Einkunnir Íslands: Albert bestur gegn Katar 19. nóvember 2018 20:24 Albert er að setja pressu á Erik Hamrén, landsliðsþjálfara. vísir/getty Ísland og Katar gerðu 2-2 jafntefli er liðin mættust í vináttulandsleik í Eupen í Belgíu en þetta var síðasti leikur Íslands á árinu. Katar komst yfir á þriðju mínútu en Ísland náði að snúa leiknum sér í hag með mörkum frá Ara Frey Skúlasyni og Kolbeini Sigþórssyni. Katar náði að jafna metin er tæpur stundarfrjórðungur var til leiksloka. Lokatölur 2-2. Það var fátt um fína drætti hjá íslenska liðinu í kvöld og að mati Vísis var það Albert Guðmundsson sem stóð sig hvað best í kvöld.Byrjunarlið:Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 4 Rúnar er ekki að gera mikið til þess að slá út Hannes Halldórsson. Spurningarmerki með hann í báðum mörkum sem Katar skoraði í leiknum og hann kom sér einnig í vandræði í fyrri hálfleiknum er hann reyndi að leika á framherja Katar.Rúrik Gíslason, hægri vængbakvörður 5 Átti nokkra góða spretti upp völlinn en lenti af og til í vandræðum maður á móti manni í varnarleiknum. Gefur okkur mikið sóknarlega en gegn sterkari aðilum gæti það verið áhættusamt að hafa Rúrik í hægri vængbakverðinum.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 6 Stóð sína vakt í varnarleiknum og í raun afar lítið hægt að setja út á varnarlínu liðsins í þessum leik. Bæði mörk Katar koma eftir þrumuskot. Hann vildi væntanlega fá betri föst leikatriði því hann náði lítið að gera sig gildandi í þeim og það er eitthvað sem við verðum að nýta betur.Kári Árnason, miðvörður 5 Stóð vaktina vel meðan hann var inn á en fyrirliði kvöldsins þurfti að fara snemma af velli vegna meiðsla. Fór af velli eftir hálftíma leik.Hörður Björgvin Magnússon, miðvörður 5 Ágætur varnarlega. Eins og sagt í fyrri umsögnum um varnarmenn liðsins reyndi lítið á varnarleikinn en Hörður er áfram í vandræðum sóknarlega með sendingar upp völlinn.Ari Freyr Skúlason, vinstri vængbakvörður 6 Var öflugur í kvöld. Skoraði flott mark beint úr aukaspyrnu og var ógnandi upp völlinn er við sóttum. Kom sér í eitt gott færi en var of lengi að athafna sig. Fínn leikur hjá Ara.Eggert Gunnþór Jónsson, miðjumaður 6 Skilaði því sem hann átti að skila í kvöld eftir langa fjarveru frá landsliðinu. Var fínn á miðjunni varnarlega en var lítið áberandi í sóknarleiknum sem er afar eðlilegt því það er ekki hans hlutverk. Fín frammistaða hjá Eggerti sem getur verið ánægður með endurkomuna.Arnór Sigurðsson, miðjumaður 6 Ungi strákurinn var ekki mikið sýnilegur í kvöld. Skilaði boltanum einfaldlega frá sér þegar hann fékk hann en var lítt áberandi eins og fleiri leikmenn íslenska liðsins í kvöld. Er samt kominn inn og stækkar landsliðshópinn okkar. Gerir klárlega tilkall fyrir næsta verkefni eftir þennan landsliðsglugga.Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 5 Lítið í takt við leikinn. Hljóð og barðist eins og alltaf en var lítið áberandi er við reyndum að byggja upp einhvern sóknarleik. Þarf að gera enn meira í svona leikjum vilji hann halda sér í hópnum og hvað þá byrjunarliðinu.Albert Guðmundsson, sóknarmaður 7 Maður leiksins í nokkuð flöti íslensku liði í kvöld. Drengurinn er með trufluð gæði. Nokkrum sinnum datt hann í gírinn og þá litu varnarmenn Katar ansi illa út. Var sér í lagi öflugur í fyrri hálfleik en týndist aðeins í þeim síðari. Gæti orðið X-faktor í undankeppninni fyrir EM 2020 og rúmlega það.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 7 Komst vel frá leiknum. Var sterkur í föstum leikatriðum auk þess sem hann var góður batti er Ísland spilaði sig upp völlinn. Stór og sterkur. Fín frammistaða. Skoraði af vítapunktinum í síðari hálfeik og það er líklega þungu, þungu fargi af kappanum létt.Varamenn:Hjörtur Hermannsson - (Kom inn á fyrir Kára Árnason á 34. mínútu) 5 Gleymdi sér í einni fyrirgjöf en spilaði annars ágætlega.Andri Rúnar Bjarnason - (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 61. mínútu) 5 Komst lítið í takt við leikinn.Guðlaug Victor Pálsson - (Kom inn á fyrir Eggert Gunnþór Jónsson á 61. mínútu) 5 Komst lítið í takt við leikinn.Samúel Kári Friðjónsson - (Kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson á 75. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.Birkir Már Sævarsson - (Kom inn á fyrir Rúrik Gíslason á 75. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. Fótbolti Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira
Ísland og Katar gerðu 2-2 jafntefli er liðin mættust í vináttulandsleik í Eupen í Belgíu en þetta var síðasti leikur Íslands á árinu. Katar komst yfir á þriðju mínútu en Ísland náði að snúa leiknum sér í hag með mörkum frá Ara Frey Skúlasyni og Kolbeini Sigþórssyni. Katar náði að jafna metin er tæpur stundarfrjórðungur var til leiksloka. Lokatölur 2-2. Það var fátt um fína drætti hjá íslenska liðinu í kvöld og að mati Vísis var það Albert Guðmundsson sem stóð sig hvað best í kvöld.Byrjunarlið:Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 4 Rúnar er ekki að gera mikið til þess að slá út Hannes Halldórsson. Spurningarmerki með hann í báðum mörkum sem Katar skoraði í leiknum og hann kom sér einnig í vandræði í fyrri hálfleiknum er hann reyndi að leika á framherja Katar.Rúrik Gíslason, hægri vængbakvörður 5 Átti nokkra góða spretti upp völlinn en lenti af og til í vandræðum maður á móti manni í varnarleiknum. Gefur okkur mikið sóknarlega en gegn sterkari aðilum gæti það verið áhættusamt að hafa Rúrik í hægri vængbakverðinum.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 6 Stóð sína vakt í varnarleiknum og í raun afar lítið hægt að setja út á varnarlínu liðsins í þessum leik. Bæði mörk Katar koma eftir þrumuskot. Hann vildi væntanlega fá betri föst leikatriði því hann náði lítið að gera sig gildandi í þeim og það er eitthvað sem við verðum að nýta betur.Kári Árnason, miðvörður 5 Stóð vaktina vel meðan hann var inn á en fyrirliði kvöldsins þurfti að fara snemma af velli vegna meiðsla. Fór af velli eftir hálftíma leik.Hörður Björgvin Magnússon, miðvörður 5 Ágætur varnarlega. Eins og sagt í fyrri umsögnum um varnarmenn liðsins reyndi lítið á varnarleikinn en Hörður er áfram í vandræðum sóknarlega með sendingar upp völlinn.Ari Freyr Skúlason, vinstri vængbakvörður 6 Var öflugur í kvöld. Skoraði flott mark beint úr aukaspyrnu og var ógnandi upp völlinn er við sóttum. Kom sér í eitt gott færi en var of lengi að athafna sig. Fínn leikur hjá Ara.Eggert Gunnþór Jónsson, miðjumaður 6 Skilaði því sem hann átti að skila í kvöld eftir langa fjarveru frá landsliðinu. Var fínn á miðjunni varnarlega en var lítið áberandi í sóknarleiknum sem er afar eðlilegt því það er ekki hans hlutverk. Fín frammistaða hjá Eggerti sem getur verið ánægður með endurkomuna.Arnór Sigurðsson, miðjumaður 6 Ungi strákurinn var ekki mikið sýnilegur í kvöld. Skilaði boltanum einfaldlega frá sér þegar hann fékk hann en var lítt áberandi eins og fleiri leikmenn íslenska liðsins í kvöld. Er samt kominn inn og stækkar landsliðshópinn okkar. Gerir klárlega tilkall fyrir næsta verkefni eftir þennan landsliðsglugga.Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 5 Lítið í takt við leikinn. Hljóð og barðist eins og alltaf en var lítið áberandi er við reyndum að byggja upp einhvern sóknarleik. Þarf að gera enn meira í svona leikjum vilji hann halda sér í hópnum og hvað þá byrjunarliðinu.Albert Guðmundsson, sóknarmaður 7 Maður leiksins í nokkuð flöti íslensku liði í kvöld. Drengurinn er með trufluð gæði. Nokkrum sinnum datt hann í gírinn og þá litu varnarmenn Katar ansi illa út. Var sér í lagi öflugur í fyrri hálfleik en týndist aðeins í þeim síðari. Gæti orðið X-faktor í undankeppninni fyrir EM 2020 og rúmlega það.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 7 Komst vel frá leiknum. Var sterkur í föstum leikatriðum auk þess sem hann var góður batti er Ísland spilaði sig upp völlinn. Stór og sterkur. Fín frammistaða. Skoraði af vítapunktinum í síðari hálfeik og það er líklega þungu, þungu fargi af kappanum létt.Varamenn:Hjörtur Hermannsson - (Kom inn á fyrir Kára Árnason á 34. mínútu) 5 Gleymdi sér í einni fyrirgjöf en spilaði annars ágætlega.Andri Rúnar Bjarnason - (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 61. mínútu) 5 Komst lítið í takt við leikinn.Guðlaug Victor Pálsson - (Kom inn á fyrir Eggert Gunnþór Jónsson á 61. mínútu) 5 Komst lítið í takt við leikinn.Samúel Kári Friðjónsson - (Kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson á 75. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.Birkir Már Sævarsson - (Kom inn á fyrir Rúrik Gíslason á 75. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Fótbolti Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira