Fótbolti

Hanskarnir sem Hannes notaði til að verja víti Messi eru orðnir safngripur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hannes ver vítið frá Lionel Messi.
Hannes ver vítið frá Lionel Messi. Vísir/Getty
Einn eftirminnilegasti dagurinn í íslensku íþróttalífi á árinu 2018 var þegar íslenska knattspyrnulandsliðið náði jafntefli á móti Argentínu í sínum fyrsta leik frá upphafi í úrslitakeppni HM.Ísland setti um leið met með því að vera fámennasta þjóðin sem á lið í úrslitakeppni HM.Hetja íslenska landsliðsins í þessum sögulega leik var markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson. Hannes varði nefnilega vítasspyrnu frá sjálfum Lionel Messi í seinni hálfleik og kom í veg fyrir að Argentínumenn tryggðu sér sigurinn.FIFA Museum, eða safn Alþjóðaknattspyrnusambandsins, tilkynnti á Twitter-síðu sinni í dag að hanskarnir sem Hannes notaði séu nú til sýnis á safninu.„Það eru ekki margir hanskar sem hafa varið víti frá Messi en hanskarnir hans Hannesar, sem eru nú til sýnis á HM 2018 sýningunni, hafa það svo sannarlega,“ segir í færslunni sem má sjá hér fyrir neðan.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.