Láglaunakonur búi við óviðunandi kjör Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. nóvember 2018 20:30 Harpa Njáls, félagsfræðingur, er þekkt fyrir rannsóknir sínar á fátækt og aðstæðum launafólks á Íslandi en hún hélt erindi á fundi á vegum Eflingar í dag. vísir/vilhelm Láglaunakonur búa við óviðunandi kjör samkvæmt félagsfræðingi sem rannsakað hefur aðstæður launafólks á Íslandi síðustu ár. Ríki og sveitarfélög greiði þeim ekki mannsæmandi laun. Harpa Njáls, félagsfræðingur, er þekkt fyrir rannsóknir sínar á fátækt og aðstæðum launafólks á Íslandi en hún hélt erindi á fundi á vegum Eflingar í dag. Dæmi um konur í láglaunastörfum eru ófaglærðar konur sem starfa við uppeldi og menntun barna, til að mynda á leikskólum eða umönnunarstörf, til að mynda á hjúkrunarheimilum. Hún segir þessar konur vinna vanmetnustu störf samfélagsins.Harpa Njáls, félagsfræðingurvisir/baldurHarpa segir að vandamálið megi rekja aftur til ársins 1971. „Þá er það sett í lög að lífeyrir tryggingastofnunar ríkissins fylgi lágmarkslaunum. Það liggur alveg ljóst fyrir að þeir sem hafa setið við samningaborðið að þegar er komið að því að hækka lægstu launin þá segi þeir nei það er ekki hægt að gera það því þá fylgi allir lífeyrisþegarnir á eftir,“ segir Harpa og bætir við að þetta hafið verið í lögum til 1995 eða í 24 ár. Laun hafi svo ekki hækkað nægilega á eftir þann tíma. „Við erum ekki að tala um að þetta séu hópar fólks sem eru að vinna hjá litlum fyrirtækjum sem berjast í bökkum til að reka sig. Við erum að tala um, þetta er fólk sem vinnur hjá ríki og sveitarfélögum. Þannig að þeim er í lofa lagið að semja um og greiða mannsæmandi kjör.“ Þá segir Harpa að konur af erlendum uppruna standi mjög illa. Þær leggi mikið til samfélagsins með vinnu sinni en þeim sé mismunað í velferðarkerfinu. Ástandið í dag sé mjög slæmt. „Það er staðreynd að konur ná ekki endum saman. Þær lifa ekki mannsæmandi lífi. Þær byrja á því að greiða húsaleiguna, rafmagn og hita til að hafa það á hreinu þar sem þær búa. Síðan borðar fólk fyrir restina,“ segir Harpa og bætir við að þær geti ekki leyft sér neitt annað. Innflytjendamál Kjaramál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Láglaunakonur búa við óviðunandi kjör samkvæmt félagsfræðingi sem rannsakað hefur aðstæður launafólks á Íslandi síðustu ár. Ríki og sveitarfélög greiði þeim ekki mannsæmandi laun. Harpa Njáls, félagsfræðingur, er þekkt fyrir rannsóknir sínar á fátækt og aðstæðum launafólks á Íslandi en hún hélt erindi á fundi á vegum Eflingar í dag. Dæmi um konur í láglaunastörfum eru ófaglærðar konur sem starfa við uppeldi og menntun barna, til að mynda á leikskólum eða umönnunarstörf, til að mynda á hjúkrunarheimilum. Hún segir þessar konur vinna vanmetnustu störf samfélagsins.Harpa Njáls, félagsfræðingurvisir/baldurHarpa segir að vandamálið megi rekja aftur til ársins 1971. „Þá er það sett í lög að lífeyrir tryggingastofnunar ríkissins fylgi lágmarkslaunum. Það liggur alveg ljóst fyrir að þeir sem hafa setið við samningaborðið að þegar er komið að því að hækka lægstu launin þá segi þeir nei það er ekki hægt að gera það því þá fylgi allir lífeyrisþegarnir á eftir,“ segir Harpa og bætir við að þetta hafið verið í lögum til 1995 eða í 24 ár. Laun hafi svo ekki hækkað nægilega á eftir þann tíma. „Við erum ekki að tala um að þetta séu hópar fólks sem eru að vinna hjá litlum fyrirtækjum sem berjast í bökkum til að reka sig. Við erum að tala um, þetta er fólk sem vinnur hjá ríki og sveitarfélögum. Þannig að þeim er í lofa lagið að semja um og greiða mannsæmandi kjör.“ Þá segir Harpa að konur af erlendum uppruna standi mjög illa. Þær leggi mikið til samfélagsins með vinnu sinni en þeim sé mismunað í velferðarkerfinu. Ástandið í dag sé mjög slæmt. „Það er staðreynd að konur ná ekki endum saman. Þær lifa ekki mannsæmandi lífi. Þær byrja á því að greiða húsaleiguna, rafmagn og hita til að hafa það á hreinu þar sem þær búa. Síðan borðar fólk fyrir restina,“ segir Harpa og bætir við að þær geti ekki leyft sér neitt annað.
Innflytjendamál Kjaramál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira