Fótbolti

Hanskarnir sem Hannes notaði til að verja víti Messi eru orðnir safngripur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hannes ver vítið frá Lionel Messi.
Hannes ver vítið frá Lionel Messi. Vísir/Getty

Einn eftirminnilegasti dagurinn í íslensku íþróttalífi á árinu 2018 var þegar íslenska knattspyrnulandsliðið náði jafntefli á móti Argentínu í sínum fyrsta leik frá upphafi í úrslitakeppni HM.

Ísland setti um leið met með því að vera fámennasta þjóðin sem á lið í úrslitakeppni HM.

Hetja íslenska landsliðsins í þessum sögulega leik var markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson. Hannes varði nefnilega vítasspyrnu frá sjálfum Lionel Messi í seinni hálfleik og kom í veg fyrir að Argentínumenn tryggðu sér sigurinn.

FIFA Museum, eða safn Alþjóðaknattspyrnusambandsins, tilkynnti á Twitter-síðu sinni í dag að hanskarnir sem Hannes notaði séu nú til sýnis á safninu.

„Það eru ekki margir hanskar sem hafa varið víti frá Messi en hanskarnir hans Hannesar, sem eru nú til sýnis á HM 2018 sýningunni, hafa það svo sannarlega,“ segir í færslunni sem má sjá hér fyrir neðan.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.