Innlent

Þingmenn með storminn í fangið á Bessastöðum

Atli Ísleifsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Bessastöðum fyrr í kvöld.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Bessastöðum fyrr í kvöld. vísir/vilhelm

Þingmenn mættu prúðbúnir á Bessastaði í árlega þingmannaveislu forseta Íslands fyrr í kvöld.  Veislan er vanalega haldin á fullveldisdeiginum, 1. desember, en var flýtt að þessu sinni vegna annarra hátíðahalda í tengslum við 100 ára fullveldisafmælisins.

Þingmenn söfnuðust margir saman í fordrykk í þingskálanum á Alþingi ásamt fyrrverandi þingmönnum og mökum. Þvínæst héldu núverandi þingmenn ásamt mökum í rútu til Bessastaða og má telja líklegt að fréttir af Klausturupptökunum svokölluðu hafi eitthvað verið til umræðu.

Að neðan má sjá viðtöl fréttamanns Stöðvar 2 við nokkra þingmenn á leið upp í rútuna.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofu, var á staðnum þegar þingmenn mættu ásamt mökum á Bessastaði.

Einhverjir þingmenn voru fjarverandi, meðal annars Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætir til veislunnar ásamt Þóru Margréti Baldvinsdóttur, eiginkonu sinni. Vísir/vilhelm
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. vísir/Vilhelm
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/vilhelm


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.