Styttu farbann yfir manni sem segist hafa orðið fyrir túbusjónvarpsárás Birgir Olgeirsson skrifar 13. nóvember 2018 22:22 Mennirnir starfa báðir í kísilveri PCC á Bakka við Húsavík. Fréttablaðið/Anton Brink Farbann yfir pólskum starfsmanni PCC á Bakka við Húsavík hefur verið stytt um 45 daga. Hann hafði verið úrskurðaður í farbann til 1. febrúar næstkomandi en Landsréttur ákvað að stytta farbannið til 17. desember. Talið er að maðurinn sem um ræðir hafi verið laminn í andlit eða höfuð af miklu afli með litlu túbusjónvarpi. Sá sem er grunaður um það er samlandi hans og einnig starfsmaður PCC á Bakka. Sá er enn í farbanni til 1. febrúar. Mennirnir eru báðir grunaðir um stórfellda líkamsárás gegn hvor öðrum. Mennirnir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri á laugardaginn 3. nóvember og handteknir eftir að hafa verið útskrifaðir þaðan. Í úrskurðunum kemur fram að þeir hafi báðir verið með töluverða áverka, annar hafi hlotið mikla áverka á andliti, hinn hafi höfuðkúpubrotnað. Sá sem segist hafa orðið fyrir barsmíðum með túbusjónvarpi sagði í yfirheyrslu frá lögreglu að hinn maðurinn sem er í farbanni hefði haft horn í síðu hans alveg frá því maðurinn hóf störf hjá PCC í september. Kvartaði hann til verkstjóra en framkoma vinnufélagans batnaði ekki. Laugardaginn 3. nóvember sauð upp úr á milli þeirra eftir að sá sem er grunaður um að hafa beitt túbusjónvarpi í slagsmálunum kallaði manninn öllum illum nöfnum. Þeir voru skildir að og ákvað sá sem segist hafa orðið fyrir túbusjónvarpsárásinni að leggjast til hvílu. Hann vaknaði hnefahögg frá samstarfsmanninum sem greip svo lítið túbusjónvarp og barði hann sex til sjö sinnum í andlit eða höfuð af miklu afli. Sagðist maðurinn hafa reynt að „taka á móti eins og hann hafi getað“ en í átökunum féllu þeir úr rúminu sem brotnaði í átökunum. Tók hann þá fót af rúminu til þess að freista þess að koma vinnufélaganum úr herberginu. Sagðist maðurinn á þessum tímapunkti hafa verið að berjast fyrir lífi sínu. Mennirnir eru sem fyrr segir báðir grunaðir um stórfellda líkamsárás á hvor öðrum en slík brot varða fangelsi allt að sextán árum. Norðurþing Tengdar fréttir Slagsmálin á Bakka: Segir hinn hafa barið sig ítrekað og af miklu afli með túbusjónvarpi Annar þeirra tveggja pólsku starfsmanna PCC á Bakka við Húsavík sem úrskurðaðir voru í farbann vegna slagsmála sín á milli á laugardagskvöld er grunaður um að hafa lamið hinn með litlu túbusjónvarpi sex til sjö sinnum í andlit eða höfuð af miklu afli. 5. nóvember 2018 12:15 Tveir starfsmenn PCC á Bakka í farbann Tveir erlendir starfsmenn kísilvers PCC á Bakka við Húsavík voru í gærkvöldi úrskurðaðir í allt að þriggja mánaða farbann, í héraðsdómi Norðurlands eystra. 5. nóvember 2018 07:14 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira
Farbann yfir pólskum starfsmanni PCC á Bakka við Húsavík hefur verið stytt um 45 daga. Hann hafði verið úrskurðaður í farbann til 1. febrúar næstkomandi en Landsréttur ákvað að stytta farbannið til 17. desember. Talið er að maðurinn sem um ræðir hafi verið laminn í andlit eða höfuð af miklu afli með litlu túbusjónvarpi. Sá sem er grunaður um það er samlandi hans og einnig starfsmaður PCC á Bakka. Sá er enn í farbanni til 1. febrúar. Mennirnir eru báðir grunaðir um stórfellda líkamsárás gegn hvor öðrum. Mennirnir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri á laugardaginn 3. nóvember og handteknir eftir að hafa verið útskrifaðir þaðan. Í úrskurðunum kemur fram að þeir hafi báðir verið með töluverða áverka, annar hafi hlotið mikla áverka á andliti, hinn hafi höfuðkúpubrotnað. Sá sem segist hafa orðið fyrir barsmíðum með túbusjónvarpi sagði í yfirheyrslu frá lögreglu að hinn maðurinn sem er í farbanni hefði haft horn í síðu hans alveg frá því maðurinn hóf störf hjá PCC í september. Kvartaði hann til verkstjóra en framkoma vinnufélagans batnaði ekki. Laugardaginn 3. nóvember sauð upp úr á milli þeirra eftir að sá sem er grunaður um að hafa beitt túbusjónvarpi í slagsmálunum kallaði manninn öllum illum nöfnum. Þeir voru skildir að og ákvað sá sem segist hafa orðið fyrir túbusjónvarpsárásinni að leggjast til hvílu. Hann vaknaði hnefahögg frá samstarfsmanninum sem greip svo lítið túbusjónvarp og barði hann sex til sjö sinnum í andlit eða höfuð af miklu afli. Sagðist maðurinn hafa reynt að „taka á móti eins og hann hafi getað“ en í átökunum féllu þeir úr rúminu sem brotnaði í átökunum. Tók hann þá fót af rúminu til þess að freista þess að koma vinnufélaganum úr herberginu. Sagðist maðurinn á þessum tímapunkti hafa verið að berjast fyrir lífi sínu. Mennirnir eru sem fyrr segir báðir grunaðir um stórfellda líkamsárás á hvor öðrum en slík brot varða fangelsi allt að sextán árum.
Norðurþing Tengdar fréttir Slagsmálin á Bakka: Segir hinn hafa barið sig ítrekað og af miklu afli með túbusjónvarpi Annar þeirra tveggja pólsku starfsmanna PCC á Bakka við Húsavík sem úrskurðaðir voru í farbann vegna slagsmála sín á milli á laugardagskvöld er grunaður um að hafa lamið hinn með litlu túbusjónvarpi sex til sjö sinnum í andlit eða höfuð af miklu afli. 5. nóvember 2018 12:15 Tveir starfsmenn PCC á Bakka í farbann Tveir erlendir starfsmenn kísilvers PCC á Bakka við Húsavík voru í gærkvöldi úrskurðaðir í allt að þriggja mánaða farbann, í héraðsdómi Norðurlands eystra. 5. nóvember 2018 07:14 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira
Slagsmálin á Bakka: Segir hinn hafa barið sig ítrekað og af miklu afli með túbusjónvarpi Annar þeirra tveggja pólsku starfsmanna PCC á Bakka við Húsavík sem úrskurðaðir voru í farbann vegna slagsmála sín á milli á laugardagskvöld er grunaður um að hafa lamið hinn með litlu túbusjónvarpi sex til sjö sinnum í andlit eða höfuð af miklu afli. 5. nóvember 2018 12:15
Tveir starfsmenn PCC á Bakka í farbann Tveir erlendir starfsmenn kísilvers PCC á Bakka við Húsavík voru í gærkvöldi úrskurðaðir í allt að þriggja mánaða farbann, í héraðsdómi Norðurlands eystra. 5. nóvember 2018 07:14