Erlent

Boris Johnson segir May stefna í allsherjar uppgjöf

Andri Eysteinsson skrifar
Boris Johnson fyrir utan heimili Theresu May að Downingstræti 10.
Boris Johnson fyrir utan heimili Theresu May að Downingstræti 10. EPA/ Will Oliver

Boris Johnson, fyrrum utanríkisráðherra Bretlands og borgarstjóri Lundúnar, sakar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um að stefna í allsherjar uppgjöf í Brexit samningaviðræðunum.

Johnson, sem gengdi embætti utanríkisráðherra á árunum 2016 til 2018, var einn helsti baráttumaður fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.

Johnson skrifaði í vikulegum dálki sínum í dagblaðinu Telegraph um samningaviðræður ríkisstjórnar May.

„Ég trúi því ekki en ríkisstjórnin virðist stefna í allsherjar uppgjöf. Við erum við það að skrifa undir samning sem gerir stöðu okkar enn verri en hún er nú. Skilmálarnir líkjast þeim sem nýlendum yrði gert að samþykkja,“ skrifaði utanríkisráðherrann fyrrverandi.

Sitt sýnist hverjum um Brexit samningaviðræðurnar en í vikunni sagði Jo Johnson, bróðir Boris, af sér sem ráðherra samgöngumála í ríkisstjórn May. Jo Johnson sagði að ástæða uppsagnarinnar væri sú að Bretland væri á leið í ógöngur í Brexit.

Hvatti hann til þess að breska þjóðin fengi annað tækifæri til þess að segja skoðun sína á væntanlegri útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.


Tengdar fréttir

Halda áfram uppreisn gegn forsætisráðherra

Samstarfsflokkur Íhaldsflokksins getur ekki stutt Brexit-áform forsætisráðherrans. Litli bróðir Boris Johnson segir af sér vegna óánægju með störf forsætisráðherra í málaflokknum. Segir stefna í algjöran glundroða vegna Brexit-málsin

Breskur ráðherra segir af sér vegna Brexit

Jo Johnson, samgönguráðherra Bretlands, hefur sagt af sér embætti og hvatt til þess að breska þjóðin fái annað tækifæri til að segja skoðun sína á Brexit.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.