Fótbolti

Superclasico í úrslitaeinvígi Meistaradeildar Suður-Ameríku

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Það verður líklega ágætis stemning í úrslitaleikjum Copa Libertadores í ár
Það verður líklega ágætis stemning í úrslitaleikjum Copa Libertadores í ár vísir/getty
Boca Juniors tryggði sér í nótt farseðil í úrslitaeinvígi Copa Libertadores, Meistaradeild Suður-Ameríku, þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Palmeiras í Brasilíu en Boca vann fyrri leikinn 2-0 og er því komið í úrslitaeinvígi.

Þar bíða þeirra engir aðrir en erkifjendurnir í River Plate og má ætla að heimsbyggðin muni fylgjast með þessu sögulega úrslitaeinvígi en þetta verður í fyrsta sinn sem þessi tvö sigursælustu lið Argentínu mætast í úrslitaleik keppninnar þó þau hafi oft mæst á fyrri stigum keppninnar enda bæði á meðal 10 sigursælustu liða Copa Libertadores.

Leikið er heima og að heiman í úrslitaeinvíginu en fyrri leikurinn fer fram á heimavelli Boca þann 7.nóvember næstkomandi og sá síðari á heimavelli River Plate þann 28.nóvember.

Eftirvæntingin eftir þessum leik er gríðarleg í Suður-Ameríku enda ganga viðureignir þessara liða undir heitinu Superclasico.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×