Erlent

Magnus Carlsen varði heimsmeistaratitilinn

Atli Ísleifsson skrifar
Magnus Carlsen varð fyrst heimsmeistari árið 2013 og varði í dag titilinn í þriðja sinn.
Magnus Carlsen varð fyrst heimsmeistari árið 2013 og varði í dag titilinn í þriðja sinn. AP/Frank Augstein
Norski stórmeistarinn Magnus Carlsen varði í dag heimsmeistaratitilinn í skák þegar hann lagði Bandaríkjamanninn Fabiano Caruana í bráðabana.

Þeir Carlsen og Caruana tefldu jafntefli í öllum tólf skákum sínum í London og þurfti því að grípa til bráðabana sem fór fram í dag.

Tefla átti fjórar atskákir en þar sem Carlsen vann fyrstu þrjár og varð því ljóst að Carlsen hefði varið heimsmeistaratitil sinn. Ekki þurfti að grípa til fjórðu skákarinnar.

Carlsen var með hvítt í fyrstu atskák dagsins og vann sigur eftir um fimmtíu leiki. Í öðrum leiknum var hann með svart og landaði öðrum sigri eftir um þrjátíu leiki. Var því ljóst að Caruana hefði þurft að vinna þriðju og fjórðu skákina til að knýja fram hraðskákeinvígi. Carlsen vann hins vegar þriðju skákina líka eftir góða spilamennsku.

Magnus Carlsen varð fyrst heimsmeistari í skák árið 2013, þá 22 ára gamall, eftir að hafa unnið Indverjann Viswanathan Anand í indversku borginni Chennai. Þetta var í þriðja sinn sem hann varði heimsmeistaratitil sinn, en hann vann Anand í rússnesku borginni Sochi árið 2014 og svo Rússann Sergei Karjakin í New York 2016.


Tengdar fréttir

Heimsmeistari krýndur eftir bráðabana í dag

Það ræðst í dag hver verður næsti heimsmeistari í skák þegar núverandi heimsmeistari Magnus Carlsen og bandaríski áskorandinn Fabiano Caruana tefla bráðabana á heimsmeistaraeinvíginu í Lundúnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×