Aron Einar: Við verðum aldrei hræddir Tómas Þór Þórðarson í Brussel skrifar 14. nóvember 2018 19:30 Aron Einar Gunnarsson á HM síðasta sumar. Vísir/Getty Gríðarleg forföll eru í íslenska landsliðshópnum sem að mætir Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld en alls eru tíu leikmenn frá. Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Jón Daði Böðvarsson, Björn Bergmann Sigurðarson, Ragnar Sigurðsson, Birkir Már Sævarsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Emil Hallfreðsson, Rúnar Már Sigurjónsson og Birkir Bjarnason eru allir fá vegna meiðsla en Birkir og Birkir voru þeir síðustu til að heltast úr lestinni í morgun. „Þetta er nýtt en við þurfum bara að sætta okkur við þetta og gera það besta úr stöðunni. Þetta er óvanalegt. Ég hef verið þjálfari í rúmlega 35 ár en aldrei upplifað þetta,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari. „Maður verður að líta á björtu hliðarnar. Auðvitað er ekki gott að vera með meidda menn og ég hef hitt fleiri leikmenn en ég reiknaði með í byrjun. Það er gott fyrir framtíðina að hafa séð svona marga leikmenn. Ég vona að lukkan fari að snúast með okkur og við verðum í betra standi í næstu leikjum,“ segir hann. Það fór ekki vel hjá íslenska liðinu þegar að margar breytingar þurfti að gera á móti Sviss í fyrsta leik í Þjóðadeildinni en þá töpuðu strákarnir okkar, 6-0. Landsliðsfyrirliðinn ætlar ekki að láta neitt svoleiðis gerast aftur. „Við þurfum að vera samstilltir. Við þurfum að vinna saman og tala mikið inn á vellinum. Við þurfum að hjálpa hvorum öðrum, sérstaklega þeim sem eru að koma inn í þetta. Þetta verður erfiður leikur og mikið próf,“ segir fyrirliðinn. Hamrén veit alveg hvað hann vill sjá hjá þeim sem spila á morgun á móti Belgíu. „Ég vil að þeir sýni að þeir vilja vera hérna. Ég vil að þeir sýni hugrekki og njóti þess að vera hérna. Ég vil að þeir sýni líka liðsanda og geri það sem við þurfum að gera. Ég krefst þess sama af leikmönnunum sem þekkja þetta betur líka. Þetta verður erfiður leikur en aftur á móti spennandi.“ Þrátt fyrir forföll óttast Aron Einar ekkert frekar en okkar menn. „Við verðum aldrei hræddir. Það kemur smá fiðringur í mann eins og á að vera. Ef maður fengi hann ekki gæti maður hætt í þessu. Við mætum aldrei hræddir í leik. Það verður aldrei þannig,“ segir Aron Einar Gunnarsson.Klippa: Íslenska liðið óttast engan Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Aron Einar: Engin ein skýring á þessu gengi Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyririliði, segir að það sé engin ein skýring afhverju það hefur ekki gengið sem skildi hjá íslenska landsliðinu að ná í úrslit á árinu 2018. 14. nóvember 2018 12:00 Liðið klárt hjá Hamrén: Sverrir eða Ari Freyr í hægri bakverði? Mikil forföll eru í íslenska liðinu sem mætir Belgíu á morgun. 14. nóvember 2018 15:00 Birkir Már tíundi leikmaðurinn sem dettur út vegna meiðsla Það ætlar ekki af íslenska landsliðinu að ganga fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld. 14. nóvember 2018 11:35 Erik Hamrén: Ég er hrifinn af Þjóðadeildinni Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í álit sitt á Þjóðadeildinni á blaðamannafundi í dag. 14. nóvember 2018 11:42 Aron: Við erum ekki gamlir Aron Einar Gunnarsson segir að það sé enn nægur tími fyrir íslenska landsliðið að endurnýja sig. 14. nóvember 2018 11:48 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Sjá meira
Gríðarleg forföll eru í íslenska landsliðshópnum sem að mætir Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld en alls eru tíu leikmenn frá. Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Jón Daði Böðvarsson, Björn Bergmann Sigurðarson, Ragnar Sigurðsson, Birkir Már Sævarsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Emil Hallfreðsson, Rúnar Már Sigurjónsson og Birkir Bjarnason eru allir fá vegna meiðsla en Birkir og Birkir voru þeir síðustu til að heltast úr lestinni í morgun. „Þetta er nýtt en við þurfum bara að sætta okkur við þetta og gera það besta úr stöðunni. Þetta er óvanalegt. Ég hef verið þjálfari í rúmlega 35 ár en aldrei upplifað þetta,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari. „Maður verður að líta á björtu hliðarnar. Auðvitað er ekki gott að vera með meidda menn og ég hef hitt fleiri leikmenn en ég reiknaði með í byrjun. Það er gott fyrir framtíðina að hafa séð svona marga leikmenn. Ég vona að lukkan fari að snúast með okkur og við verðum í betra standi í næstu leikjum,“ segir hann. Það fór ekki vel hjá íslenska liðinu þegar að margar breytingar þurfti að gera á móti Sviss í fyrsta leik í Þjóðadeildinni en þá töpuðu strákarnir okkar, 6-0. Landsliðsfyrirliðinn ætlar ekki að láta neitt svoleiðis gerast aftur. „Við þurfum að vera samstilltir. Við þurfum að vinna saman og tala mikið inn á vellinum. Við þurfum að hjálpa hvorum öðrum, sérstaklega þeim sem eru að koma inn í þetta. Þetta verður erfiður leikur og mikið próf,“ segir fyrirliðinn. Hamrén veit alveg hvað hann vill sjá hjá þeim sem spila á morgun á móti Belgíu. „Ég vil að þeir sýni að þeir vilja vera hérna. Ég vil að þeir sýni hugrekki og njóti þess að vera hérna. Ég vil að þeir sýni líka liðsanda og geri það sem við þurfum að gera. Ég krefst þess sama af leikmönnunum sem þekkja þetta betur líka. Þetta verður erfiður leikur en aftur á móti spennandi.“ Þrátt fyrir forföll óttast Aron Einar ekkert frekar en okkar menn. „Við verðum aldrei hræddir. Það kemur smá fiðringur í mann eins og á að vera. Ef maður fengi hann ekki gæti maður hætt í þessu. Við mætum aldrei hræddir í leik. Það verður aldrei þannig,“ segir Aron Einar Gunnarsson.Klippa: Íslenska liðið óttast engan
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Aron Einar: Engin ein skýring á þessu gengi Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyririliði, segir að það sé engin ein skýring afhverju það hefur ekki gengið sem skildi hjá íslenska landsliðinu að ná í úrslit á árinu 2018. 14. nóvember 2018 12:00 Liðið klárt hjá Hamrén: Sverrir eða Ari Freyr í hægri bakverði? Mikil forföll eru í íslenska liðinu sem mætir Belgíu á morgun. 14. nóvember 2018 15:00 Birkir Már tíundi leikmaðurinn sem dettur út vegna meiðsla Það ætlar ekki af íslenska landsliðinu að ganga fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld. 14. nóvember 2018 11:35 Erik Hamrén: Ég er hrifinn af Þjóðadeildinni Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í álit sitt á Þjóðadeildinni á blaðamannafundi í dag. 14. nóvember 2018 11:42 Aron: Við erum ekki gamlir Aron Einar Gunnarsson segir að það sé enn nægur tími fyrir íslenska landsliðið að endurnýja sig. 14. nóvember 2018 11:48 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Sjá meira
Aron Einar: Engin ein skýring á þessu gengi Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyririliði, segir að það sé engin ein skýring afhverju það hefur ekki gengið sem skildi hjá íslenska landsliðinu að ná í úrslit á árinu 2018. 14. nóvember 2018 12:00
Liðið klárt hjá Hamrén: Sverrir eða Ari Freyr í hægri bakverði? Mikil forföll eru í íslenska liðinu sem mætir Belgíu á morgun. 14. nóvember 2018 15:00
Birkir Már tíundi leikmaðurinn sem dettur út vegna meiðsla Það ætlar ekki af íslenska landsliðinu að ganga fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld. 14. nóvember 2018 11:35
Erik Hamrén: Ég er hrifinn af Þjóðadeildinni Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í álit sitt á Þjóðadeildinni á blaðamannafundi í dag. 14. nóvember 2018 11:42
Aron: Við erum ekki gamlir Aron Einar Gunnarsson segir að það sé enn nægur tími fyrir íslenska landsliðið að endurnýja sig. 14. nóvember 2018 11:48
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn