Um þúsund komast ekki að á Reykjalundi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. nóvember 2018 22:00 Um þúsund manns eru á biðlista hjá endurhæfingarmiðstöðin að Reykjalundi en stofnunin getur aðeins sinnt um helmingi þeirra beiðna sem henni berast árlega. Þá er bið er eftir því að komast á biðlista eftir liðskipaaðgerðum að sögn heilbrigðisráðherra. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra út í biðlista eftir ýmsum aðgerðum og meðferðarúrræðum hjá heilbrigðisstofnunum í óundirbúnum fyrirspurna á Alþingi í dag þar sem hann vitnaði í tölur frá landlækni. Nefndi hann liðskiptaaðgerðir sérstaklega sem um þúsund manns bíða eftir að komast í og jafnvel séu sóttar á einkastofur erlendis. Þorsteinn spurði ráðherra hvort til greina kæmi að liðka fyrir því að einkaaðilar framkvæmi slíkar aðgerðir hér á landi en því svaraði ráðherra ekki beint. Álíka margir og bíða eftir liðskiptaaðgerðum bíða eftir að komast í endurhæfingu á Reykjalundi.Fram kom í máli Svandísar að átaksverkefni um styttingu biðlista ljúki um áramótin en að gert sé ráð fyrir að sambærilegt fjármagn, um 900 milljónir, verði varanlega fest í ramma fjárlaga til styttingar biðlista með nýju frumvarpi til fjárlaga. Birgir Gunnarsson, forstjóri endurhæfingarstöðvarinnar á Reykjalundi, segir orðið tímabært að endurnýja samning við ríkið en stofnunin getur á ársgrundvelli aðeins tekið við um það bil helmingi þeirra sem þyrftu að komast að. Gildandi samningurkveður á um að stofnunin sinni um 1.050 einstaklingum á ári en beiðnirnar eru um 2.000. Ítarlegra viðtal við Birgi er að finna í spilaranum hér að ofan. Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Um þúsund manns eru á biðlista hjá endurhæfingarmiðstöðin að Reykjalundi en stofnunin getur aðeins sinnt um helmingi þeirra beiðna sem henni berast árlega. Þá er bið er eftir því að komast á biðlista eftir liðskipaaðgerðum að sögn heilbrigðisráðherra. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra út í biðlista eftir ýmsum aðgerðum og meðferðarúrræðum hjá heilbrigðisstofnunum í óundirbúnum fyrirspurna á Alþingi í dag þar sem hann vitnaði í tölur frá landlækni. Nefndi hann liðskiptaaðgerðir sérstaklega sem um þúsund manns bíða eftir að komast í og jafnvel séu sóttar á einkastofur erlendis. Þorsteinn spurði ráðherra hvort til greina kæmi að liðka fyrir því að einkaaðilar framkvæmi slíkar aðgerðir hér á landi en því svaraði ráðherra ekki beint. Álíka margir og bíða eftir liðskiptaaðgerðum bíða eftir að komast í endurhæfingu á Reykjalundi.Fram kom í máli Svandísar að átaksverkefni um styttingu biðlista ljúki um áramótin en að gert sé ráð fyrir að sambærilegt fjármagn, um 900 milljónir, verði varanlega fest í ramma fjárlaga til styttingar biðlista með nýju frumvarpi til fjárlaga. Birgir Gunnarsson, forstjóri endurhæfingarstöðvarinnar á Reykjalundi, segir orðið tímabært að endurnýja samning við ríkið en stofnunin getur á ársgrundvelli aðeins tekið við um það bil helmingi þeirra sem þyrftu að komast að. Gildandi samningurkveður á um að stofnunin sinni um 1.050 einstaklingum á ári en beiðnirnar eru um 2.000. Ítarlegra viðtal við Birgi er að finna í spilaranum hér að ofan.
Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira