í uppbyggingu samfélagslegra innviða. Loftslagsmálin eru komin á dagskrá, þau voru líklega hvað mikilvægasta málið í stjórnarsáttmála þessarar ríkistjórnar. Jafnréttismálin hafa verið tekin mjög föstum tökum á þessu ári,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ríkisstjórnin hafi lagt fram tvenn fjárlög á starfsárinu og aukið framlög til samfélagslegra verkefna og innviða verulega, eða samtals um 90 milljarða. Áætlanir séu uppi um frekari uppbyggingu á sviði samgangna og rannsókna. „Svo hlýt ég að nefna nýsköpunar- og þekkingargeirann sem var mjög umfangsmikið atriði í okkar stjórnarsáttmála. Þar sem við erum núna að fara að hækka þak á endurgreiðslum vegna vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar. Sem er liður í efnahagsstefnu þesarar ríkisstjórnar að stoðir efnahagslífsins verði fjölbreyttari og að við séum að færa okkur meira yfir í þekkingardrifið hagkerfi.“ Aðspurð hvort hún sé vongóð um komandi ár sagði Katrín: „Ég hugsa alltaf um einn dag í einu í mínu pólitíska lífi og það hefur gefist ágætlega hingað til.“ Stj.mál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Ríkisstjórnin kom saman til venjubundins fundar í Ráðherrabústaðnum í dag en í dag er eitt ár liði frá því hún var mynduð og í tilefni dagsins var boðið upp á skúffuköku og smákökur. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks hafi verið mynduð í kringum metnaðarfull og framsýn markmið um velferð, mannréttindi og loftslagsmál, eflingu Alþingis og aukið þverpólitískt samráð, stórsókn í uppbyggingu á innviðum um allt land og eflingu heilbrigðis- og menntakerfa. „Við erum auðvitað búin að gera mjög mikið af því sem við lögðum upp með og þá ekki síst að fara í það mikla átak sem við töldum þörf á í uppbyggingu samfélagslegra innviða. Loftslagsmálin eru komin á dagskrá, þau voru líklega hvað mikilvægasta málið í stjórnarsáttmála þessarar ríkistjórnar. Jafnréttismálin hafa verið tekin mjög föstum tökum á þessu ári,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ríkisstjórnin hafi lagt fram tvenn fjárlög á starfsárinu og aukið framlög til samfélagslegra verkefna og innviða verulega, eða samtals um 90 milljarða. Áætlanir séu uppi um frekari uppbyggingu á sviði samgangna og rannsókna. „Svo hlýt ég að nefna nýsköpunar- og þekkingargeirann sem var mjög umfangsmikið atriði í okkar stjórnarsáttmála. Þar sem við erum núna að fara að hækka þak á endurgreiðslum vegna vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar. Sem er liður í efnahagsstefnu þesarar ríkisstjórnar að stoðir efnahagslífsins verði fjölbreyttari og að við séum að færa okkur meira yfir í þekkingardrifið hagkerfi.“ Aðspurð hvort hún sé vongóð um komandi ár sagði Katrín: „Ég hugsa alltaf um einn dag í einu í mínu pólitíska lífi og það hefur gefist ágætlega hingað til.“
Stj.mál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira