Rothöggið í Sviss virðist hafa dregið úr tiltrú innan liðsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. nóvember 2018 08:30 Strákarnir okkar þakka fyrir stuðninginn á Laugardalsvelli eftir 0-3 tap gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. Fréttablaðið/Eyþór Íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu tókst ekki að enda árið á sigri í 2-2 jafntefli gegn Katar í Belgíu á mánudaginn. Íslenska liðið komst yfir í upphafi seinni hálfleiks en mistök hjá íslenska liðinu hleyptu Katar inn í leikinn á ný og má segja að Ísland hafi einfaldlega verið heppið að Katar skyldi ekki hafa bætt við marki. Frá því að íslenska landsliðið vann tvo sigra á Indónesíu, samanlagt 10-1 í janúar síðastliðnum hefur liðið ekki unnið leik né haldið hreinu í þrettán leikjum. Arnar Grétarsson sem lék á sínum tíma 71 leik fyrir hönd Íslands segir að það hafi verið ljóst að verkefni Eriks Hamrén yrði strembið í fyrstu. „Það var vitað fyrirfram að þetta yrði erfið byrjun gegn Belgíu og Sviss í Þjóðadeildinni en mín upplifun er sú að það hefur vantað tiltrú. Hér áður fyrr fór liðið inn í alla leiki, sama hver mótherjinn væri vitandi að þeir gætu náð úrslitum en það virðist sem svo að rothöggið sem þeir fengu út í Sviss hafi dregið úr tiltrú þeirra,“ sagði Arnar, aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis. „Verkefnið fram undan fyrir nýja þjálfarateymið er erfitt en það er eðlilegt. Þetta er ekki það sem menn vonuðust eftir þrátt fyrir að leikurinn gegn Frakkland sé ljósið í myrkrinu. Þegar þú kemur inn í nýtt umhverfi tekur það tíma,“ sagði Arnar og bætti við: „Þeir hafa verið þvingaðir út í breytingar vegna meiðsla og það hjálpaði ekki til. Það hefur einkennt liðið undanfarið ár að það voru átta til tíu leikmenn sem voru pottþétt inni og liðið naut góðs af því að allir þekktu sín hlutverk upp á tíu.“ Arnar telur ekki hægt að tala um að gullöld íslenska karlalandsliðsins sé lokið. „Stærstur hluti liðsins er á besta aldri og margir ungir og efnilegir sem eru að koma inn í liðið. Hópurinn er að breikka þannig að velgengnin ætti að geta haldið áfram. Þeir hafa oft komið manni á óvart og ég er viss um að velgengninni er ekki lokið.“ Þjálfarastarfið er ekki þolinmæðisstarf. „Ef illa gengur í byrjun undankeppni EM munu spjótin eflaust fara að beinast að honum en ég held að Erik sé flottur þjálfari. Það ber að líta til þess við hvaða aðstæður hann hefur þurft að vinna ofan á það að hlutirnir hafa ekki verið að falla með okkur þetta árið.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu tókst ekki að enda árið á sigri í 2-2 jafntefli gegn Katar í Belgíu á mánudaginn. Íslenska liðið komst yfir í upphafi seinni hálfleiks en mistök hjá íslenska liðinu hleyptu Katar inn í leikinn á ný og má segja að Ísland hafi einfaldlega verið heppið að Katar skyldi ekki hafa bætt við marki. Frá því að íslenska landsliðið vann tvo sigra á Indónesíu, samanlagt 10-1 í janúar síðastliðnum hefur liðið ekki unnið leik né haldið hreinu í þrettán leikjum. Arnar Grétarsson sem lék á sínum tíma 71 leik fyrir hönd Íslands segir að það hafi verið ljóst að verkefni Eriks Hamrén yrði strembið í fyrstu. „Það var vitað fyrirfram að þetta yrði erfið byrjun gegn Belgíu og Sviss í Þjóðadeildinni en mín upplifun er sú að það hefur vantað tiltrú. Hér áður fyrr fór liðið inn í alla leiki, sama hver mótherjinn væri vitandi að þeir gætu náð úrslitum en það virðist sem svo að rothöggið sem þeir fengu út í Sviss hafi dregið úr tiltrú þeirra,“ sagði Arnar, aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis. „Verkefnið fram undan fyrir nýja þjálfarateymið er erfitt en það er eðlilegt. Þetta er ekki það sem menn vonuðust eftir þrátt fyrir að leikurinn gegn Frakkland sé ljósið í myrkrinu. Þegar þú kemur inn í nýtt umhverfi tekur það tíma,“ sagði Arnar og bætti við: „Þeir hafa verið þvingaðir út í breytingar vegna meiðsla og það hjálpaði ekki til. Það hefur einkennt liðið undanfarið ár að það voru átta til tíu leikmenn sem voru pottþétt inni og liðið naut góðs af því að allir þekktu sín hlutverk upp á tíu.“ Arnar telur ekki hægt að tala um að gullöld íslenska karlalandsliðsins sé lokið. „Stærstur hluti liðsins er á besta aldri og margir ungir og efnilegir sem eru að koma inn í liðið. Hópurinn er að breikka þannig að velgengnin ætti að geta haldið áfram. Þeir hafa oft komið manni á óvart og ég er viss um að velgengninni er ekki lokið.“ Þjálfarastarfið er ekki þolinmæðisstarf. „Ef illa gengur í byrjun undankeppni EM munu spjótin eflaust fara að beinast að honum en ég held að Erik sé flottur þjálfari. Það ber að líta til þess við hvaða aðstæður hann hefur þurft að vinna ofan á það að hlutirnir hafa ekki verið að falla með okkur þetta árið.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira