Segja þörf á að uppfæra lög um þungunarrof Sighvatur Arnmundsson skrifar 15. nóvember 2018 08:00 Frumvarp um þungunarrof er til umræðu í þingflokkum ríkisstjórnarinnar. Vísir/Getty „Ég held að þetta sé mál sem þurfi bara að fara í umræðu. Það þarf að takast á við ýmis álitamál í þessu og við þurfum að gera það. Þetta eru auðvitað gömul lög sem ekkert hefur verið hreyft við lengi og það er ýmislegt sem þarf að lagfæra þarna og laga að nútímanum. Svo þurfum við bara að ræða okkur til niðurstöðu í þessu,“ segir Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um frumvarp um þungunarrof. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti málið fyrir þingflokkum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í gær en málið var afgreitt út úr ríkisstjórn síðastliðinn föstudag. Frumvarpið hafði þegar verið afgreitt út úr þingflokki Vinstri grænna. „Að sjálfsögðu viljum við bara að málið komist til Alþingis sem fyrst og fólk taki bara um það efnislega umræðu,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að málið verði áfram til umfjöllunar í þingflokknum. „Ráðherra kom á fundinn og kynnti frumvarpið og í framhaldinu erum við að fá frekari upplýsingar sendar. Síðan á eftir að eiga sér stað umræða í þingflokknum um málið. Þannig að það er bara til meðferðar.“ Þórunn segist ekkert sjá því til fyrirstöðu að málið komi fljótlega til umræðu í þinginu. „Þetta er erfið umræða sem kemur við kvikuna í okkur öllum og við höfum öll skoðanir á þessum málum, eðlilega. Þannig að við þurfum bara að finna skynsamlegustu niðurstöðuna og hlusta á fólk sem þekkir þetta best. Það eru flestir með einhverjar spurningar og þetta er umdeilt mál, þetta er bara þess eðlis.“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að það séu skiptar skoðanir um málið. „Þetta er mjög óflokksbundið mál. Þetta er umræða um siðferði og ég held að fólk sé bara að setja sig betur inn í málin, þær umsagnir sem hafa borist og rökin fyrir þeim. Það verða örugglega ekkert allir á einni línu.“ Hún telur að allir séu sammála um mikilvægi þess að frumvarpið komi fram því löggjöfin á þessu sviði sé mjög gömul og úrelt. Það sé algjörlega nauðsynlegt að bæta úr þar. „Mér skilst að framkvæmdin sé ekki í samræmi við lögin og bara af þeirri ástæðu þurfum við að lagfæra þau. Fyrstu viðbrögð mín við málinu eru jákvæð en ég skil líka gagnrýnina. En ég ætla að gefa mér tíma til að fara vandlega yfir málið og þær umsagnir sem munu berast áður en ég mynda mér endanlega afstöðu.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Bregst við gagnrýni og leggur til heimild til þungungarrofs að 22 vikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að leggja frumvarp til laga um þungunarrof fyrir Alþingi með rýmri heimildum varðandi tímamörk en miðað var við í drögum að frumvarpinu. 25. október 2018 10:20 Yrði að frjálslyndustu löggjöf Norðurlanda Hugmyndir heilbrigðisráðherra um lög um þungunarrof myndu setja Ísland á stall með frjálslyndustu ríkjum hvað snertir ákvörðunarrétt kvenna í þessum efnum. Hollendingar og Bretar leyfa þungunarrof fram að 24. viku meðgöngu. 30. október 2018 07:15 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
„Ég held að þetta sé mál sem þurfi bara að fara í umræðu. Það þarf að takast á við ýmis álitamál í þessu og við þurfum að gera það. Þetta eru auðvitað gömul lög sem ekkert hefur verið hreyft við lengi og það er ýmislegt sem þarf að lagfæra þarna og laga að nútímanum. Svo þurfum við bara að ræða okkur til niðurstöðu í þessu,“ segir Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um frumvarp um þungunarrof. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti málið fyrir þingflokkum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í gær en málið var afgreitt út úr ríkisstjórn síðastliðinn föstudag. Frumvarpið hafði þegar verið afgreitt út úr þingflokki Vinstri grænna. „Að sjálfsögðu viljum við bara að málið komist til Alþingis sem fyrst og fólk taki bara um það efnislega umræðu,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að málið verði áfram til umfjöllunar í þingflokknum. „Ráðherra kom á fundinn og kynnti frumvarpið og í framhaldinu erum við að fá frekari upplýsingar sendar. Síðan á eftir að eiga sér stað umræða í þingflokknum um málið. Þannig að það er bara til meðferðar.“ Þórunn segist ekkert sjá því til fyrirstöðu að málið komi fljótlega til umræðu í þinginu. „Þetta er erfið umræða sem kemur við kvikuna í okkur öllum og við höfum öll skoðanir á þessum málum, eðlilega. Þannig að við þurfum bara að finna skynsamlegustu niðurstöðuna og hlusta á fólk sem þekkir þetta best. Það eru flestir með einhverjar spurningar og þetta er umdeilt mál, þetta er bara þess eðlis.“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að það séu skiptar skoðanir um málið. „Þetta er mjög óflokksbundið mál. Þetta er umræða um siðferði og ég held að fólk sé bara að setja sig betur inn í málin, þær umsagnir sem hafa borist og rökin fyrir þeim. Það verða örugglega ekkert allir á einni línu.“ Hún telur að allir séu sammála um mikilvægi þess að frumvarpið komi fram því löggjöfin á þessu sviði sé mjög gömul og úrelt. Það sé algjörlega nauðsynlegt að bæta úr þar. „Mér skilst að framkvæmdin sé ekki í samræmi við lögin og bara af þeirri ástæðu þurfum við að lagfæra þau. Fyrstu viðbrögð mín við málinu eru jákvæð en ég skil líka gagnrýnina. En ég ætla að gefa mér tíma til að fara vandlega yfir málið og þær umsagnir sem munu berast áður en ég mynda mér endanlega afstöðu.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Bregst við gagnrýni og leggur til heimild til þungungarrofs að 22 vikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að leggja frumvarp til laga um þungunarrof fyrir Alþingi með rýmri heimildum varðandi tímamörk en miðað var við í drögum að frumvarpinu. 25. október 2018 10:20 Yrði að frjálslyndustu löggjöf Norðurlanda Hugmyndir heilbrigðisráðherra um lög um þungunarrof myndu setja Ísland á stall með frjálslyndustu ríkjum hvað snertir ákvörðunarrétt kvenna í þessum efnum. Hollendingar og Bretar leyfa þungunarrof fram að 24. viku meðgöngu. 30. október 2018 07:15 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Bregst við gagnrýni og leggur til heimild til þungungarrofs að 22 vikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að leggja frumvarp til laga um þungunarrof fyrir Alþingi með rýmri heimildum varðandi tímamörk en miðað var við í drögum að frumvarpinu. 25. október 2018 10:20
Yrði að frjálslyndustu löggjöf Norðurlanda Hugmyndir heilbrigðisráðherra um lög um þungunarrof myndu setja Ísland á stall með frjálslyndustu ríkjum hvað snertir ákvörðunarrétt kvenna í þessum efnum. Hollendingar og Bretar leyfa þungunarrof fram að 24. viku meðgöngu. 30. október 2018 07:15
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda