Björgunarsveitir kallaðar út og töluverðar skemmdir vegna veðurs Gissur Sigurðsson skrifar 29. nóvember 2018 07:08 Landsbjörg hefur verið með mesta viðbúnað í gangi þar sem nokkur þúsund ferðamenn eru á landinu. Vísir/Hanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kallaði björgunarsveitir út í nótt eftir mikið varð um útköll vegna veðurs þar sem byggingarefni, þakplötur, girðingar, lausir munir, jólatré og fleira fóru að fjúka og valda skemmdum á bílum og örðu sem fyrir varð. Annars er þegar farið að draga úr vindstyrk í borginni, en þar eru þó enn gul stormviðvörun í gildi fram að hádegi á morgun líkt og alls staðar annarsstaðar á landinu nema á Suðaustur landi þar sem appelsínu gul viðvörun er í gildi fram yfir hádegi í dag, vegna ofsaveðurs, einkum sunnan jökla og í Fljótshlíð og Öræfum. Vindmælirinn á Lómagnúpi austan við Klaustur, brast eða fauk um koll þegar mælingar hans í hviðu voru komnar upp í 50 metra á sekúndu. Þá hefur talsvert snjóað á Norðausturlandi. Annars hefur veðurofsinn náð hámarki og úr þessu fer hægt og rólega að draga úr honum, að sögn Daníels Þorlákssonar veðurfræðings, nú undir morgun. Björgunarsveitarmenn Landsbjargar hafa staðið vaktina við lokunarpósta Vegagerðarinnar í nótt til að beina vegfarendum frá hættulegum vegköflum. Þjóðvegi eitt frá Hvolsvelli austur að Vík í Mýrdal og frá Gígjukvísl að Jökulsárlóni var lokað, einnig um Kjalarnes, Öræfi, Öxi, Fjarðarheiði, Nesjavallaleið, Vestfjarðaleið um Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar og Bíldudalsvegi. Landsbjörg hefur verið með mesta viðbúnað í gangi þar sem nokkur þúsund ferðamenn eru á landinu. Áhersla hefur verið lögð á að koma skilaboðum til þeirra með öllum tiltækum ráðum og er fréttastofunni ekki kunnugt um að neinir ferðamenn hafi lent í vanda. Vegagerðarmenn eru byrjaðir að kanna aðstæður og verður væntanlega farið að opna leiðir með morgninum eftir því sem það telst óhætt. Mýrdalshreppur Veður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kallaði björgunarsveitir út í nótt eftir mikið varð um útköll vegna veðurs þar sem byggingarefni, þakplötur, girðingar, lausir munir, jólatré og fleira fóru að fjúka og valda skemmdum á bílum og örðu sem fyrir varð. Annars er þegar farið að draga úr vindstyrk í borginni, en þar eru þó enn gul stormviðvörun í gildi fram að hádegi á morgun líkt og alls staðar annarsstaðar á landinu nema á Suðaustur landi þar sem appelsínu gul viðvörun er í gildi fram yfir hádegi í dag, vegna ofsaveðurs, einkum sunnan jökla og í Fljótshlíð og Öræfum. Vindmælirinn á Lómagnúpi austan við Klaustur, brast eða fauk um koll þegar mælingar hans í hviðu voru komnar upp í 50 metra á sekúndu. Þá hefur talsvert snjóað á Norðausturlandi. Annars hefur veðurofsinn náð hámarki og úr þessu fer hægt og rólega að draga úr honum, að sögn Daníels Þorlákssonar veðurfræðings, nú undir morgun. Björgunarsveitarmenn Landsbjargar hafa staðið vaktina við lokunarpósta Vegagerðarinnar í nótt til að beina vegfarendum frá hættulegum vegköflum. Þjóðvegi eitt frá Hvolsvelli austur að Vík í Mýrdal og frá Gígjukvísl að Jökulsárlóni var lokað, einnig um Kjalarnes, Öræfi, Öxi, Fjarðarheiði, Nesjavallaleið, Vestfjarðaleið um Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar og Bíldudalsvegi. Landsbjörg hefur verið með mesta viðbúnað í gangi þar sem nokkur þúsund ferðamenn eru á landinu. Áhersla hefur verið lögð á að koma skilaboðum til þeirra með öllum tiltækum ráðum og er fréttastofunni ekki kunnugt um að neinir ferðamenn hafi lent í vanda. Vegagerðarmenn eru byrjaðir að kanna aðstæður og verður væntanlega farið að opna leiðir með morgninum eftir því sem það telst óhætt.
Mýrdalshreppur Veður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira