Þriðji sigur Newcastle í röð en Burnley í vandræðum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Newcastle fagna.
Leikmenn Newcastle fagna. Vísir/Getty
Newcastle vann þriðja leikinn í röð í ensku úrvalsdeildinni er liðið vann 2-1 útisigur á Burnley á Turf Moor. Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley vegna meiðsla.

Newcastle komst yfir strax á fjórðu mínútu. Þrumuskot Federico Fernandez hafði viðkomu í Ben Mee og lak yfir Joe Hart og í netið. Klaufalegt.

Það var ekki mikið ris yfir varnarleik Burnley á 23. mínútu er Newcastle tvöfaldaði forystuna með skallamarki Ciaran Clark eftir hornspyrnu.

Burnley minnkaði muninn á 40. mínútu. Eftir fyrirgjöf endaði þrumuskalli Sam Vokes í netið en skallinn var af rosalega löngu færi.

Ekki urðu mörkin fleiri og afar mikilvægur sigur Newcastle sem er að færast fjær falldraugnum en þeir eru komnir upp í 13. sætið. Burnley er hins vegar í vandræðum í 17. sætinu.



Samantekt úr leiknum
Viðtal við Sean Dyche
 
Viðtal við Rafa Benitez
 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira