Vill láta reisa minnismerki um þá sem látist hafa í umferðinni Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 18. nóvember 2018 19:30 Alþjóðlegur minningardagur þeirra sem látist hafa í umferðinni var haldinn á þyrlupallinum við Landspítalann í Fossvogi í dag í sjöunda sinn. Frá því að fyrsta banaslysið varð hér á landi árið 1915 hafa 1564 einstaklingar látist í umferðinni. Um það bil 4.000 einstaklingar láta lífið og hundruð þúsunda slasast í umferðinni í heiminum á degi hverjum.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, missti foreldra sína í bílslysi árið 1987.Vísir/SkjáskotFjöldi fólks kom saman til athafnarinnar í dag, bæði viðbragðs- og björgunaraðilar en einnig aðstandendur fólks sem látist hefur í umferðinni. Dagurinn er einnig hugsaður sem vitundarvakning fyrir almenning og einnig til að heiðra viðbragðsaðila. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, flutti ávarp í tilefni dagsins en hann missti sjálfur foreldra sína í bílslysi í Svínahrauni árið 1987. Hann lagði meðal annars til í ræðu sinni að við þyrlupallinn yrði reist minnismerki um þá sem látist hafa í umferðinni. „Þetta er alþjóðlegur dagur og við höfum haldið þennan viðburð árlega á þessum stað,“ segir Sigurður Ingi. „Væri ekki gott að við hefðum einhvern ramma utan um þennan viðburð? Eitthvað sem gæti vakið okkur hin sem eru í samfélaginu til umhugsunar af því að það er tilgangurinn með deginum.“Sonur Þórönnu M. Sigurbergsdóttir lést í bílslysi árið 1996. hann hefði orðið 40 ára í dag.Vísir/SkjáskotÞóranna M. Sigurbergsdóttir og eiginmaður hennar Steingrímur Ágúst Jónsson misstu son sinn, Sigurjón Steingrímsson, aðeins 17 ára gamlan í umferðarslysi á Reykjanesbrautinni árið 1996 en hann hefði orðið fertugur í dag. Í ávarpi sínu velti hún því fyrir sér hvernig maður hann væri í dag hefði hann lifað. Hún segir það hafa tekið tíma að takast á við missinn og sorgina en hún, ásamt tveimur vinkonum sem einnig hafa misst syni, skrifaði bókina Móðir, missir, máttur til að takast á við söknuðinn. Sigurjón lést eftir að hafa keyrt yfir á öfugan vegarhelming á Reykjanesbrautinni en Þóranna hvetur annað fólk til að vera á varðbergi í umferðinni svo það þurfi ekki að upplifa sama missi og hún gerði. „Ég veit ekki hvað gerðist. Þetta gerðist á góðviðrisdegi og hann var vel sofinn,“ segir hún um daginn örlagaríka. „Bara augnabliks aðgæsluleysi getur verið afdrifaríkt. Jafnvel leitt til dauða. Að horfa í aðra átt, að teygja sig eftir einhverju. Hvað þá núna þegar fólk er með farsíma og allskonar truflun í gangi. Vera vakandi í umferðinni og láta ekki trufla sig“ Samgönguslys Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
Alþjóðlegur minningardagur þeirra sem látist hafa í umferðinni var haldinn á þyrlupallinum við Landspítalann í Fossvogi í dag í sjöunda sinn. Frá því að fyrsta banaslysið varð hér á landi árið 1915 hafa 1564 einstaklingar látist í umferðinni. Um það bil 4.000 einstaklingar láta lífið og hundruð þúsunda slasast í umferðinni í heiminum á degi hverjum.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, missti foreldra sína í bílslysi árið 1987.Vísir/SkjáskotFjöldi fólks kom saman til athafnarinnar í dag, bæði viðbragðs- og björgunaraðilar en einnig aðstandendur fólks sem látist hefur í umferðinni. Dagurinn er einnig hugsaður sem vitundarvakning fyrir almenning og einnig til að heiðra viðbragðsaðila. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, flutti ávarp í tilefni dagsins en hann missti sjálfur foreldra sína í bílslysi í Svínahrauni árið 1987. Hann lagði meðal annars til í ræðu sinni að við þyrlupallinn yrði reist minnismerki um þá sem látist hafa í umferðinni. „Þetta er alþjóðlegur dagur og við höfum haldið þennan viðburð árlega á þessum stað,“ segir Sigurður Ingi. „Væri ekki gott að við hefðum einhvern ramma utan um þennan viðburð? Eitthvað sem gæti vakið okkur hin sem eru í samfélaginu til umhugsunar af því að það er tilgangurinn með deginum.“Sonur Þórönnu M. Sigurbergsdóttir lést í bílslysi árið 1996. hann hefði orðið 40 ára í dag.Vísir/SkjáskotÞóranna M. Sigurbergsdóttir og eiginmaður hennar Steingrímur Ágúst Jónsson misstu son sinn, Sigurjón Steingrímsson, aðeins 17 ára gamlan í umferðarslysi á Reykjanesbrautinni árið 1996 en hann hefði orðið fertugur í dag. Í ávarpi sínu velti hún því fyrir sér hvernig maður hann væri í dag hefði hann lifað. Hún segir það hafa tekið tíma að takast á við missinn og sorgina en hún, ásamt tveimur vinkonum sem einnig hafa misst syni, skrifaði bókina Móðir, missir, máttur til að takast á við söknuðinn. Sigurjón lést eftir að hafa keyrt yfir á öfugan vegarhelming á Reykjanesbrautinni en Þóranna hvetur annað fólk til að vera á varðbergi í umferðinni svo það þurfi ekki að upplifa sama missi og hún gerði. „Ég veit ekki hvað gerðist. Þetta gerðist á góðviðrisdegi og hann var vel sofinn,“ segir hún um daginn örlagaríka. „Bara augnabliks aðgæsluleysi getur verið afdrifaríkt. Jafnvel leitt til dauða. Að horfa í aðra átt, að teygja sig eftir einhverju. Hvað þá núna þegar fólk er með farsíma og allskonar truflun í gangi. Vera vakandi í umferðinni og láta ekki trufla sig“
Samgönguslys Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira