Alec Baldwin handtekinn fyrir að kýla mann vegna bílastæðis Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. nóvember 2018 19:26 Baldwin hefir á síðari árum verið hvað þekktastur fyrir leik sinn í þáttum á borð við 30 Rock og Saturday Night Live. Bandaríski leikarinn Alec Baldwin var í dag handtekinn fyrir að kýla mann vegna rifrildis um bílastæði í New York-borg í Bandaríkjunum. Samkvæmt tilkynningu frá lögregluembætti New York átti atvikið sér stað laust fyrir klukkan tvö að staðartíma og var leikarinn handtekinn og færður til lögreglustöðvar í Greenwich Village hverfi New York-borgar. Baldwin, sem varð sextugur á árinu, hefur á síðari árum verið hvað þekktastur fyrir leik sinn í gamanþáttunum 30 Rock. Þá hefur hann gert garðinn frægan í þáttunum Saturday Night Live, þar sem hann hefur leikið Donald Trump Bandaríkjaforseta og gert óspart grín að honum. Trump-feðgar tjá sig um máliðÞegar Donald Trump fékk veður af máli Baldwin sagðist forsetinn eingöngu vilja óska leikaranum góðs gengis. Sonur forsetans, Donald Trump yngri, var heldur harðorðari en hann tísti um að Baldwin hefði fengið mýmörg tækifæri til þess að vera „sæmileg manneskja,“ en ítrekað mistekist. Þá kallaði hann leikarann „rusl.“Is anyone shocked at this piece of garbage anymore? As if the phone calls to his daughter weren’t bad enough. He’s a lib so he gets chance after chance to be decent but always fails! Alec Baldwin Arrested After Fight Over Parking Spot | NBC New York https://t.co/lFQoNRp9J6 — Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 2, 2018 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Baldwin kemst í hann krappan utan leiklistarinnar en árið 2014 var honum gefið að sök að hafa hjólað gegn einstefnugötu í New York og hrópað ókvæðisorð að lögreglumanni. Því máli var þó vísað frá. Þá var Baldwin sýknaður af ásökunum um að hafa ráðist að ljósmyndara sem reyndi að mynda Baldwin og fjölskyldu hans í Los Angeles árið 1996. Bandaríkin Donald Trump Erlent Mest lesið Goddur er látinn Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Innlent Þykknar upp og snjóar Veður Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins Innlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Lögregla lokaði áfengissölustað Innlent Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Innlent Fleiri fréttir Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastir „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka Sjá meira
Bandaríski leikarinn Alec Baldwin var í dag handtekinn fyrir að kýla mann vegna rifrildis um bílastæði í New York-borg í Bandaríkjunum. Samkvæmt tilkynningu frá lögregluembætti New York átti atvikið sér stað laust fyrir klukkan tvö að staðartíma og var leikarinn handtekinn og færður til lögreglustöðvar í Greenwich Village hverfi New York-borgar. Baldwin, sem varð sextugur á árinu, hefur á síðari árum verið hvað þekktastur fyrir leik sinn í gamanþáttunum 30 Rock. Þá hefur hann gert garðinn frægan í þáttunum Saturday Night Live, þar sem hann hefur leikið Donald Trump Bandaríkjaforseta og gert óspart grín að honum. Trump-feðgar tjá sig um máliðÞegar Donald Trump fékk veður af máli Baldwin sagðist forsetinn eingöngu vilja óska leikaranum góðs gengis. Sonur forsetans, Donald Trump yngri, var heldur harðorðari en hann tísti um að Baldwin hefði fengið mýmörg tækifæri til þess að vera „sæmileg manneskja,“ en ítrekað mistekist. Þá kallaði hann leikarann „rusl.“Is anyone shocked at this piece of garbage anymore? As if the phone calls to his daughter weren’t bad enough. He’s a lib so he gets chance after chance to be decent but always fails! Alec Baldwin Arrested After Fight Over Parking Spot | NBC New York https://t.co/lFQoNRp9J6 — Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 2, 2018 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Baldwin kemst í hann krappan utan leiklistarinnar en árið 2014 var honum gefið að sök að hafa hjólað gegn einstefnugötu í New York og hrópað ókvæðisorð að lögreglumanni. Því máli var þó vísað frá. Þá var Baldwin sýknaður af ásökunum um að hafa ráðist að ljósmyndara sem reyndi að mynda Baldwin og fjölskyldu hans í Los Angeles árið 1996.
Bandaríkin Donald Trump Erlent Mest lesið Goddur er látinn Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Innlent Þykknar upp og snjóar Veður Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins Innlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Lögregla lokaði áfengissölustað Innlent Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Innlent Fleiri fréttir Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastir „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka Sjá meira