Aron Einar: Við verðum aldrei hræddir Tómas Þór Þórðarson í Brussel skrifar 14. nóvember 2018 19:30 Aron Einar Gunnarsson á HM síðasta sumar. Vísir/Getty Gríðarleg forföll eru í íslenska landsliðshópnum sem að mætir Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld en alls eru tíu leikmenn frá. Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Jón Daði Böðvarsson, Björn Bergmann Sigurðarson, Ragnar Sigurðsson, Birkir Már Sævarsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Emil Hallfreðsson, Rúnar Már Sigurjónsson og Birkir Bjarnason eru allir fá vegna meiðsla en Birkir og Birkir voru þeir síðustu til að heltast úr lestinni í morgun. „Þetta er nýtt en við þurfum bara að sætta okkur við þetta og gera það besta úr stöðunni. Þetta er óvanalegt. Ég hef verið þjálfari í rúmlega 35 ár en aldrei upplifað þetta,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari. „Maður verður að líta á björtu hliðarnar. Auðvitað er ekki gott að vera með meidda menn og ég hef hitt fleiri leikmenn en ég reiknaði með í byrjun. Það er gott fyrir framtíðina að hafa séð svona marga leikmenn. Ég vona að lukkan fari að snúast með okkur og við verðum í betra standi í næstu leikjum,“ segir hann. Það fór ekki vel hjá íslenska liðinu þegar að margar breytingar þurfti að gera á móti Sviss í fyrsta leik í Þjóðadeildinni en þá töpuðu strákarnir okkar, 6-0. Landsliðsfyrirliðinn ætlar ekki að láta neitt svoleiðis gerast aftur. „Við þurfum að vera samstilltir. Við þurfum að vinna saman og tala mikið inn á vellinum. Við þurfum að hjálpa hvorum öðrum, sérstaklega þeim sem eru að koma inn í þetta. Þetta verður erfiður leikur og mikið próf,“ segir fyrirliðinn. Hamrén veit alveg hvað hann vill sjá hjá þeim sem spila á morgun á móti Belgíu. „Ég vil að þeir sýni að þeir vilja vera hérna. Ég vil að þeir sýni hugrekki og njóti þess að vera hérna. Ég vil að þeir sýni líka liðsanda og geri það sem við þurfum að gera. Ég krefst þess sama af leikmönnunum sem þekkja þetta betur líka. Þetta verður erfiður leikur en aftur á móti spennandi.“ Þrátt fyrir forföll óttast Aron Einar ekkert frekar en okkar menn. „Við verðum aldrei hræddir. Það kemur smá fiðringur í mann eins og á að vera. Ef maður fengi hann ekki gæti maður hætt í þessu. Við mætum aldrei hræddir í leik. Það verður aldrei þannig,“ segir Aron Einar Gunnarsson.Klippa: Íslenska liðið óttast engan Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Aron Einar: Engin ein skýring á þessu gengi Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyririliði, segir að það sé engin ein skýring afhverju það hefur ekki gengið sem skildi hjá íslenska landsliðinu að ná í úrslit á árinu 2018. 14. nóvember 2018 12:00 Liðið klárt hjá Hamrén: Sverrir eða Ari Freyr í hægri bakverði? Mikil forföll eru í íslenska liðinu sem mætir Belgíu á morgun. 14. nóvember 2018 15:00 Birkir Már tíundi leikmaðurinn sem dettur út vegna meiðsla Það ætlar ekki af íslenska landsliðinu að ganga fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld. 14. nóvember 2018 11:35 Erik Hamrén: Ég er hrifinn af Þjóðadeildinni Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í álit sitt á Þjóðadeildinni á blaðamannafundi í dag. 14. nóvember 2018 11:42 Aron: Við erum ekki gamlir Aron Einar Gunnarsson segir að það sé enn nægur tími fyrir íslenska landsliðið að endurnýja sig. 14. nóvember 2018 11:48 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Sjá meira
Gríðarleg forföll eru í íslenska landsliðshópnum sem að mætir Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld en alls eru tíu leikmenn frá. Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Jón Daði Böðvarsson, Björn Bergmann Sigurðarson, Ragnar Sigurðsson, Birkir Már Sævarsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Emil Hallfreðsson, Rúnar Már Sigurjónsson og Birkir Bjarnason eru allir fá vegna meiðsla en Birkir og Birkir voru þeir síðustu til að heltast úr lestinni í morgun. „Þetta er nýtt en við þurfum bara að sætta okkur við þetta og gera það besta úr stöðunni. Þetta er óvanalegt. Ég hef verið þjálfari í rúmlega 35 ár en aldrei upplifað þetta,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari. „Maður verður að líta á björtu hliðarnar. Auðvitað er ekki gott að vera með meidda menn og ég hef hitt fleiri leikmenn en ég reiknaði með í byrjun. Það er gott fyrir framtíðina að hafa séð svona marga leikmenn. Ég vona að lukkan fari að snúast með okkur og við verðum í betra standi í næstu leikjum,“ segir hann. Það fór ekki vel hjá íslenska liðinu þegar að margar breytingar þurfti að gera á móti Sviss í fyrsta leik í Þjóðadeildinni en þá töpuðu strákarnir okkar, 6-0. Landsliðsfyrirliðinn ætlar ekki að láta neitt svoleiðis gerast aftur. „Við þurfum að vera samstilltir. Við þurfum að vinna saman og tala mikið inn á vellinum. Við þurfum að hjálpa hvorum öðrum, sérstaklega þeim sem eru að koma inn í þetta. Þetta verður erfiður leikur og mikið próf,“ segir fyrirliðinn. Hamrén veit alveg hvað hann vill sjá hjá þeim sem spila á morgun á móti Belgíu. „Ég vil að þeir sýni að þeir vilja vera hérna. Ég vil að þeir sýni hugrekki og njóti þess að vera hérna. Ég vil að þeir sýni líka liðsanda og geri það sem við þurfum að gera. Ég krefst þess sama af leikmönnunum sem þekkja þetta betur líka. Þetta verður erfiður leikur en aftur á móti spennandi.“ Þrátt fyrir forföll óttast Aron Einar ekkert frekar en okkar menn. „Við verðum aldrei hræddir. Það kemur smá fiðringur í mann eins og á að vera. Ef maður fengi hann ekki gæti maður hætt í þessu. Við mætum aldrei hræddir í leik. Það verður aldrei þannig,“ segir Aron Einar Gunnarsson.Klippa: Íslenska liðið óttast engan
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Aron Einar: Engin ein skýring á þessu gengi Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyririliði, segir að það sé engin ein skýring afhverju það hefur ekki gengið sem skildi hjá íslenska landsliðinu að ná í úrslit á árinu 2018. 14. nóvember 2018 12:00 Liðið klárt hjá Hamrén: Sverrir eða Ari Freyr í hægri bakverði? Mikil forföll eru í íslenska liðinu sem mætir Belgíu á morgun. 14. nóvember 2018 15:00 Birkir Már tíundi leikmaðurinn sem dettur út vegna meiðsla Það ætlar ekki af íslenska landsliðinu að ganga fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld. 14. nóvember 2018 11:35 Erik Hamrén: Ég er hrifinn af Þjóðadeildinni Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í álit sitt á Þjóðadeildinni á blaðamannafundi í dag. 14. nóvember 2018 11:42 Aron: Við erum ekki gamlir Aron Einar Gunnarsson segir að það sé enn nægur tími fyrir íslenska landsliðið að endurnýja sig. 14. nóvember 2018 11:48 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Sjá meira
Aron Einar: Engin ein skýring á þessu gengi Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyririliði, segir að það sé engin ein skýring afhverju það hefur ekki gengið sem skildi hjá íslenska landsliðinu að ná í úrslit á árinu 2018. 14. nóvember 2018 12:00
Liðið klárt hjá Hamrén: Sverrir eða Ari Freyr í hægri bakverði? Mikil forföll eru í íslenska liðinu sem mætir Belgíu á morgun. 14. nóvember 2018 15:00
Birkir Már tíundi leikmaðurinn sem dettur út vegna meiðsla Það ætlar ekki af íslenska landsliðinu að ganga fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld. 14. nóvember 2018 11:35
Erik Hamrén: Ég er hrifinn af Þjóðadeildinni Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í álit sitt á Þjóðadeildinni á blaðamannafundi í dag. 14. nóvember 2018 11:42
Aron: Við erum ekki gamlir Aron Einar Gunnarsson segir að það sé enn nægur tími fyrir íslenska landsliðið að endurnýja sig. 14. nóvember 2018 11:48