Fótbolti

Fjögur ár í fyrsta leik á HM í Katar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Getty

Næsta heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu fer fram í olíuríkinu Katar í Mið-Austurlöndum árið 2022. Eins og flestir vita þá fer keppnin fram á nýjum tíma.

HM í knattspyrnu fór síðast fram í Rússlandi í sumar eða frá 14. júní til 15. júlí. Það ætti því að vera minna en fjögur ár í næstu keppni en svo er þó ekki.

HM í knattspyrnu eftir fjögur ár fer fram í Katar og vegna gríðarlega hita yfir sumartímann þá þarf keppnin að fara fram um vetur.
Í dag eru því nákvæmlega fjögur ár í fyrsta leik á HM 2022 sem fer fram 21. nóvember 2022. Úrslitaleikurinn verður síðan spilaður 18. desember 2022 eða sex dögum fyrir jól.

Keppnistímabilið 2022-23 verður mjög skrýtið í Evrópu því evrópsku liðin þurfa þá að taka sér frí frá byrjun nóvembermánaðar fram í janúar.

32 þjóðir eiga að keppa á HM 2022 eins og HM í Rússlandi í sumar en forseti FUFA dreymir þó enn um að 48 þjóðir verði með eftir fjögur ár.

HM í knattspyrnu árið 2026 fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada og það er öruggt að þar verði 48 þjóðir í lokaúrslitunum.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.