Segir alltof fáar hjáveituaðgerðir gerðar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. nóvember 2018 22:30 Hátt í tvö þúsund magahjáveituaðgerðir hafa verið gerðar á Landspítalanum frá aldamótum en þetta er mikilvægt meðferðarúrræði fyrir þá sem glíma við sjúklega offitu. Eitt af skilyrðunum sem þarf að uppfylla er að vera með hærri þyngdarstuðul en 35. Þetta er til dæmis einstaklingur sem er 170 sentímetrar á hæð og 110 kíló eða meira. Eða 160 sentímetrar á hæð og 95 kíló eða meira. Þá er einnig horft til þess hvort einnstaklingur sé kviðmikill eða kominn með fylgisjúkdóma offitu, til dæmis sykursýki. Að sögn Hjartar Georgs Gíslasonar, skurðlæknis, á þetta við um um fimmtán prósent landsmanna. Hann segir að aðeins brot þeirra sem þurfi og vilji komast í aðgerð á Landspítalanum komist að en fyrst þarf fólk að fara í undirbúningsmeðferð á Reykjalundi þar sem biðlistar eru langir. „Núna er um hundrað sjúklingar á biðlista en vandamálið er miklu stærra en það. Þetta er uppsafnaður vandi og fólk er að fara til útlanda og greiðir fyrir sjálft sem mér þykir mjög miður,“ segir Hjörtur en algengast er að fólk fari til Lettlands í aðgerð og komi svo heim eftirlitslaust. Hjörtur vill að bætt verði úr vandamálinu en árlega eru gerðar 50 aðgerðir á Landspítalnum en þær þyrftu að vera yfir 150. „Sjúklingar eiga ekki að þurfa að fara til útlanda til þess að þurfa fara í þessar aðgerðir. Það á að sinna þessu með sóma hérna. Þetta er miklu meira en aðgerðin. Það þarf að sinna fylgikvillum þessara aðgerða af fagfólki,“ segir Hjörtur. Hjörtur segir að rannsóknir hafi sýnt fram á að ýmsar leiðir megrunar hafi verið reyndar hjá þessum hópi í gegn um tíðina, meðal annars megrunarkúrar, þjálfunaraðferðir og lyf en ekkert þessa leiði til árangurs. „Þetta er alvarlegt heilsufarsmál sem þarf að sinna og þeir sem eru orðnir allt of feitir, eina meðferðarúrræðið sem er aðgerð,“ segir Hjörtur. Heilbrigðismál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Sjá meira
Hátt í tvö þúsund magahjáveituaðgerðir hafa verið gerðar á Landspítalanum frá aldamótum en þetta er mikilvægt meðferðarúrræði fyrir þá sem glíma við sjúklega offitu. Eitt af skilyrðunum sem þarf að uppfylla er að vera með hærri þyngdarstuðul en 35. Þetta er til dæmis einstaklingur sem er 170 sentímetrar á hæð og 110 kíló eða meira. Eða 160 sentímetrar á hæð og 95 kíló eða meira. Þá er einnig horft til þess hvort einnstaklingur sé kviðmikill eða kominn með fylgisjúkdóma offitu, til dæmis sykursýki. Að sögn Hjartar Georgs Gíslasonar, skurðlæknis, á þetta við um um fimmtán prósent landsmanna. Hann segir að aðeins brot þeirra sem þurfi og vilji komast í aðgerð á Landspítalanum komist að en fyrst þarf fólk að fara í undirbúningsmeðferð á Reykjalundi þar sem biðlistar eru langir. „Núna er um hundrað sjúklingar á biðlista en vandamálið er miklu stærra en það. Þetta er uppsafnaður vandi og fólk er að fara til útlanda og greiðir fyrir sjálft sem mér þykir mjög miður,“ segir Hjörtur en algengast er að fólk fari til Lettlands í aðgerð og komi svo heim eftirlitslaust. Hjörtur vill að bætt verði úr vandamálinu en árlega eru gerðar 50 aðgerðir á Landspítalnum en þær þyrftu að vera yfir 150. „Sjúklingar eiga ekki að þurfa að fara til útlanda til þess að þurfa fara í þessar aðgerðir. Það á að sinna þessu með sóma hérna. Þetta er miklu meira en aðgerðin. Það þarf að sinna fylgikvillum þessara aðgerða af fagfólki,“ segir Hjörtur. Hjörtur segir að rannsóknir hafi sýnt fram á að ýmsar leiðir megrunar hafi verið reyndar hjá þessum hópi í gegn um tíðina, meðal annars megrunarkúrar, þjálfunaraðferðir og lyf en ekkert þessa leiði til árangurs. „Þetta er alvarlegt heilsufarsmál sem þarf að sinna og þeir sem eru orðnir allt of feitir, eina meðferðarúrræðið sem er aðgerð,“ segir Hjörtur.
Heilbrigðismál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Sjá meira