Þýska fótboltalandsliðið í mínus á þessu ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2018 11:00 Þýsku dagblöðin eftir að þýska knattspyrnulandsliðið datt óvænt út í riðlakeppni HM í Rússlandi í sumar. Vísir/Getty Árið 2018 er ár sem þýska knattspyrnulandsliðið vill gleyma sem fyrst. Þetta ár hefur ekki aðeins reynst íslenska knattspyrnulandsliðinu erfitt því eitt traustasta fótboltalandslið heims undanfarin áratug hefur sýnt á sér mikil veikleikamerki í ár. Þýskaland var með eitt af liðunum sem sérfræðingar töldu að ætti góðan möguleika á því að verða heimsmeistari síðasta sumar. Liðið tapaði ekki leik í fyrra (2017) en uppskeran í ár hefur verið sögulega léleg. Þýska landsliðið hefur tapað sex leikjum á árinu sem er nýtt met á einu almanaksári.Germany’s forgetful year: World Cup humiliation, Nations League relegation | Football News https://t.co/GV2Zi2MyrDpic.twitter.com/R3xrSoZa65 — peter max (@AuthorityBrand1) November 19, 2018Liðið var niðurlægt á HM í Rússlandi í sumar og féll síðan úr Þjóðadeildinni á dögunum. Þýskaland verður því með Íslandi í B-deildinni í næstu Þjóðadeild. Fyrstu sprungurnar sáust í jafntefli á móti Spáni og tapi á móti Brasilíu í æfingaleikjum í mars en enginn gat hinsvegar búist við hruni liðsins og skelfilegri frammistöðu á HM þar sem liðið tapaði fyrir Mexíkó og Suður-Kóreu og sat eftir í riðlinum. Þeir sem töldu sig þekkja Þjóðverja bjuggust líka við hungruðu liði í hefndarhug í Þjóðadeildinni en annað kom á daginn og þar endaði liðið í neðsta sæti á eftir Hollandi og Frakklandi. Í viðbót við slakt gengi þá voru mikil læti í kringum stjörnurnar Leroy Sane og Mesut Özil á árinu. Leroy Sane var óvænt skilinn útundan þegar HM-hópurinn var valinn og Özil hætti með látum í landsliðinu eftir HM þar sem að hann sakaði starfsmenn þýska landsliðsins um kynþáttahatur. Eftir að þýska landsliðið missti niður nánast unninn leik á móti Hollandi í gær er ljóst að liðið endar í mínus á árinu 2018. Þýska landsliðið spilaði þrettán leiki á árinu, tapaði sex og vann aðeins fjóra. Markatalan er -3 eða 14 mörk skoruð og 17 mörk fengin á sig. Það er ótrúlegur viðsnúningur frá síðustu árum en markatala þýska landsliðsins var sem dæmi +24 árið 2016 (34-10) og +31 í fyrra (43-12). Sky Sports fjallar um þetta sérstaka ár hjá þýska landsliðinu og má finna þá umfjöllun hér. EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum Sjá meira
Árið 2018 er ár sem þýska knattspyrnulandsliðið vill gleyma sem fyrst. Þetta ár hefur ekki aðeins reynst íslenska knattspyrnulandsliðinu erfitt því eitt traustasta fótboltalandslið heims undanfarin áratug hefur sýnt á sér mikil veikleikamerki í ár. Þýskaland var með eitt af liðunum sem sérfræðingar töldu að ætti góðan möguleika á því að verða heimsmeistari síðasta sumar. Liðið tapaði ekki leik í fyrra (2017) en uppskeran í ár hefur verið sögulega léleg. Þýska landsliðið hefur tapað sex leikjum á árinu sem er nýtt met á einu almanaksári.Germany’s forgetful year: World Cup humiliation, Nations League relegation | Football News https://t.co/GV2Zi2MyrDpic.twitter.com/R3xrSoZa65 — peter max (@AuthorityBrand1) November 19, 2018Liðið var niðurlægt á HM í Rússlandi í sumar og féll síðan úr Þjóðadeildinni á dögunum. Þýskaland verður því með Íslandi í B-deildinni í næstu Þjóðadeild. Fyrstu sprungurnar sáust í jafntefli á móti Spáni og tapi á móti Brasilíu í æfingaleikjum í mars en enginn gat hinsvegar búist við hruni liðsins og skelfilegri frammistöðu á HM þar sem liðið tapaði fyrir Mexíkó og Suður-Kóreu og sat eftir í riðlinum. Þeir sem töldu sig þekkja Þjóðverja bjuggust líka við hungruðu liði í hefndarhug í Þjóðadeildinni en annað kom á daginn og þar endaði liðið í neðsta sæti á eftir Hollandi og Frakklandi. Í viðbót við slakt gengi þá voru mikil læti í kringum stjörnurnar Leroy Sane og Mesut Özil á árinu. Leroy Sane var óvænt skilinn útundan þegar HM-hópurinn var valinn og Özil hætti með látum í landsliðinu eftir HM þar sem að hann sakaði starfsmenn þýska landsliðsins um kynþáttahatur. Eftir að þýska landsliðið missti niður nánast unninn leik á móti Hollandi í gær er ljóst að liðið endar í mínus á árinu 2018. Þýska landsliðið spilaði þrettán leiki á árinu, tapaði sex og vann aðeins fjóra. Markatalan er -3 eða 14 mörk skoruð og 17 mörk fengin á sig. Það er ótrúlegur viðsnúningur frá síðustu árum en markatala þýska landsliðsins var sem dæmi +24 árið 2016 (34-10) og +31 í fyrra (43-12). Sky Sports fjallar um þetta sérstaka ár hjá þýska landsliðinu og má finna þá umfjöllun hér.
EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum Sjá meira