Landsréttur segir lögreglumenn hafa vænt Thomas um að vera sekan um morð við yfirheyrslu Birgir Olgeirsson skrifar 23. nóvember 2018 16:55 Thomas Møller Olsen í Landsrétti. Vísir/Vilhelm Landsréttur telur lögreglumenn hafa sýnt ágengni þegar Thomas Møller Olsen var yfirheyrður vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. Thomas hafði kvartað undan harðræði lögreglu við aðalmeðferð málsins í héraði og fyrir Landsrétti. Héraðsdómur hafði metið það svo að hann hefði ekki verið beittur harðræði eða þvingunum á meðan hann var í haldi eða yfirheyrður. Til eru upptökur af yfirheyrslunum sem héraðsdómur horfði á sem og Landsréttur. Landsréttur segir lögreglumenn hafa komið fram við Thomas að fyllstu háttvísi í fyrstu yfirheyrslunni. Í næstu skýrslutöku gætti hins vegar meiri ágengni af hálfu lögreglumanna. Segir í dómi Landsréttar að lögreglumennirnir hafi vænt Thomas um ósannsögli og lögreglumaður fullyrti meðal annars að Thomas hefði myrt Birnu, keyrt eitthvað með líkið af henni og falið það.Andstætt reglugerð um réttarstöðu handtekinna manna Landsréttur tekur fram í dómi sínum að þessar aðferðir við skýrslutöku séu andstæðar reglugerð um réttarstöðu handtekinna manna, yfirheyrslur hjá lögreglu og fleiru sem mælir meðal annars fyrir um að lögreglumaður sem annast yfirheyrslur skuli sýna kurteisi gagnvart vitnum og gæta þess að vera ávallt rólegur og tillitssamur. Yfirheyrslurnar voru hins vegar ekki taldar hafa brotið í bága við önnur ákvæði laga um meðferð sakamála. Grímur Grímsson, sem stýrði rannsókninni á hvarfi Birnu, var spurður í héraðsdómi hvort að þetta teldust vera hefðbundnar starfsaðferðir lögreglu að segja svona við yfirheyrslu. Sagðist Grímur ekki telja svo vera. Landsréttur segir í dómi sínum að þessi framkoma lögreglumanna við Thomas utan yfirheyrsla og við yfirheyrslur hafi ekki haft þau áhrif á framburð hans að skýringar hans á breyttum framburði geti á nokkurn hátt talist trúverðugar. Sagðist ekki hafa fengið að hvílast Þegar Thomas var spurður við meðferð málsins hvers vegna framburður hans hefði tekið breytingum nefndi hann harðræði sem hann hafði orðið fyrir í varðhaldi. Sagðist hann hafa verið vakinn með hávaða og ekki fengið að hvílast. Thomas var færður á lögreglustöðina við Hverfisgötu um miðnætti 19. janúar árið 2017 og vistaður þar í 44 klukkustundir áður en hann var síðan fluttir í fangelsið Litla-Hraun. Í dómi Landsréttar kemur fram að Thomas var yfirheyrður þrisvar sinnum á meðan hann var vistaður á lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Hann var leiddur fyrir dómara vegna kröfu um gæsluvarðhald og sætti ýmiss konar sýnatöku og rannsóknum af hálfu tæknideildar lögreglu og læknis. Vistunarskýrsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu ber með sér að í mörgum tilvikum var stutt á milli þessara rannsóknaraðgerða og fékk Thomas af þeim sökum stuttar hvíldir í fangaklefa þessa fyrstu tvo sólarhringa.Óhjákvæmilegt að þola fjölmargar rannsóknaraðgerðir Við mat á því ónæði sem Thomas sagðist hafa orðið fyrir taldi Landsréttur rétt að líta til þess að hann var undir sterkum grun um að tengjast hvarfi Birnu sem þá var enn ófundin og óhjákvæmilega yrði hann að þola fjölmargar rannsóknaraðgerðir á fyrstu sólarhringum rannsóknarinnar. Thomas var dæmdur til nítján ára fangelsivistar í héraðsdómi fyrir að hafa orðið Birnu að bana og einni fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Landsréttur staðfesti héraðsdóminn fyrr í dag. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Landsréttur telur lögreglumenn hafa sýnt ágengni þegar Thomas Møller Olsen var yfirheyrður vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. Thomas hafði kvartað undan harðræði lögreglu við aðalmeðferð málsins í héraði og fyrir Landsrétti. Héraðsdómur hafði metið það svo að hann hefði ekki verið beittur harðræði eða þvingunum á meðan hann var í haldi eða yfirheyrður. Til eru upptökur af yfirheyrslunum sem héraðsdómur horfði á sem og Landsréttur. Landsréttur segir lögreglumenn hafa komið fram við Thomas að fyllstu háttvísi í fyrstu yfirheyrslunni. Í næstu skýrslutöku gætti hins vegar meiri ágengni af hálfu lögreglumanna. Segir í dómi Landsréttar að lögreglumennirnir hafi vænt Thomas um ósannsögli og lögreglumaður fullyrti meðal annars að Thomas hefði myrt Birnu, keyrt eitthvað með líkið af henni og falið það.Andstætt reglugerð um réttarstöðu handtekinna manna Landsréttur tekur fram í dómi sínum að þessar aðferðir við skýrslutöku séu andstæðar reglugerð um réttarstöðu handtekinna manna, yfirheyrslur hjá lögreglu og fleiru sem mælir meðal annars fyrir um að lögreglumaður sem annast yfirheyrslur skuli sýna kurteisi gagnvart vitnum og gæta þess að vera ávallt rólegur og tillitssamur. Yfirheyrslurnar voru hins vegar ekki taldar hafa brotið í bága við önnur ákvæði laga um meðferð sakamála. Grímur Grímsson, sem stýrði rannsókninni á hvarfi Birnu, var spurður í héraðsdómi hvort að þetta teldust vera hefðbundnar starfsaðferðir lögreglu að segja svona við yfirheyrslu. Sagðist Grímur ekki telja svo vera. Landsréttur segir í dómi sínum að þessi framkoma lögreglumanna við Thomas utan yfirheyrsla og við yfirheyrslur hafi ekki haft þau áhrif á framburð hans að skýringar hans á breyttum framburði geti á nokkurn hátt talist trúverðugar. Sagðist ekki hafa fengið að hvílast Þegar Thomas var spurður við meðferð málsins hvers vegna framburður hans hefði tekið breytingum nefndi hann harðræði sem hann hafði orðið fyrir í varðhaldi. Sagðist hann hafa verið vakinn með hávaða og ekki fengið að hvílast. Thomas var færður á lögreglustöðina við Hverfisgötu um miðnætti 19. janúar árið 2017 og vistaður þar í 44 klukkustundir áður en hann var síðan fluttir í fangelsið Litla-Hraun. Í dómi Landsréttar kemur fram að Thomas var yfirheyrður þrisvar sinnum á meðan hann var vistaður á lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Hann var leiddur fyrir dómara vegna kröfu um gæsluvarðhald og sætti ýmiss konar sýnatöku og rannsóknum af hálfu tæknideildar lögreglu og læknis. Vistunarskýrsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu ber með sér að í mörgum tilvikum var stutt á milli þessara rannsóknaraðgerða og fékk Thomas af þeim sökum stuttar hvíldir í fangaklefa þessa fyrstu tvo sólarhringa.Óhjákvæmilegt að þola fjölmargar rannsóknaraðgerðir Við mat á því ónæði sem Thomas sagðist hafa orðið fyrir taldi Landsréttur rétt að líta til þess að hann var undir sterkum grun um að tengjast hvarfi Birnu sem þá var enn ófundin og óhjákvæmilega yrði hann að þola fjölmargar rannsóknaraðgerðir á fyrstu sólarhringum rannsóknarinnar. Thomas var dæmdur til nítján ára fangelsivistar í héraðsdómi fyrir að hafa orðið Birnu að bana og einni fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Landsréttur staðfesti héraðsdóminn fyrr í dag.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00