Mæðgur, hundur og tauköttur hjálpast að við að hlaða vegg Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. nóvember 2018 20:00 Það eru eflaust ekki margar mæðgur sem vinna við það hér á landi að hlaða veggi en í Mývatnssveit hafa þó einar slíkar unnið undanfarna mánuði við að koma upp handhlöðnum veggjum upp við hótel við Mývatn.Mæðgurnar Kristín Auður Kelddal Elíasdóttir og Heiðrún Arna hafa unnið við veggina með hléum frá því í sumar, við Icelandair-hótelið við Mývatn, en núna um helgina er útlit fyrir að verkið klárist. Auk mæðgnanna hjálpar hundur þeirra til við verkið og tauköttur fylgir þeim hvert fótmál.Grjótið sem notað er í veggina er hraungrýti sem kom upp úr jarðvinnu í Aðaldal, en það var ekki hlaupið að því að finna rétt grjót í veggina. „Á eftir vélinni sem var að fleyga þá kom jarðýta og ruddi grjótinu aftur ofan í skurðinn og síðan þurftum við að koma með járnkarla og kúbein til að ná því upp,“ segir Krístin Auður.Að undanskildu því að flytja grjótið á staðinn koma engar vélar að vinnunni og er um mikla nákvæmnisvinnu að ræða. Finna þarf réttan stein á hvern stað og höggva hann til svo hann passi. Kristín hefur hlaðið veggi í ellefu ár og kemur reynslan því að góðum notum.„Það er svolítið erfitt en það er hvað þú þjálfar þig í að muna formið, þegar þú gengur að veggnum, muma hvernig næsta rými er sem þú ætlar að finna steininn í. Það bara kemur með tímanum,“ segir Kristín AuðurAthygli vekur að dóttir Kristínar er samstarfskona hennar og segist hún efast um að hlaðnir hafi verið samskonar veggir hér á landi þar sem konur sjái alfarið um hleðsluna. „Ég veit ekki um aðrar mæðgur sem eru að hlaða veggi,“ segir Kristín Auður.En hvernig er að vinna með móður sinni?„Hún leiðbeinir vel. Hún er nákvæm og segir manni rosa vel til og maður vill, sérstaklega að því að þetta er móðir mín, þá vill maður að þetta sé vel gert,“ segir Heiðrún Arna.Og Kristínu finnst ekki síðra að vinna með dóttur sinniÞað er bara gaman, ég á fjögur börn og ég vildi að ég fengi verk þar sem ég hefði þau öll með mér. Skútustaðahreppur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Það eru eflaust ekki margar mæðgur sem vinna við það hér á landi að hlaða veggi en í Mývatnssveit hafa þó einar slíkar unnið undanfarna mánuði við að koma upp handhlöðnum veggjum upp við hótel við Mývatn.Mæðgurnar Kristín Auður Kelddal Elíasdóttir og Heiðrún Arna hafa unnið við veggina með hléum frá því í sumar, við Icelandair-hótelið við Mývatn, en núna um helgina er útlit fyrir að verkið klárist. Auk mæðgnanna hjálpar hundur þeirra til við verkið og tauköttur fylgir þeim hvert fótmál.Grjótið sem notað er í veggina er hraungrýti sem kom upp úr jarðvinnu í Aðaldal, en það var ekki hlaupið að því að finna rétt grjót í veggina. „Á eftir vélinni sem var að fleyga þá kom jarðýta og ruddi grjótinu aftur ofan í skurðinn og síðan þurftum við að koma með járnkarla og kúbein til að ná því upp,“ segir Krístin Auður.Að undanskildu því að flytja grjótið á staðinn koma engar vélar að vinnunni og er um mikla nákvæmnisvinnu að ræða. Finna þarf réttan stein á hvern stað og höggva hann til svo hann passi. Kristín hefur hlaðið veggi í ellefu ár og kemur reynslan því að góðum notum.„Það er svolítið erfitt en það er hvað þú þjálfar þig í að muna formið, þegar þú gengur að veggnum, muma hvernig næsta rými er sem þú ætlar að finna steininn í. Það bara kemur með tímanum,“ segir Kristín AuðurAthygli vekur að dóttir Kristínar er samstarfskona hennar og segist hún efast um að hlaðnir hafi verið samskonar veggir hér á landi þar sem konur sjái alfarið um hleðsluna. „Ég veit ekki um aðrar mæðgur sem eru að hlaða veggi,“ segir Kristín Auður.En hvernig er að vinna með móður sinni?„Hún leiðbeinir vel. Hún er nákvæm og segir manni rosa vel til og maður vill, sérstaklega að því að þetta er móðir mín, þá vill maður að þetta sé vel gert,“ segir Heiðrún Arna.Og Kristínu finnst ekki síðra að vinna með dóttur sinniÞað er bara gaman, ég á fjögur börn og ég vildi að ég fengi verk þar sem ég hefði þau öll með mér.
Skútustaðahreppur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira