Innlent

Tveir starfsmenn PCC á Bakka í farbann

Gissur Sigurðsson skrifar
Mennirnir starfa báðir í kísilveri PCC á Bakka við Húsavík.
Mennirnir starfa báðir í kísilveri PCC á Bakka við Húsavík. Fréttablaðið/Anton Brink
Tveir erlendir starfsmenn kísilvers PCC á Bakka við Húsavík voru í gærkvöldi úrskurðaðir í allt að þriggja mánaða farbann, í héraðsdómi Norðurlands eystra.

Var það gert að kröfu lögreglunnar, í þágu rannsóknarhagsmuna, því þeir eru grunaðir um hættulega líkamsárás hvor á annan í vinnubúðum við kísilverið í fyrradag.

Báðir voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar , en þeir voru svo handteknir þegar þeir voru úrskrifaðir þaðan.

Lögregla rannsakar nú málavexti enda talið að um alvarlegt atvik sé að ræða. Ekki liggur fyrir hver ágreiningur mannanna var, en að minnsta kosti annar þeirra mun hafa verið undir áhrifum áfengis.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×