Kokkar biðja Arnarlax afsökunar Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. nóvember 2018 16:41 Kokkalandsliðið kynnir íslenska matargerð víða um heim. Kokkalandsliðið Klúbbur matreiðslumeistara og Arnarlax segjast hafa náð sáttum í máli sem reis eftir að undirritaður var samstarfssamningur milli kokkalandsliðsins og Arnarlax. Málið var fyrirferðamikið í upphafi septembermánaðar. Á annan tug kokka dró sig úr kokkalandsliðinu eftir að matreiðslumeistaraklúbburinn, sem heldur utan um störf landsliðsins, undirritaði styrktarsamning við fiskeldisfélagið. Kokkarnir sögðust ósáttir við að gerður væri samningur við „fyrirtæki sem framleiði lax í opnu sjókvíaeldi“. Slíkir framleiðsluhættir séu ógn við villta lax- og silungastofna og hafi margvísleg neikvæð umhverfisáhrif á lífríki Íslands. Klúbbur matreiðslumeistara sendi síðan frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að búið væri að rifta samningnum við Arnarlax. Lögmaður klúbbsins tjáði Vísi að málið snerist um greiðslur sem áttu að berast 1. september en hefðu ekki borist.Sjá einnig: Segir kokkana ekki hafa vitað að semja ætti við ArnarlaxÍ tilkynningu sem barst frá Klúbbi matreiðslumeistara nú síðdegis er greint frá félagsfundi klúbbsins sem haldinn var á dögunum. Þar á fyrrnefnd atburðarás að hafa verið rædd „og var það vilji fundarmanna að ná sáttum við Arnarlax og ganga báðir aðilar nú sáttir frá borði,“ eins og það er orðað í tilkynningunni. Klúbburinn segist jafnframt harma það að Arnarlax hafi orðið fyrir „ósanngjarnri gagnrýni“ vegna málsins. „Eldislax er notaður alls staðar um allan heim og er fyrsta flokks vara og sem dæmi er sambærileg vara notuð á heimsmeistaramótinu í matreiðslu í Luxemburg og víðar,“ segir í tilkynningunni. „Þá tekur Klúbbur matreiðslumeistara það fram að fullyrðingar klúbbsins um að greiðslur frá Arnarlaxi hafi ekki borist á réttum tíma voru á misskilningi byggðar og er Arnarlax beðinn velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið.“ Ekki fylgir sögunni hvort aftur verði gengið til samninga milli hópanna tveggja. Fiskeldi Matur Kokkalandsliðið Tengdar fréttir Segir kokkana ekki hafa vitað að semja ætti við Arnarlax Ylfa Helgadóttir, fyrirliði kokkalandsliðsins, segist vön því að Klúbbur matreiðslumeistara semji við fyrirtæki samboðin kokkunum. 7. september 2018 15:33 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Klúbbur matreiðslumeistara og Arnarlax segjast hafa náð sáttum í máli sem reis eftir að undirritaður var samstarfssamningur milli kokkalandsliðsins og Arnarlax. Málið var fyrirferðamikið í upphafi septembermánaðar. Á annan tug kokka dró sig úr kokkalandsliðinu eftir að matreiðslumeistaraklúbburinn, sem heldur utan um störf landsliðsins, undirritaði styrktarsamning við fiskeldisfélagið. Kokkarnir sögðust ósáttir við að gerður væri samningur við „fyrirtæki sem framleiði lax í opnu sjókvíaeldi“. Slíkir framleiðsluhættir séu ógn við villta lax- og silungastofna og hafi margvísleg neikvæð umhverfisáhrif á lífríki Íslands. Klúbbur matreiðslumeistara sendi síðan frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að búið væri að rifta samningnum við Arnarlax. Lögmaður klúbbsins tjáði Vísi að málið snerist um greiðslur sem áttu að berast 1. september en hefðu ekki borist.Sjá einnig: Segir kokkana ekki hafa vitað að semja ætti við ArnarlaxÍ tilkynningu sem barst frá Klúbbi matreiðslumeistara nú síðdegis er greint frá félagsfundi klúbbsins sem haldinn var á dögunum. Þar á fyrrnefnd atburðarás að hafa verið rædd „og var það vilji fundarmanna að ná sáttum við Arnarlax og ganga báðir aðilar nú sáttir frá borði,“ eins og það er orðað í tilkynningunni. Klúbburinn segist jafnframt harma það að Arnarlax hafi orðið fyrir „ósanngjarnri gagnrýni“ vegna málsins. „Eldislax er notaður alls staðar um allan heim og er fyrsta flokks vara og sem dæmi er sambærileg vara notuð á heimsmeistaramótinu í matreiðslu í Luxemburg og víðar,“ segir í tilkynningunni. „Þá tekur Klúbbur matreiðslumeistara það fram að fullyrðingar klúbbsins um að greiðslur frá Arnarlaxi hafi ekki borist á réttum tíma voru á misskilningi byggðar og er Arnarlax beðinn velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið.“ Ekki fylgir sögunni hvort aftur verði gengið til samninga milli hópanna tveggja.
Fiskeldi Matur Kokkalandsliðið Tengdar fréttir Segir kokkana ekki hafa vitað að semja ætti við Arnarlax Ylfa Helgadóttir, fyrirliði kokkalandsliðsins, segist vön því að Klúbbur matreiðslumeistara semji við fyrirtæki samboðin kokkunum. 7. september 2018 15:33 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Segir kokkana ekki hafa vitað að semja ætti við Arnarlax Ylfa Helgadóttir, fyrirliði kokkalandsliðsins, segist vön því að Klúbbur matreiðslumeistara semji við fyrirtæki samboðin kokkunum. 7. september 2018 15:33