Yfirvöld í Belgíu lögðu hald á 58 verk eftir Banksy Sylvía Hall skrifar 24. nóvember 2018 21:36 Verkin sem voru til sýnis eru metin á hátt í tvo milljarða króna. Getty Listaverkasýningu sem sett var upp í tómum verslunarkjarna í Brussel var lokað eftir að yfirvöld í Belgíu lögðu hald á verkin í kjölfar dómsúrskurðar. Á sýningunni voru listaverk listamannsins Banksy til sýnis. Þetta kemur fram í frétt á vef The Guardian. Sýningin hafði verið auglýst undir nafninu „Banksy unauthorised“ sem mætti þýða sem „Banksy án heimildar“. Á sýningunni voru 58 verk eftir listamanninn til sýnis og er virði þeirra sagt vera í kringum 12 milljónir evra, eða hátt í tveir milljarðar íslenskra króna. Lögðu yfirvöld hald á verkin eftir að umsjónarmaður sýningarinnar gat ekki sýnt fram á að verkin væru tryggð. Listaverkin voru hluti af sýningu sem hafði ferðast milli borga í um fjóra mánuði og var hún skipulögð af Steve Lazarides, fyrrum gallerí-eiganda og umboðsmanni Banksy. Hann er sagður hafa sett upp sýninguna án leyfis listamannsins og er titillinn vísun í það. Í sumar tjáði Banksy sig um uppsetningu sýningarinnar í Moskvu í Rússlandi þar sem hann hneykslaðist á aðgangsverði sýningarinnar sem var um þrjú þúsund krónur. Í færslunni má sjá skilaboðasamskipti listamannsins þar sem honum er ekki skemmt yfir sýningunni. „Ég rukka ekki fólk sem vill sjá listina mína,“ segir Banksy meðal annars í skilaboðunum. View this post on InstagramA post shared by Banksy (@banksy) on Aug 15, 2018 at 9:00am PDT Belgía Evrópa Myndlist Tengdar fréttir Listaverk tætt eftir að hafa verið selt fyrir meira en milljón dali Stensilmálverk eftir heimsfræga götulistamanninn Banksy tættist í ræmur eftir að hafa verið selt fyrir rúmlega 1,3 milljónir Bandaríkjadollara, tæpar 150 milljónir króna. Málverkinu hafði verið komið fyrir í þar til gerðum ramma sem tætti það svo niður stuttu eftir að það var selt á uppboði í London. 6. október 2018 11:54 Banksy birtir myndband af tætaranum í listaverkinu „Löngunin til að eyðileggja er líka listræn löngun,“ skrifar Banksy við myndbandið. 7. október 2018 12:10 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Listaverkasýningu sem sett var upp í tómum verslunarkjarna í Brussel var lokað eftir að yfirvöld í Belgíu lögðu hald á verkin í kjölfar dómsúrskurðar. Á sýningunni voru listaverk listamannsins Banksy til sýnis. Þetta kemur fram í frétt á vef The Guardian. Sýningin hafði verið auglýst undir nafninu „Banksy unauthorised“ sem mætti þýða sem „Banksy án heimildar“. Á sýningunni voru 58 verk eftir listamanninn til sýnis og er virði þeirra sagt vera í kringum 12 milljónir evra, eða hátt í tveir milljarðar íslenskra króna. Lögðu yfirvöld hald á verkin eftir að umsjónarmaður sýningarinnar gat ekki sýnt fram á að verkin væru tryggð. Listaverkin voru hluti af sýningu sem hafði ferðast milli borga í um fjóra mánuði og var hún skipulögð af Steve Lazarides, fyrrum gallerí-eiganda og umboðsmanni Banksy. Hann er sagður hafa sett upp sýninguna án leyfis listamannsins og er titillinn vísun í það. Í sumar tjáði Banksy sig um uppsetningu sýningarinnar í Moskvu í Rússlandi þar sem hann hneykslaðist á aðgangsverði sýningarinnar sem var um þrjú þúsund krónur. Í færslunni má sjá skilaboðasamskipti listamannsins þar sem honum er ekki skemmt yfir sýningunni. „Ég rukka ekki fólk sem vill sjá listina mína,“ segir Banksy meðal annars í skilaboðunum. View this post on InstagramA post shared by Banksy (@banksy) on Aug 15, 2018 at 9:00am PDT
Belgía Evrópa Myndlist Tengdar fréttir Listaverk tætt eftir að hafa verið selt fyrir meira en milljón dali Stensilmálverk eftir heimsfræga götulistamanninn Banksy tættist í ræmur eftir að hafa verið selt fyrir rúmlega 1,3 milljónir Bandaríkjadollara, tæpar 150 milljónir króna. Málverkinu hafði verið komið fyrir í þar til gerðum ramma sem tætti það svo niður stuttu eftir að það var selt á uppboði í London. 6. október 2018 11:54 Banksy birtir myndband af tætaranum í listaverkinu „Löngunin til að eyðileggja er líka listræn löngun,“ skrifar Banksy við myndbandið. 7. október 2018 12:10 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Listaverk tætt eftir að hafa verið selt fyrir meira en milljón dali Stensilmálverk eftir heimsfræga götulistamanninn Banksy tættist í ræmur eftir að hafa verið selt fyrir rúmlega 1,3 milljónir Bandaríkjadollara, tæpar 150 milljónir króna. Málverkinu hafði verið komið fyrir í þar til gerðum ramma sem tætti það svo niður stuttu eftir að það var selt á uppboði í London. 6. október 2018 11:54
Banksy birtir myndband af tætaranum í listaverkinu „Löngunin til að eyðileggja er líka listræn löngun,“ skrifar Banksy við myndbandið. 7. október 2018 12:10