Yrði að frjálslyndustu löggjöf Norðurlanda Sveinn Arnarsson skrifar 30. október 2018 07:15 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Verði frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um þungunarrof að lögum yrði íslensk löggjöf sú frjálslyndasta meðal norrænna ríkja í þeim efnum. Aðeins bresk og hollensk löggjöf gengur lengra í frjálslyndi en sú sem á að leggja fyrir þingið í vetur. Árið 2016 skilaði vinnuhópur af sér niðurstöðum til heilbrigðisráðherra um breytingar á íslenskum lögum um fóstureyðingar, sem eru frá 1975. „Niðurstaða nefndarinnar var að mæla með því að kona hefði heimild til að taka þessa ákvörðun til loka 22. viku meðgöngu. Margir þættir liggja að baki þeirri niðurstöðu og einn veigamesti þátturinn er að virða sjálfsákvörðunarrétt konunnar og að hún hafi vald til að ráða yfir eigin líkama,“ segir Sóley S. Bender, prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og formaður nefndarinnar. Á Íslandi er konu heimilt að ákveða sjálf um þungunarrof fram að tólftu viku meðgöngu. Slíka löggjöf er einnig að finna í Noregi, Danmörku og Finnlandi. Svíar, Bretar og Hollendingar eru hins vegar frjálslyndari hvað þetta varðar og veita konum aukið vald til að enda þungun. Í nýju frumvarpi heilbrigðisráðherra verður lagt til að konur hafi vald til að ákveða um þungunarrof fram að 22. viku meðgöngu. Lagt er til að konu verði veitt fullt ákvörðunarvald um það hvort hún elur barn og eitt meginmarkmið frumvarpsins er að tryggja konum sjálfsforræði um barneignir. „Þegar þungunarrof á sér stað í nútíma samfélagi er það í langflestum tilvikum gert afar snemma á meðgöngunni. Árið 2017 voru 98% allra þungunarrofa á Íslandi framkvæmd fyrir lok 16. viku meðgöngu.“ segir Sóley. „Það er staðreynd og því er að mínu mati þessi ótti, að konur fari seint í þungunarrof, úr lausu lofti gripinn.“ Á haustþingi 2018 hyggst heilbrigðisráðherra leggja fram frumvarpið og mun því koma til kasta þingsins innan tíðar. Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, segir að það sem hún hafi séð af frumvarpsdrögunum sé að mörgu leyti betrumbót frá fyrri lögum. „Lögin eru auðvitað orðin nokkuð gömul og þörf hefur verið á endurskoðun laganna. Hvað varðar einstök atriði í frumvarpinu þá væri ég til í að sjá frumvarpið í heild og lesa það almennilega með umsögnum til að ræða þau sérstaklega. Hins vegar eru álit sérfræðinga sem liggja að baki og sérfræðingar eiga að ákveða svona hluti en ekki pólitíkin,“ segir Halldóra. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Bregst við gagnrýni og leggur til heimild til þungungarrofs að 22 vikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að leggja frumvarp til laga um þungunarrof fyrir Alþingi með rýmri heimildum varðandi tímamörk en miðað var við í drögum að frumvarpinu. 25. október 2018 10:20 Segir tillögur Svandísar svívirðilegar Formaður Flokks fólksins er hissa á fyrirhuguðu frumvarpi um að leyfa þungunarrof fram að 22. viku meðgöngu og gildi þá einu hvaða ástæður liggja að baki. Ljósmæður og fæðingarlæknar meðal þeirra sem gefa umsögn og telja rétt að leyfa þungunarrof fram að 22. viku 29. október 2018 06:15 Þrettán fengu heimild til að rjúfa þungun eftir 16. viku Engri beiðni um að rjúfa þungun eftir 16. viku var synjað í fyrra. 18. október 2018 14:51 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Verði frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um þungunarrof að lögum yrði íslensk löggjöf sú frjálslyndasta meðal norrænna ríkja í þeim efnum. Aðeins bresk og hollensk löggjöf gengur lengra í frjálslyndi en sú sem á að leggja fyrir þingið í vetur. Árið 2016 skilaði vinnuhópur af sér niðurstöðum til heilbrigðisráðherra um breytingar á íslenskum lögum um fóstureyðingar, sem eru frá 1975. „Niðurstaða nefndarinnar var að mæla með því að kona hefði heimild til að taka þessa ákvörðun til loka 22. viku meðgöngu. Margir þættir liggja að baki þeirri niðurstöðu og einn veigamesti þátturinn er að virða sjálfsákvörðunarrétt konunnar og að hún hafi vald til að ráða yfir eigin líkama,“ segir Sóley S. Bender, prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og formaður nefndarinnar. Á Íslandi er konu heimilt að ákveða sjálf um þungunarrof fram að tólftu viku meðgöngu. Slíka löggjöf er einnig að finna í Noregi, Danmörku og Finnlandi. Svíar, Bretar og Hollendingar eru hins vegar frjálslyndari hvað þetta varðar og veita konum aukið vald til að enda þungun. Í nýju frumvarpi heilbrigðisráðherra verður lagt til að konur hafi vald til að ákveða um þungunarrof fram að 22. viku meðgöngu. Lagt er til að konu verði veitt fullt ákvörðunarvald um það hvort hún elur barn og eitt meginmarkmið frumvarpsins er að tryggja konum sjálfsforræði um barneignir. „Þegar þungunarrof á sér stað í nútíma samfélagi er það í langflestum tilvikum gert afar snemma á meðgöngunni. Árið 2017 voru 98% allra þungunarrofa á Íslandi framkvæmd fyrir lok 16. viku meðgöngu.“ segir Sóley. „Það er staðreynd og því er að mínu mati þessi ótti, að konur fari seint í þungunarrof, úr lausu lofti gripinn.“ Á haustþingi 2018 hyggst heilbrigðisráðherra leggja fram frumvarpið og mun því koma til kasta þingsins innan tíðar. Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, segir að það sem hún hafi séð af frumvarpsdrögunum sé að mörgu leyti betrumbót frá fyrri lögum. „Lögin eru auðvitað orðin nokkuð gömul og þörf hefur verið á endurskoðun laganna. Hvað varðar einstök atriði í frumvarpinu þá væri ég til í að sjá frumvarpið í heild og lesa það almennilega með umsögnum til að ræða þau sérstaklega. Hins vegar eru álit sérfræðinga sem liggja að baki og sérfræðingar eiga að ákveða svona hluti en ekki pólitíkin,“ segir Halldóra.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Bregst við gagnrýni og leggur til heimild til þungungarrofs að 22 vikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að leggja frumvarp til laga um þungunarrof fyrir Alþingi með rýmri heimildum varðandi tímamörk en miðað var við í drögum að frumvarpinu. 25. október 2018 10:20 Segir tillögur Svandísar svívirðilegar Formaður Flokks fólksins er hissa á fyrirhuguðu frumvarpi um að leyfa þungunarrof fram að 22. viku meðgöngu og gildi þá einu hvaða ástæður liggja að baki. Ljósmæður og fæðingarlæknar meðal þeirra sem gefa umsögn og telja rétt að leyfa þungunarrof fram að 22. viku 29. október 2018 06:15 Þrettán fengu heimild til að rjúfa þungun eftir 16. viku Engri beiðni um að rjúfa þungun eftir 16. viku var synjað í fyrra. 18. október 2018 14:51 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Bregst við gagnrýni og leggur til heimild til þungungarrofs að 22 vikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að leggja frumvarp til laga um þungunarrof fyrir Alþingi með rýmri heimildum varðandi tímamörk en miðað var við í drögum að frumvarpinu. 25. október 2018 10:20
Segir tillögur Svandísar svívirðilegar Formaður Flokks fólksins er hissa á fyrirhuguðu frumvarpi um að leyfa þungunarrof fram að 22. viku meðgöngu og gildi þá einu hvaða ástæður liggja að baki. Ljósmæður og fæðingarlæknar meðal þeirra sem gefa umsögn og telja rétt að leyfa þungunarrof fram að 22. viku 29. október 2018 06:15
Þrettán fengu heimild til að rjúfa þungun eftir 16. viku Engri beiðni um að rjúfa þungun eftir 16. viku var synjað í fyrra. 18. október 2018 14:51