Þyrfti fjárveitingu til að rannsaka Geirfinnsmál Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. nóvember 2018 07:00 Hæstiréttur kvað upp sýknudóm yfir fimm dómfelldu í málunum í september. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Settur saksóknari mun vekja athygli ríkissaksóknara á ábendingum um afdrif Geirfinns og Guðmundar Einarssona sem komið hafa fram á undanförnum árum og vísað hefur verið til embættisins. Samkvæmt svari við fyrirspurn Fréttablaðsins má ætla að formlegt erindi þessa efnis verði afhent ríkissaksóknara á næstu dögum, til þóknanlegrar meðferðar. „Það liggur ekkert fyrir um aðgerðir,“ segir Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari innt eftir því hvort ákveðið hafi verið að opna nýja rannsókn á mannshvörfunum; öðru þeirra eða báðum. Fréttablaðið greindi frá því fyrr í haust að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu liggur undir feldi vegna málsins. Það er hins vegar einungis Guðmundarmálið sem er á forræði þess embættis en Guðmundur hvarf í Hafnarfirði í janúar 1974.Grafík/FréttablaðiðHvarf Geirfinns heyrir hins vegar undir lögregluna á Suðurnesjum og það var lögreglan í Keflavík sem rannsakaði málið á sínum tíma. Þar var málinu lokað um mitt ár 1975 sem óupplýstu mannshvarfi, áður en lögreglan í Reykjavík kallaði eftir gögnum þaðan í janúar 1976, þegar fjöldi fólks var í gæsluvarðhaldi í Síðumúla vegna Guðmundarmáls. „Málinu var lokað hér sem óloknu á sínum tíma og ekki að sjá að það séu neinar viðbótarupplýsingar í því í rauninni,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. „Þá er þetta mál í rauninni eins og hvert annað mannshvarf og engu lokið í því en ekkert er aðhafst nema nýjar upplýsingar berist.“ Ólafur segir mikið álag á embættinu en gríðarlegan tíma tæki að fara í gegnum öll gögnin til að athuga hvort ástæða sé til að hefja einhverja rannsókn. „Ef við færum í að taka málið allt upp þá þyrftum við í rauninni sér fjárveitingu í málið. Það er ekkert útilokað en ekkert heldur sem við sjáum sem kallar á að gera slíkt,“ segir Ólafur. Hann segir þær upplýsingar sem embættinu hafi borist ekki hafa leitt neitt en að allar upplýsingar séu vel þegnar. adalheidur@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Lögreglumál Tengdar fréttir Íhuga nú rannsókn á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að til skoðunar sé að opna rannsókn á hvarfi Guðmundar og Geirfinns. Nýjar ábendingar gætu gefið ástæðu til rannsóknar á ný. 2. október 2018 07:30 Ómögulegt að segja til um bótafjárhæð Ekkert fordæmi er til um mál áþekkt Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Fimm manns voru sýknaðir af þætti sínum í hvarfi eftir að hafa hlotið dóm fyrir brotið fyrir 38 árum. Mögulega er heppilegra að greiða sanngirnisbætur í stað bóta. 1. október 2018 06:00 Blendnar tilfinningar eftir sýknudóm Erla Bolladóttir, sem var ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist glíma við blendnar tilfinningar eftir að dómur Hæstaréttar féll í málinu á fimmtudaginn. Hún segist fagna sýknudómi Hæstaréttar yfir mönnunum fimm sem ákærðir voru í málinu árið 1976 og dæmdir árið 1980. Erla var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 í dag. 29. september 2018 14:10 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Settur saksóknari mun vekja athygli ríkissaksóknara á ábendingum um afdrif Geirfinns og Guðmundar Einarssona sem komið hafa fram á undanförnum árum og vísað hefur verið til embættisins. Samkvæmt svari við fyrirspurn Fréttablaðsins má ætla að formlegt erindi þessa efnis verði afhent ríkissaksóknara á næstu dögum, til þóknanlegrar meðferðar. „Það liggur ekkert fyrir um aðgerðir,“ segir Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari innt eftir því hvort ákveðið hafi verið að opna nýja rannsókn á mannshvörfunum; öðru þeirra eða báðum. Fréttablaðið greindi frá því fyrr í haust að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu liggur undir feldi vegna málsins. Það er hins vegar einungis Guðmundarmálið sem er á forræði þess embættis en Guðmundur hvarf í Hafnarfirði í janúar 1974.Grafík/FréttablaðiðHvarf Geirfinns heyrir hins vegar undir lögregluna á Suðurnesjum og það var lögreglan í Keflavík sem rannsakaði málið á sínum tíma. Þar var málinu lokað um mitt ár 1975 sem óupplýstu mannshvarfi, áður en lögreglan í Reykjavík kallaði eftir gögnum þaðan í janúar 1976, þegar fjöldi fólks var í gæsluvarðhaldi í Síðumúla vegna Guðmundarmáls. „Málinu var lokað hér sem óloknu á sínum tíma og ekki að sjá að það séu neinar viðbótarupplýsingar í því í rauninni,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. „Þá er þetta mál í rauninni eins og hvert annað mannshvarf og engu lokið í því en ekkert er aðhafst nema nýjar upplýsingar berist.“ Ólafur segir mikið álag á embættinu en gríðarlegan tíma tæki að fara í gegnum öll gögnin til að athuga hvort ástæða sé til að hefja einhverja rannsókn. „Ef við færum í að taka málið allt upp þá þyrftum við í rauninni sér fjárveitingu í málið. Það er ekkert útilokað en ekkert heldur sem við sjáum sem kallar á að gera slíkt,“ segir Ólafur. Hann segir þær upplýsingar sem embættinu hafi borist ekki hafa leitt neitt en að allar upplýsingar séu vel þegnar. adalheidur@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Lögreglumál Tengdar fréttir Íhuga nú rannsókn á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að til skoðunar sé að opna rannsókn á hvarfi Guðmundar og Geirfinns. Nýjar ábendingar gætu gefið ástæðu til rannsóknar á ný. 2. október 2018 07:30 Ómögulegt að segja til um bótafjárhæð Ekkert fordæmi er til um mál áþekkt Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Fimm manns voru sýknaðir af þætti sínum í hvarfi eftir að hafa hlotið dóm fyrir brotið fyrir 38 árum. Mögulega er heppilegra að greiða sanngirnisbætur í stað bóta. 1. október 2018 06:00 Blendnar tilfinningar eftir sýknudóm Erla Bolladóttir, sem var ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist glíma við blendnar tilfinningar eftir að dómur Hæstaréttar féll í málinu á fimmtudaginn. Hún segist fagna sýknudómi Hæstaréttar yfir mönnunum fimm sem ákærðir voru í málinu árið 1976 og dæmdir árið 1980. Erla var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 í dag. 29. september 2018 14:10 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Íhuga nú rannsókn á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að til skoðunar sé að opna rannsókn á hvarfi Guðmundar og Geirfinns. Nýjar ábendingar gætu gefið ástæðu til rannsóknar á ný. 2. október 2018 07:30
Ómögulegt að segja til um bótafjárhæð Ekkert fordæmi er til um mál áþekkt Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Fimm manns voru sýknaðir af þætti sínum í hvarfi eftir að hafa hlotið dóm fyrir brotið fyrir 38 árum. Mögulega er heppilegra að greiða sanngirnisbætur í stað bóta. 1. október 2018 06:00
Blendnar tilfinningar eftir sýknudóm Erla Bolladóttir, sem var ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist glíma við blendnar tilfinningar eftir að dómur Hæstaréttar féll í málinu á fimmtudaginn. Hún segist fagna sýknudómi Hæstaréttar yfir mönnunum fimm sem ákærðir voru í málinu árið 1976 og dæmdir árið 1980. Erla var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 í dag. 29. september 2018 14:10