Ríkisstjórnin fagnaði fyrsta árinu Heimir Már Pétursson skrifar 30. nóvember 2018 19:53 Forsætisráðherra blés á kerti í tilefni dagsins. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin kom saman til venjubundins fundar í Ráðherrabústaðnum í dag en í dag er eitt ár liði frá því hún var mynduð og í tilefni dagsins var boðið upp á skúffuköku og smákökur. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks hafi verið mynduð í kringum metnaðarfull og framsýn markmið um velferð, mannréttindi og loftslagsmál, eflingu Alþingis og aukið þverpólitískt samráð, stórsókn í uppbyggingu á innviðum um allt land og eflingu heilbrigðis- og menntakerfa. „Við erum auðvitað búin að gera mjög mikið af því sem við lögðum upp með og þá ekki síst að fara í það mikla átak sem við töldum þörf á í uppbyggingu samfélagslegra innviða. Loftslagsmálin eru komin á dagskrá, þau voru líklega hvað mikilvægasta málið í stjórnarsáttmála þessarar ríkistjórnar. Jafnréttismálin hafa verið tekin mjög föstum tökum á þessu ári,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ríkisstjórnin hafi lagt fram tvenn fjárlög á starfsárinu og aukið framlög til samfélagslegra verkefna og innviða verulega, eða samtals um 90 milljarða. Áætlanir séu uppi um frekari uppbyggingu á sviði samgangna og rannsókna. „Svo hlýt ég að nefna nýsköpunar- og þekkingargeirann sem var mjög umfangsmikið atriði í okkar stjórnarsáttmála. Þar sem við erum núna að fara að hækka þak á endurgreiðslum vegna vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar. Sem er liður í efnahagsstefnu þesarar ríkisstjórnar að stoðir efnahagslífsins verði fjölbreyttari og að við séum að færa okkur meira yfir í þekkingardrifið hagkerfi.“ Aðspurð hvort hún sé vongóð um komandi ár sagði Katrín: „Ég hugsa alltaf um einn dag í einu í mínu pólitíska lífi og það hefur gefist ágætlega hingað til.“ Stj.mál Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira
Ríkisstjórnin kom saman til venjubundins fundar í Ráðherrabústaðnum í dag en í dag er eitt ár liði frá því hún var mynduð og í tilefni dagsins var boðið upp á skúffuköku og smákökur. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks hafi verið mynduð í kringum metnaðarfull og framsýn markmið um velferð, mannréttindi og loftslagsmál, eflingu Alþingis og aukið þverpólitískt samráð, stórsókn í uppbyggingu á innviðum um allt land og eflingu heilbrigðis- og menntakerfa. „Við erum auðvitað búin að gera mjög mikið af því sem við lögðum upp með og þá ekki síst að fara í það mikla átak sem við töldum þörf á í uppbyggingu samfélagslegra innviða. Loftslagsmálin eru komin á dagskrá, þau voru líklega hvað mikilvægasta málið í stjórnarsáttmála þessarar ríkistjórnar. Jafnréttismálin hafa verið tekin mjög föstum tökum á þessu ári,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ríkisstjórnin hafi lagt fram tvenn fjárlög á starfsárinu og aukið framlög til samfélagslegra verkefna og innviða verulega, eða samtals um 90 milljarða. Áætlanir séu uppi um frekari uppbyggingu á sviði samgangna og rannsókna. „Svo hlýt ég að nefna nýsköpunar- og þekkingargeirann sem var mjög umfangsmikið atriði í okkar stjórnarsáttmála. Þar sem við erum núna að fara að hækka þak á endurgreiðslum vegna vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar. Sem er liður í efnahagsstefnu þesarar ríkisstjórnar að stoðir efnahagslífsins verði fjölbreyttari og að við séum að færa okkur meira yfir í þekkingardrifið hagkerfi.“ Aðspurð hvort hún sé vongóð um komandi ár sagði Katrín: „Ég hugsa alltaf um einn dag í einu í mínu pólitíska lífi og það hefur gefist ágætlega hingað til.“
Stj.mál Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira