FIFA skoðar möguleikann á að hafa HM á tveggja ára fresti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2018 10:00 Frakkinn Kyliane Mbappe gæti spilað á mjög mörgum HM verði þessi breyting að veruleika. Vísir/Getty Tillaga er nú inn á borði hjá FIFA um að hafa aðeins tvö ár á milli heimsmmeistarakeppna í knattspyrnu karla í stað fjögurra eins og það hefur verið allra tíð frá fyrstu HM í fótbolta árið 1930. New York Times fjallar um málið en hugmyndin er komin frá Knattspyrnusambandi Suður-Ameríku. Alejandro Dominguez, forseti Conmebol, talar fyrir þessari breytingu í samtali við blaðið.FIFA Considering Proposal to Stage World Cup Every Two Years https://t.co/CAqRMAqXnbpic.twitter.com/CfW5R3GBFG — NYT Sports (@NYTSports) November 25, 2018Alejandro Dominguez, forseti Knattspyrnusambands Suður-Ameríku, er á því að það sé miklu sniðugra að fjölga heimsmeistarakeppnum en að vera með keppnir eins og Þjóðadeildina. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hefur talað fyrir þeirri framtíðarsýn að þjóðirnar í Suður-Ameríku komi á einhverjum tímapunkti inn í Þjóðadeild Evrópu. Dominguez, sem er frá Paragvæ, er ekki á móti þeirri hugmynd en segist vera miklu hrifnari af því að spila HM á tveggja ára fresti. „Ég segi aldrei nei, ég segi alltaf: Af hverju ekki,“ sagði Alejandro Dominguez við New York Times. „Menn vilja búa til Þjóðadeild fyrir allan heiminn og við styðjum alveg slíka hugmynd. Við lögðum samt á móti inn tillögu um að hafa HM frekar á tveggja ára fresti. Í stað þess að hafa þessa Þjóðadeild á milli af hverju ekki að hafa fleiri heimsmeistarakeppnir,“ sagði Dominguez. „Eins og fyrirkomulagið er núna þá ná leikmenn ekki að spila nema tvær heimsmeistarakeppnir. Hérna er tækifæri svo leikmenn fái að spila á fleiri HM,“ sagði Dominguez. Næsta HM fer fram í Katar 2022 og eins og er munu 32 þjóðir taka þátt í henni. HM 2026 fer síðan fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada og þar verða 48 þjóðir í úrslitakeppninni. Þessi breyting á árum á milli HM mun því ekki koma til fyrr en fyrsta lagi árið 2028. Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur verið óhræddur að nefna til stórar breytingar á keppnum sambandsins og hefur greinilega augastað á því að auka tekjur sambandsins enn frekar. Góð leið í að komast í meiri pening væri vissulega að halda tvöfalt fleiri heimsmeistarakeppnir. Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, talaði fyrir þessari breytingu í kringum aldarmótin en hún fékk aldrei alvöru fylgi innan alþjóðafótboltans. Hvort að Gianni Infantino takist að koma þessu í gegn verður fróðlegt að fylgjast með. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
Tillaga er nú inn á borði hjá FIFA um að hafa aðeins tvö ár á milli heimsmmeistarakeppna í knattspyrnu karla í stað fjögurra eins og það hefur verið allra tíð frá fyrstu HM í fótbolta árið 1930. New York Times fjallar um málið en hugmyndin er komin frá Knattspyrnusambandi Suður-Ameríku. Alejandro Dominguez, forseti Conmebol, talar fyrir þessari breytingu í samtali við blaðið.FIFA Considering Proposal to Stage World Cup Every Two Years https://t.co/CAqRMAqXnbpic.twitter.com/CfW5R3GBFG — NYT Sports (@NYTSports) November 25, 2018Alejandro Dominguez, forseti Knattspyrnusambands Suður-Ameríku, er á því að það sé miklu sniðugra að fjölga heimsmeistarakeppnum en að vera með keppnir eins og Þjóðadeildina. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hefur talað fyrir þeirri framtíðarsýn að þjóðirnar í Suður-Ameríku komi á einhverjum tímapunkti inn í Þjóðadeild Evrópu. Dominguez, sem er frá Paragvæ, er ekki á móti þeirri hugmynd en segist vera miklu hrifnari af því að spila HM á tveggja ára fresti. „Ég segi aldrei nei, ég segi alltaf: Af hverju ekki,“ sagði Alejandro Dominguez við New York Times. „Menn vilja búa til Þjóðadeild fyrir allan heiminn og við styðjum alveg slíka hugmynd. Við lögðum samt á móti inn tillögu um að hafa HM frekar á tveggja ára fresti. Í stað þess að hafa þessa Þjóðadeild á milli af hverju ekki að hafa fleiri heimsmeistarakeppnir,“ sagði Dominguez. „Eins og fyrirkomulagið er núna þá ná leikmenn ekki að spila nema tvær heimsmeistarakeppnir. Hérna er tækifæri svo leikmenn fái að spila á fleiri HM,“ sagði Dominguez. Næsta HM fer fram í Katar 2022 og eins og er munu 32 þjóðir taka þátt í henni. HM 2026 fer síðan fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada og þar verða 48 þjóðir í úrslitakeppninni. Þessi breyting á árum á milli HM mun því ekki koma til fyrr en fyrsta lagi árið 2028. Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur verið óhræddur að nefna til stórar breytingar á keppnum sambandsins og hefur greinilega augastað á því að auka tekjur sambandsins enn frekar. Góð leið í að komast í meiri pening væri vissulega að halda tvöfalt fleiri heimsmeistarakeppnir. Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, talaði fyrir þessari breytingu í kringum aldarmótin en hún fékk aldrei alvöru fylgi innan alþjóðafótboltans. Hvort að Gianni Infantino takist að koma þessu í gegn verður fróðlegt að fylgjast með.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira