Einkunnir Íslands: Albert bestur gegn Katar 19. nóvember 2018 20:24 Albert er að setja pressu á Erik Hamrén, landsliðsþjálfara. vísir/getty Ísland og Katar gerðu 2-2 jafntefli er liðin mættust í vináttulandsleik í Eupen í Belgíu en þetta var síðasti leikur Íslands á árinu. Katar komst yfir á þriðju mínútu en Ísland náði að snúa leiknum sér í hag með mörkum frá Ara Frey Skúlasyni og Kolbeini Sigþórssyni. Katar náði að jafna metin er tæpur stundarfrjórðungur var til leiksloka. Lokatölur 2-2. Það var fátt um fína drætti hjá íslenska liðinu í kvöld og að mati Vísis var það Albert Guðmundsson sem stóð sig hvað best í kvöld.Byrjunarlið:Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 4 Rúnar er ekki að gera mikið til þess að slá út Hannes Halldórsson. Spurningarmerki með hann í báðum mörkum sem Katar skoraði í leiknum og hann kom sér einnig í vandræði í fyrri hálfleiknum er hann reyndi að leika á framherja Katar.Rúrik Gíslason, hægri vængbakvörður 5 Átti nokkra góða spretti upp völlinn en lenti af og til í vandræðum maður á móti manni í varnarleiknum. Gefur okkur mikið sóknarlega en gegn sterkari aðilum gæti það verið áhættusamt að hafa Rúrik í hægri vængbakverðinum.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 6 Stóð sína vakt í varnarleiknum og í raun afar lítið hægt að setja út á varnarlínu liðsins í þessum leik. Bæði mörk Katar koma eftir þrumuskot. Hann vildi væntanlega fá betri föst leikatriði því hann náði lítið að gera sig gildandi í þeim og það er eitthvað sem við verðum að nýta betur.Kári Árnason, miðvörður 5 Stóð vaktina vel meðan hann var inn á en fyrirliði kvöldsins þurfti að fara snemma af velli vegna meiðsla. Fór af velli eftir hálftíma leik.Hörður Björgvin Magnússon, miðvörður 5 Ágætur varnarlega. Eins og sagt í fyrri umsögnum um varnarmenn liðsins reyndi lítið á varnarleikinn en Hörður er áfram í vandræðum sóknarlega með sendingar upp völlinn.Ari Freyr Skúlason, vinstri vængbakvörður 6 Var öflugur í kvöld. Skoraði flott mark beint úr aukaspyrnu og var ógnandi upp völlinn er við sóttum. Kom sér í eitt gott færi en var of lengi að athafna sig. Fínn leikur hjá Ara.Eggert Gunnþór Jónsson, miðjumaður 6 Skilaði því sem hann átti að skila í kvöld eftir langa fjarveru frá landsliðinu. Var fínn á miðjunni varnarlega en var lítið áberandi í sóknarleiknum sem er afar eðlilegt því það er ekki hans hlutverk. Fín frammistaða hjá Eggerti sem getur verið ánægður með endurkomuna.Arnór Sigurðsson, miðjumaður 6 Ungi strákurinn var ekki mikið sýnilegur í kvöld. Skilaði boltanum einfaldlega frá sér þegar hann fékk hann en var lítt áberandi eins og fleiri leikmenn íslenska liðsins í kvöld. Er samt kominn inn og stækkar landsliðshópinn okkar. Gerir klárlega tilkall fyrir næsta verkefni eftir þennan landsliðsglugga.Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 5 Lítið í takt við leikinn. Hljóð og barðist eins og alltaf en var lítið áberandi er við reyndum að byggja upp einhvern sóknarleik. Þarf að gera enn meira í svona leikjum vilji hann halda sér í hópnum og hvað þá byrjunarliðinu.Albert Guðmundsson, sóknarmaður 7 Maður leiksins í nokkuð flöti íslensku liði í kvöld. Drengurinn er með trufluð gæði. Nokkrum sinnum datt hann í gírinn og þá litu varnarmenn Katar ansi illa út. Var sér í lagi öflugur í fyrri hálfleik en týndist aðeins í þeim síðari. Gæti orðið X-faktor í undankeppninni fyrir EM 2020 og rúmlega það.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 7 Komst vel frá leiknum. Var sterkur í föstum leikatriðum auk þess sem hann var góður batti er Ísland spilaði sig upp völlinn. Stór og sterkur. Fín frammistaða. Skoraði af vítapunktinum í síðari hálfeik og það er líklega þungu, þungu fargi af kappanum létt.Varamenn:Hjörtur Hermannsson - (Kom inn á fyrir Kára Árnason á 34. mínútu) 5 Gleymdi sér í einni fyrirgjöf en spilaði annars ágætlega.Andri Rúnar Bjarnason - (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 61. mínútu) 5 Komst lítið í takt við leikinn.Guðlaug Victor Pálsson - (Kom inn á fyrir Eggert Gunnþór Jónsson á 61. mínútu) 5 Komst lítið í takt við leikinn.Samúel Kári Friðjónsson - (Kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson á 75. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.Birkir Már Sævarsson - (Kom inn á fyrir Rúrik Gíslason á 75. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. Fótbolti Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Ísland og Katar gerðu 2-2 jafntefli er liðin mættust í vináttulandsleik í Eupen í Belgíu en þetta var síðasti leikur Íslands á árinu. Katar komst yfir á þriðju mínútu en Ísland náði að snúa leiknum sér í hag með mörkum frá Ara Frey Skúlasyni og Kolbeini Sigþórssyni. Katar náði að jafna metin er tæpur stundarfrjórðungur var til leiksloka. Lokatölur 2-2. Það var fátt um fína drætti hjá íslenska liðinu í kvöld og að mati Vísis var það Albert Guðmundsson sem stóð sig hvað best í kvöld.Byrjunarlið:Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 4 Rúnar er ekki að gera mikið til þess að slá út Hannes Halldórsson. Spurningarmerki með hann í báðum mörkum sem Katar skoraði í leiknum og hann kom sér einnig í vandræði í fyrri hálfleiknum er hann reyndi að leika á framherja Katar.Rúrik Gíslason, hægri vængbakvörður 5 Átti nokkra góða spretti upp völlinn en lenti af og til í vandræðum maður á móti manni í varnarleiknum. Gefur okkur mikið sóknarlega en gegn sterkari aðilum gæti það verið áhættusamt að hafa Rúrik í hægri vængbakverðinum.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 6 Stóð sína vakt í varnarleiknum og í raun afar lítið hægt að setja út á varnarlínu liðsins í þessum leik. Bæði mörk Katar koma eftir þrumuskot. Hann vildi væntanlega fá betri föst leikatriði því hann náði lítið að gera sig gildandi í þeim og það er eitthvað sem við verðum að nýta betur.Kári Árnason, miðvörður 5 Stóð vaktina vel meðan hann var inn á en fyrirliði kvöldsins þurfti að fara snemma af velli vegna meiðsla. Fór af velli eftir hálftíma leik.Hörður Björgvin Magnússon, miðvörður 5 Ágætur varnarlega. Eins og sagt í fyrri umsögnum um varnarmenn liðsins reyndi lítið á varnarleikinn en Hörður er áfram í vandræðum sóknarlega með sendingar upp völlinn.Ari Freyr Skúlason, vinstri vængbakvörður 6 Var öflugur í kvöld. Skoraði flott mark beint úr aukaspyrnu og var ógnandi upp völlinn er við sóttum. Kom sér í eitt gott færi en var of lengi að athafna sig. Fínn leikur hjá Ara.Eggert Gunnþór Jónsson, miðjumaður 6 Skilaði því sem hann átti að skila í kvöld eftir langa fjarveru frá landsliðinu. Var fínn á miðjunni varnarlega en var lítið áberandi í sóknarleiknum sem er afar eðlilegt því það er ekki hans hlutverk. Fín frammistaða hjá Eggerti sem getur verið ánægður með endurkomuna.Arnór Sigurðsson, miðjumaður 6 Ungi strákurinn var ekki mikið sýnilegur í kvöld. Skilaði boltanum einfaldlega frá sér þegar hann fékk hann en var lítt áberandi eins og fleiri leikmenn íslenska liðsins í kvöld. Er samt kominn inn og stækkar landsliðshópinn okkar. Gerir klárlega tilkall fyrir næsta verkefni eftir þennan landsliðsglugga.Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 5 Lítið í takt við leikinn. Hljóð og barðist eins og alltaf en var lítið áberandi er við reyndum að byggja upp einhvern sóknarleik. Þarf að gera enn meira í svona leikjum vilji hann halda sér í hópnum og hvað þá byrjunarliðinu.Albert Guðmundsson, sóknarmaður 7 Maður leiksins í nokkuð flöti íslensku liði í kvöld. Drengurinn er með trufluð gæði. Nokkrum sinnum datt hann í gírinn og þá litu varnarmenn Katar ansi illa út. Var sér í lagi öflugur í fyrri hálfleik en týndist aðeins í þeim síðari. Gæti orðið X-faktor í undankeppninni fyrir EM 2020 og rúmlega það.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 7 Komst vel frá leiknum. Var sterkur í föstum leikatriðum auk þess sem hann var góður batti er Ísland spilaði sig upp völlinn. Stór og sterkur. Fín frammistaða. Skoraði af vítapunktinum í síðari hálfeik og það er líklega þungu, þungu fargi af kappanum létt.Varamenn:Hjörtur Hermannsson - (Kom inn á fyrir Kára Árnason á 34. mínútu) 5 Gleymdi sér í einni fyrirgjöf en spilaði annars ágætlega.Andri Rúnar Bjarnason - (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 61. mínútu) 5 Komst lítið í takt við leikinn.Guðlaug Victor Pálsson - (Kom inn á fyrir Eggert Gunnþór Jónsson á 61. mínútu) 5 Komst lítið í takt við leikinn.Samúel Kári Friðjónsson - (Kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson á 75. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.Birkir Már Sævarsson - (Kom inn á fyrir Rúrik Gíslason á 75. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Fótbolti Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti