Sex mörk og rautt spjald í frábærum Lundúnarslag

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Magnaður Lundúnarslagur
Magnaður Lundúnarslagur vísir/getty
Áhorfendur fengu svo sannarlega allt fyrir peninginn þegar Arsenal og Tottenham leiddu saman hesta sína í Lundúnarslag af bestu gerð á Emirates leikvangnum í dag.

Pierre-Emerick Aubameyang kom Arsenal yfir á 10.mínútu með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var á Jan Vertonghen þar sem hann handlék boltann innan vítateigs. Arsenal var miklu betra liðið á vellinum og það var þvert gegn gangi leiksins þegar Eric Dier jafnaði metin á 30.mínútu.

Skömmu síðar fékk Tottenham svo vítaspyrnu fyrir að því er virtist afar litlar sakir en Rob Holding átti að hafa brotið á Son Heung-Min. Harry Kane fór á vítapunktinn, skoraði af öryggi og Tottenham skyndilega komið í forystu. Staðan 1-2 í leikhléi.

Unai Emery gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik og var síðari hálfleikur eign heimamanna.

Pierre-Emerick Aubameyang jafnaði metin á 56.mínútu og varamaðurinn Alexandre Lacazette kom Arsenal yfir á 75.mínútu. Nokkrum andartökum síðar skoraði Lucas Torreira fjórða mark Arsenal.

Vertonghen kóronaði slakan leik sinn með því að láta reka sig af velli skömmu fyrir leikslok og lokatölur 4-2 fyrir Arsenal.

Unai Emery
Mauricio Pochettino

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira