Fótbolti

Kom Hamrén á óvart hversu almennilegir strákarnir voru

Anton Ingi Leifsson skrifar
Erik í viðtalinu í Belgíu.
Erik í viðtalinu í Belgíu. vísir/skjáskot
Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir að það fyrsta sem hafi komið sér á óvart hvað varðar íslenska landsliðið var hversu frábærir einstaklingar drengirnir okkar voru.

Hamrén var aðspurður hvað hann hafi lært á fyrstu tveimur mánuðunum í starfi og hann var ekki lengi að svara.

„Frábærir einstaklingar. Það er rosalega fínt að hitta leikmennina og tala við þá. Nú veit ég meira um þá og þeir eru atvinnumannalegir,“ sagði Hamren í ítarlegu viðtali við Guðmund Benediktsson.

„Ég var hissa á hugarfarinu gegn Sviss (6-0 tapið) en ég get skilið það því eftir það hef ég séð rétta hugarfarið,“ en næst beindi Svíinn spjóti sínum að teyminu í kringum landsliðið:

„Hér er gott starfsfólk. Þetta er faglegt fólk. Ég er ánægður með allt nema það að við höfum ekki fengið tækifærið til að vinna með alla leikmennina á sama tíma.“

„Við höfum alltaf þurft að skipta í hverju einasta verkefni og ég held að við séum með sex eða sjö nýja leikmenn hér núna svo. Það er gott að sjá fleiri leikmenn en ég bjóst við í byrjun en það neikvæða er að við höfum ekki fengið tækifæri með alla á sama tíma.“

Nánar verður rætt við Hamren í ítarlegu viðtali á Vísi annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×