Enski boltinn

Blótsyrði Henderson komu Mourinho til bjargar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jordan Henderson.
Jordan Henderson. vísir/getty
Blótsyrði Jordan Henderson, fyrirliða Liverpool, hjálpuðu Jose Mourinho, knattspyrnustjóra erkifjendanna í Manchester United, að sleppa við refsingu fyrir ummæli sín í átt að sjónvarpsmyndavélum.

Í gær tilkynnti enska knattspyrnusambandið að sjálfstæð þriggja manna dómnefnd hefði sýknað Mourinho af kæru um niðrandi ummæli að loknum leik Manchester United og Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á dögunum.

Mourinho á að hafa sagt „fodas filhos de puta“ í sjónvarpsmyndavél BT Sport, sem þýðist sem hórusynir mega fokka sér. Orðum hans virtist beint að Paul Scholes og Rio Ferdinand, fyrrum leikmönnum United sem hafa gagnrýnt Mourinho harðlega.

Enska knattspyrnusambandið kærði Mourinho fyrir ummælin og ákvað Manchester United að berjast gegn kærunni í stað þess að samþykkja hana. Dómnefndin dæmdi United í hag og var þetta í fyrsta skipti síðan árið 2013 sem dæmt er gegn enska knattspyrnusambandinu í jafn stóru máli.

Í frétt The Times segir að hluti af vörn United hafi verið hegðun Jordan Henderson í landsleik með enska landsliðinu á dögunum.

Í leik Englands og Króatíu í Þjóðadeildinni ytra heyrðist Henderson greinilega fara með blótsyrði í garð þjálfara Króatíu, Zlatko Dalic.

Þar sem leikurinn fór fram fyrir luktum dyrum heyrðist vel hvað fór fram á milli manna. Þegar Dalic sakaði Henderson um að hafa handleikið knöttinn snéri Henderson sér að Dalic og kallaði „ert þú fokking dómarinn?“

Henderson var ekki refsað fyrir atvikið og notaði vörn United sér það í haginn.

Úrskurðurinn verður formlega birtur í næstu viku og mun enska knattspyrnusambandið ákveða hvort það ætli að áfrýja dómnum eftir að hafa lesið úrskurðinn.


Tengdar fréttir

Mourinho: Ég mun reyna að haga mér vel

Jose Mourinho snýr aftur á sinn gamla heimavöll í fyrramálið er Man. Utd spilar við Chelsea á Stamford Bridge. Rosaleg byrjun á fótboltahelginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×