Sagafilm verðlaunað fyrir jafnan hlut kvenna í starfi og framleiðslu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. nóvember 2018 12:38 Sagafilm var verðlaunað fyrir að jafna hlut kvenna í starfi sínu og framleiðslu í morgun Vísir/Baldur Sagafilm hefur hlotið hvatningarverðlaun jafnréttismála 2018 fyrir að hafa jafnað hlut kynjanna þegar kemur að starfsmönnum og stjórnun auk fleiri kvenhlutverka í framleiðslu. Að verðlaununum standa atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Festa og Háskóli Íslands auk þess sem sérstakur samstarfsaðili er UN Women á Íslandi. Markmiðið með verðlaununum er að vekja jákvæða athygli á fyrirtækjum sem hafa jafnrétti að leiðarljósi í starfi sínu og hvetja önnur fyrirtæki til hins sama. Niðurstaða dómnefndar var að veita Sagafilm verðlaunin fyrir að hafa sett skýr markmið varðandi að jafna hlut kvenna í starfi sínu og framleiðslu og óhikað hrundið þeim í framkvæmd. Hilmar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sagafilm, segir fyrirtækið hafa sett jafnréttisstefnu í upphafi síðasta árs með þessum fína árangri. „Í kjölfarið urðu breytingar hér hjá okkur þar sem markvisst var verið að vinna að jöfnun kynjanna með vali á efni sem við framleiðum. Einnig hvað varðar val á leikstjórum og handritshöfundum. Svo fórum við í gegnum jafnlaunavottun til að klára þennan feril okkar og fengum vottun núna í vor,“ segir Hilmar. Það er nú jafn margar konur og karlar í starfsmannahópi Sagafilm og einnig í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Eins og áður segir sést einnig jafnari kynjahlutföll í framleiðslunni. „Nærtækasta dæmið er Flateyjargáta sem var frumsýnd í gær með konu í aðalhlutverki og þetta er þriðja þáttaröðin í röð þar sem aðalhlutverkið er í höndum konu. Við erum að fara í stórt verkefni eftir áramót sem er tíu þátta sjónvarpssería þar sem kona er aðalleikstjóri, þannig að það eru næg tækifæri,“ segir Hilmar. Bíó og sjónvarp Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Sagafilm hefur hlotið hvatningarverðlaun jafnréttismála 2018 fyrir að hafa jafnað hlut kynjanna þegar kemur að starfsmönnum og stjórnun auk fleiri kvenhlutverka í framleiðslu. Að verðlaununum standa atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Festa og Háskóli Íslands auk þess sem sérstakur samstarfsaðili er UN Women á Íslandi. Markmiðið með verðlaununum er að vekja jákvæða athygli á fyrirtækjum sem hafa jafnrétti að leiðarljósi í starfi sínu og hvetja önnur fyrirtæki til hins sama. Niðurstaða dómnefndar var að veita Sagafilm verðlaunin fyrir að hafa sett skýr markmið varðandi að jafna hlut kvenna í starfi sínu og framleiðslu og óhikað hrundið þeim í framkvæmd. Hilmar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sagafilm, segir fyrirtækið hafa sett jafnréttisstefnu í upphafi síðasta árs með þessum fína árangri. „Í kjölfarið urðu breytingar hér hjá okkur þar sem markvisst var verið að vinna að jöfnun kynjanna með vali á efni sem við framleiðum. Einnig hvað varðar val á leikstjórum og handritshöfundum. Svo fórum við í gegnum jafnlaunavottun til að klára þennan feril okkar og fengum vottun núna í vor,“ segir Hilmar. Það er nú jafn margar konur og karlar í starfsmannahópi Sagafilm og einnig í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Eins og áður segir sést einnig jafnari kynjahlutföll í framleiðslunni. „Nærtækasta dæmið er Flateyjargáta sem var frumsýnd í gær með konu í aðalhlutverki og þetta er þriðja þáttaröðin í röð þar sem aðalhlutverkið er í höndum konu. Við erum að fara í stórt verkefni eftir áramót sem er tíu þátta sjónvarpssería þar sem kona er aðalleikstjóri, þannig að það eru næg tækifæri,“ segir Hilmar.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira