Van Gaal við Aron Einar: „Kanntu ekki fótbolta eða hvað er málið?“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. nóvember 2018 10:00 Aron Einar Gunnarsson hóf ferilinn hjá AZ Alkmaar í atvinnumennskunni. vísir/getty Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, leikur með Cardiff í ensku úrvalsdeildinni í dag en atvinnumannaferillinn hjá þessum þrítuga miðjumanni hófst þegar að hann var 16 ára gamall hjá AZ Alkmaar í Hollandi.Sjá einnig:Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Aron byrjaði hjá U19 ára liði félagsins og fór spila fyrir varaliðið á öðru ári sínu og stóð sig mjög vel. Svo vel að hann var boðaður á æfingu hjá aðalliðinu sem enginn annar en Louis van Gaal þjálfaði á þeim tíma. Aron segir skemmtilega frá fyrstu æfingunni í nýrri ævisögu sinni, Aron - Sagan mín, en þar var honum fljótlega kippt niður á jörðina af Van Gaal sem átti síðar meir eftir að þjálfa Manchester United.Louis van Gaal gefur ekkert eftir.vísir/gettyStop, stop! „Að vera 19 ára á æfingu hjá gæja sem hafði á þessum tímapunkti þjálfað Ajax, hollenska landsliðið, Barcelona og meira að segja unnið Meistaradeild Evrópu var frekar svakalegt, bæði á góðan og ógnvekjandi hátt,“ segir Aron Einar í bókinni. Van Gaal tók vel á móti Aroni og fagnaði því að svona ungur og efnilegur strákur hefði tekið jafnmiklum framförum og raun bar vitni. „Ég er ánægður með þig Aron. Það er gott að sjá hvernig þú ert að þróa þig vel sem leikmann með varaliðinu,“ sagði Van Gaal er hann tók Aron afsíðis fyrir fyrstu æfinguna. Þegar æfingin fór svo af stað og það kom að Aroni að senda boltann í einfaldri upphitunaræfingu var Van Gaal fljótur að benda verðandi íslenska landsliðsfyrirliðanum á það sem hann gerði rangt. „Stop, stop!“ hrópaði Van Gaal eins hátt og hann gat. „Hvað?“ spurði Aron undrandi og hollenski þjálfarinn svaraði um hæl: „Kanntu ekki fótbolta eða hvað er málið?“ (e. Can you not play football or something?!) Aron útskýrir: „Áður en ég náði að koma fyrir mig orði benti hann mér á að ég hefði gefið boltann á vinstri fót samherja míns þegar ég átti að gefa á hægri. Nákvæmnin. Kröfurnar,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hleypir fólki nær sér en áður í nýrri ævisögu. 21. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, leikur með Cardiff í ensku úrvalsdeildinni í dag en atvinnumannaferillinn hjá þessum þrítuga miðjumanni hófst þegar að hann var 16 ára gamall hjá AZ Alkmaar í Hollandi.Sjá einnig:Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Aron byrjaði hjá U19 ára liði félagsins og fór spila fyrir varaliðið á öðru ári sínu og stóð sig mjög vel. Svo vel að hann var boðaður á æfingu hjá aðalliðinu sem enginn annar en Louis van Gaal þjálfaði á þeim tíma. Aron segir skemmtilega frá fyrstu æfingunni í nýrri ævisögu sinni, Aron - Sagan mín, en þar var honum fljótlega kippt niður á jörðina af Van Gaal sem átti síðar meir eftir að þjálfa Manchester United.Louis van Gaal gefur ekkert eftir.vísir/gettyStop, stop! „Að vera 19 ára á æfingu hjá gæja sem hafði á þessum tímapunkti þjálfað Ajax, hollenska landsliðið, Barcelona og meira að segja unnið Meistaradeild Evrópu var frekar svakalegt, bæði á góðan og ógnvekjandi hátt,“ segir Aron Einar í bókinni. Van Gaal tók vel á móti Aroni og fagnaði því að svona ungur og efnilegur strákur hefði tekið jafnmiklum framförum og raun bar vitni. „Ég er ánægður með þig Aron. Það er gott að sjá hvernig þú ert að þróa þig vel sem leikmann með varaliðinu,“ sagði Van Gaal er hann tók Aron afsíðis fyrir fyrstu æfinguna. Þegar æfingin fór svo af stað og það kom að Aroni að senda boltann í einfaldri upphitunaræfingu var Van Gaal fljótur að benda verðandi íslenska landsliðsfyrirliðanum á það sem hann gerði rangt. „Stop, stop!“ hrópaði Van Gaal eins hátt og hann gat. „Hvað?“ spurði Aron undrandi og hollenski þjálfarinn svaraði um hæl: „Kanntu ekki fótbolta eða hvað er málið?“ (e. Can you not play football or something?!) Aron útskýrir: „Áður en ég náði að koma fyrir mig orði benti hann mér á að ég hefði gefið boltann á vinstri fót samherja míns þegar ég átti að gefa á hægri. Nákvæmnin. Kröfurnar,“ segir Aron Einar Gunnarsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hleypir fólki nær sér en áður í nýrri ævisögu. 21. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira
Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hleypir fólki nær sér en áður í nýrri ævisögu. 21. nóvember 2018 10:00