Þrumufleygur Van Dijk í uppbótartíma skaut Hollandi í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Miðvörðurinn fagnar markinu í kvöld.
Miðvörðurinn fagnar markinu í kvöld. vísir/getty
Það var mikil dramatík á Veltins-leikvanginum í Gelsenkirchen er Þýskaland og Holland gerðu 2-2 jafntefli í síðasta leik liðanna í fyrsta riðli A-deildar Þjóðadeildarinnar.

Leikurinn skipti engu máli fyrir Þýskaland hvað varðar Þjóðadeildina en þeir eru nú þegar fallnir eins og við Íslendingar. Hins vegar myndi stig skjóta Hollandi í úrslitakeppnina.

Það leit ekki vel út fyrir Hollendinga því eftir tuttugu mínútr voru Þjóðverjar komnir í 2-0 með mörkum frá Timo Werner og Leroy Sane. Þannig stóðu leikar í hálfleik.

Hollendingar minnkuðu muninn fimm mínútum fyrir leikslok er Quincy Promes minnkaði muninn og í uppbótartímanum jafnaði miðvörðurinn Virgil van Dijk metin með þrumuskoti.

Lokatölur 2-2 og þrumuskot van Dijk í uppbótartímanum tryggði Hollendingum efsta sæti riðilsins og þar af leiðandi sæti í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar.

Frakkarnir voru á leiðinni í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar allt þangað til í uppbótartíma en þeir enda í öðru sætinu. Bæði Frakkar og Holland með sjö stig en Hollendingar betri markahlutfall.

Þjóðverjar eru fallnir í B-deildina. Þeir enda fyrsta riðilinn með einungis tvö stig og það er spurning hvort að við Íslendingar verðum með Þjóðverjum í riðli í B-deildinni næst er Þjóðadeildin verður leikin.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira