Heiðveig hæðist að Bergi formannsefni stjórnar SÍ Jakob Bjarnar skrifar 23. nóvember 2018 12:33 Heiðveig María og Ásmundur Friðriksson en Heiðveig hefur birt myndir af sér með fólki úr öllum flokkum sem eiga sæti á Alþingi. Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, hefur birt myndir af sér með allra flokka fólki. Hún var stödd á Alþingi og lét taka sérstaklega af sér myndir með Alþingismönnum allra flokka. Og birtir á Facebooksíðu sinni við miklar undirtektir. Heiðveig María, sem staðið hefur í ströngu vegna framboð síns til stjórnar í Sjómannafélagi Íslands, sem meðal annars leiddi til brottreksturs hennar úr félaginu, mætti Bergi Þorkelssyni núverandi gjaldkera, formannsefni uppstillinganefndar Sjómannafélagsins, í Kastljósi í gær. Bergur er, samkvæmt kjörstjórn félagsins, sjálfkjörinn formaður en framboð Heiðveigar og hennar félaga var dæmt ógilt. Sitt sýnist hverjum um frammistöðu Bergs í áðurnefndu Kastljósi en þar vildi hann meðal annars rekja brottrekstur Heiðveigar Maríu til þess að til hennar hafi sést með Gunnari Smára Egilssyni, stofnanda Sósíalistaflokksins, á kaffihúsi. Sá málflutningur er í anda þess sem Vísir greindi frá með vísan til greinagerðar fjórmenninga sem upphaflega fóru fram á að Heiðveig yrði rekin úr félaginu; undirliggjandi ótti við uppgang sósíalista á Íslandi. Ekki er annað að ætla af myndasyrpu sem Heiðveig María birtir á Facebooksíðu sinni en að hún sé að hæðast að þessum málflutningi; að hún megi ekki sjást með fólki án þess að vera grunuð um annarleg tengsl. Þar birtir hún af sér myndir með Ásmundi Friðrikssyni Sjálfstæðisflokki, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur Viðreisn, Helgu Völu Helgadóttur Samfylkingu, Halldóru Mogensen Pírötum, Líneyk Önnu Sævarsdóttur Framsóknarflokki, Ingu Sæland Flokki fólksins, Gunnari Braga Sveinssyni Miðflokki og Andrési Inga Jónssyni VG. Heiðveig María vísar því aðspurð ekki á bug að hún sé að draga dár að sitjandi forystu Sjómannafélags Íslands og samsæriskenningum um meint samkrull hennar og Sósíalistaflokksins með þessu. Svarar því svo til sposk að „fólk getur lesið það út úr þessu sem því sýnist.“ Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Erlent Fleiri fréttir Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Sjá meira
Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, hefur birt myndir af sér með allra flokka fólki. Hún var stödd á Alþingi og lét taka sérstaklega af sér myndir með Alþingismönnum allra flokka. Og birtir á Facebooksíðu sinni við miklar undirtektir. Heiðveig María, sem staðið hefur í ströngu vegna framboð síns til stjórnar í Sjómannafélagi Íslands, sem meðal annars leiddi til brottreksturs hennar úr félaginu, mætti Bergi Þorkelssyni núverandi gjaldkera, formannsefni uppstillinganefndar Sjómannafélagsins, í Kastljósi í gær. Bergur er, samkvæmt kjörstjórn félagsins, sjálfkjörinn formaður en framboð Heiðveigar og hennar félaga var dæmt ógilt. Sitt sýnist hverjum um frammistöðu Bergs í áðurnefndu Kastljósi en þar vildi hann meðal annars rekja brottrekstur Heiðveigar Maríu til þess að til hennar hafi sést með Gunnari Smára Egilssyni, stofnanda Sósíalistaflokksins, á kaffihúsi. Sá málflutningur er í anda þess sem Vísir greindi frá með vísan til greinagerðar fjórmenninga sem upphaflega fóru fram á að Heiðveig yrði rekin úr félaginu; undirliggjandi ótti við uppgang sósíalista á Íslandi. Ekki er annað að ætla af myndasyrpu sem Heiðveig María birtir á Facebooksíðu sinni en að hún sé að hæðast að þessum málflutningi; að hún megi ekki sjást með fólki án þess að vera grunuð um annarleg tengsl. Þar birtir hún af sér myndir með Ásmundi Friðrikssyni Sjálfstæðisflokki, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur Viðreisn, Helgu Völu Helgadóttur Samfylkingu, Halldóru Mogensen Pírötum, Líneyk Önnu Sævarsdóttur Framsóknarflokki, Ingu Sæland Flokki fólksins, Gunnari Braga Sveinssyni Miðflokki og Andrési Inga Jónssyni VG. Heiðveig María vísar því aðspurð ekki á bug að hún sé að draga dár að sitjandi forystu Sjómannafélags Íslands og samsæriskenningum um meint samkrull hennar og Sósíalistaflokksins með þessu. Svarar því svo til sposk að „fólk getur lesið það út úr þessu sem því sýnist.“
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Erlent Fleiri fréttir Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Sjá meira
Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent