Kokkar biðja Arnarlax afsökunar Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. nóvember 2018 16:41 Kokkalandsliðið kynnir íslenska matargerð víða um heim. Kokkalandsliðið Klúbbur matreiðslumeistara og Arnarlax segjast hafa náð sáttum í máli sem reis eftir að undirritaður var samstarfssamningur milli kokkalandsliðsins og Arnarlax. Málið var fyrirferðamikið í upphafi septembermánaðar. Á annan tug kokka dró sig úr kokkalandsliðinu eftir að matreiðslumeistaraklúbburinn, sem heldur utan um störf landsliðsins, undirritaði styrktarsamning við fiskeldisfélagið. Kokkarnir sögðust ósáttir við að gerður væri samningur við „fyrirtæki sem framleiði lax í opnu sjókvíaeldi“. Slíkir framleiðsluhættir séu ógn við villta lax- og silungastofna og hafi margvísleg neikvæð umhverfisáhrif á lífríki Íslands. Klúbbur matreiðslumeistara sendi síðan frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að búið væri að rifta samningnum við Arnarlax. Lögmaður klúbbsins tjáði Vísi að málið snerist um greiðslur sem áttu að berast 1. september en hefðu ekki borist.Sjá einnig: Segir kokkana ekki hafa vitað að semja ætti við ArnarlaxÍ tilkynningu sem barst frá Klúbbi matreiðslumeistara nú síðdegis er greint frá félagsfundi klúbbsins sem haldinn var á dögunum. Þar á fyrrnefnd atburðarás að hafa verið rædd „og var það vilji fundarmanna að ná sáttum við Arnarlax og ganga báðir aðilar nú sáttir frá borði,“ eins og það er orðað í tilkynningunni. Klúbburinn segist jafnframt harma það að Arnarlax hafi orðið fyrir „ósanngjarnri gagnrýni“ vegna málsins. „Eldislax er notaður alls staðar um allan heim og er fyrsta flokks vara og sem dæmi er sambærileg vara notuð á heimsmeistaramótinu í matreiðslu í Luxemburg og víðar,“ segir í tilkynningunni. „Þá tekur Klúbbur matreiðslumeistara það fram að fullyrðingar klúbbsins um að greiðslur frá Arnarlaxi hafi ekki borist á réttum tíma voru á misskilningi byggðar og er Arnarlax beðinn velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið.“ Ekki fylgir sögunni hvort aftur verði gengið til samninga milli hópanna tveggja. Fiskeldi Matur Kokkalandsliðið Tengdar fréttir Segir kokkana ekki hafa vitað að semja ætti við Arnarlax Ylfa Helgadóttir, fyrirliði kokkalandsliðsins, segist vön því að Klúbbur matreiðslumeistara semji við fyrirtæki samboðin kokkunum. 7. september 2018 15:33 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Klúbbur matreiðslumeistara og Arnarlax segjast hafa náð sáttum í máli sem reis eftir að undirritaður var samstarfssamningur milli kokkalandsliðsins og Arnarlax. Málið var fyrirferðamikið í upphafi septembermánaðar. Á annan tug kokka dró sig úr kokkalandsliðinu eftir að matreiðslumeistaraklúbburinn, sem heldur utan um störf landsliðsins, undirritaði styrktarsamning við fiskeldisfélagið. Kokkarnir sögðust ósáttir við að gerður væri samningur við „fyrirtæki sem framleiði lax í opnu sjókvíaeldi“. Slíkir framleiðsluhættir séu ógn við villta lax- og silungastofna og hafi margvísleg neikvæð umhverfisáhrif á lífríki Íslands. Klúbbur matreiðslumeistara sendi síðan frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að búið væri að rifta samningnum við Arnarlax. Lögmaður klúbbsins tjáði Vísi að málið snerist um greiðslur sem áttu að berast 1. september en hefðu ekki borist.Sjá einnig: Segir kokkana ekki hafa vitað að semja ætti við ArnarlaxÍ tilkynningu sem barst frá Klúbbi matreiðslumeistara nú síðdegis er greint frá félagsfundi klúbbsins sem haldinn var á dögunum. Þar á fyrrnefnd atburðarás að hafa verið rædd „og var það vilji fundarmanna að ná sáttum við Arnarlax og ganga báðir aðilar nú sáttir frá borði,“ eins og það er orðað í tilkynningunni. Klúbburinn segist jafnframt harma það að Arnarlax hafi orðið fyrir „ósanngjarnri gagnrýni“ vegna málsins. „Eldislax er notaður alls staðar um allan heim og er fyrsta flokks vara og sem dæmi er sambærileg vara notuð á heimsmeistaramótinu í matreiðslu í Luxemburg og víðar,“ segir í tilkynningunni. „Þá tekur Klúbbur matreiðslumeistara það fram að fullyrðingar klúbbsins um að greiðslur frá Arnarlaxi hafi ekki borist á réttum tíma voru á misskilningi byggðar og er Arnarlax beðinn velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið.“ Ekki fylgir sögunni hvort aftur verði gengið til samninga milli hópanna tveggja.
Fiskeldi Matur Kokkalandsliðið Tengdar fréttir Segir kokkana ekki hafa vitað að semja ætti við Arnarlax Ylfa Helgadóttir, fyrirliði kokkalandsliðsins, segist vön því að Klúbbur matreiðslumeistara semji við fyrirtæki samboðin kokkunum. 7. september 2018 15:33 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Segir kokkana ekki hafa vitað að semja ætti við Arnarlax Ylfa Helgadóttir, fyrirliði kokkalandsliðsins, segist vön því að Klúbbur matreiðslumeistara semji við fyrirtæki samboðin kokkunum. 7. september 2018 15:33